Framfarafundir Pírata eru haldnir á átta vikna fresti skv. lögum félagsins.

Um framfarafund segir í lögum Pírata:

16.1. Framfarafundur skal haldinn á 8 vikna fresti.

16.2. Framkvæmdaráð skal boða til fundarins með amk. viku fyrirvara og skal hann auglýstur samkvæmt reglum flokksins sem varða tilkynninga og auglýsingaskyldu fundarhalda.

16.3. Framkvæmdaráð sér um að skipuleggja fundinn ásamt þingmönnum og málefnahópum séu þeir til staðar.

16.4. Á framfarafundi skal koma fram ítarleg úttekt á störfum þinghóps, framkvæmdaráðs og málefnahópa.

16.5. Á fundinum skal fara fram umræða um störf þinghóps, framkvæmdaráðs og málefnahópa.

Fundargerðir framfarafunda

Næsti framfarafundur Pírata er haldinn 13. des 2016