Í 8. kafla laga Pírata er kveðið á um að hjá flokknum skuli vera starfandi þriggja manna trúnaðarráð, skipað af framkvæmdaráði.  Hlutverk ráðsins, samkvæmt lögunum, er að bjóða sáttamiðlun og aðstoð þegar upp kemur ágreiningur eða annar vandi í samskiptum og starfi félagsmanna. Til ráðsins geta aðildarfélög, framkvæmdaráð eða félagsmenn leitað til að fá aðstoð. Ráðið getur líka haft frumkvæði að sáttamiðlun ef það telur þörf á því.

Um trúnaðarráð í lögum Pírata

Hægt er að leita til trúnaðarráðs með því að senda tölvupóst á trunadarrad@piratar.is

Trúnaðarráð 2017

  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
  • Kristján Gísli Stefánsson
  • Lilja Sif Þorsteinsdóttir

 

 Um meðlimi trúnaðarráðs:

Sigurbjörg er fædd og uppalin í Neskaupstað en bý nú í Kópavogi ásamt manni
og þremur börnum. Hún útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands
vorið 2015 og hóf í framhaldi af því doktorsnám í stjórnmálasálfræði við
sama skóla. Sigurbjörg gekk til liðs við Pírata í ársbyrjun 2013 og gegndi
varaþingmennsku fyrir Ástu Helgadóttur.
Sigurbjörg var oddviti Pírata fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og situr nú
í bæjarstjórn Kópavogsbæjar.

Kristján Gísli Stefánsson er fæddur og uppalinn í Rangárþingi eystra en býr
nú í Grafarvogi ásamt eiginkonu. Hann hefur stundað ýmsa vinnu í gegnum
tíðina ásamt trúnaðarstörfum hjá stéttafélögum og er núna sölumaður hjá
Olíuverzlun Íslands. Hann gekk til liðs við Pírata árið 2017.

Lilja Sif Þorsteinsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík, útskrifaðist sem
sálfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2011 og starfar sem sálfræðingur hjá
Sálfræðingunum Lynghálsi. Hún gekk til liðs við Pírata árið 2014 og gegndi
varaþingmennsku fyrir Pírata frá 2016-2017.