Í 8. kafla laga Pírata er kveðið á um að hjá flokknum skuli vera starfandi þriggja manna trúnaðarráð, skipað af framkvæmdaráði.  Hlutverk ráðsins, samkvæmt lögunum, er að bjóða sáttamiðlun og aðstoð þegar upp kemur ágreiningur eða annar vandi í samskiptum og starfi félagsmanna. Til ráðsins geta aðildarfélög, framkvæmdaráð eða félagsmenn leitað til að fá aðstoð. Ráðið getur líka haft frumkvæði að sáttamiðlun ef það telur þörf á því.

Um trúnaðarráð í lögum Pírata

Hægt er að leita til trúnaðarráðs með því að senda tölvupóst á trunadarrad@piratar.is