Aðalfundur Pírata árið 2016 var haldinn dagana 11. og 12. júní í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Fundur var settur kl. 12 og stóð fundahald fram eftir degi. Að kvöldi laugardags var sannkallað Pírata*PARTÝ* í húsakynnunum.

Fundi var framhaldið kl. 12:00 sunnudaginn 12. júní en vegna anna tókst ekki að ljúka dagskrá seinnipart sunnudagsins 12. júní og var því boðað til framhalds aðalfundar sem var haldinn sunnudaginn 19.júní kl 16:00 að Fiskislóð 31. Dagskrá má finna hér að neðan.
*Dagur 1. Aðalfundur Pírata í streymi á Youtube*

*Dagur 2. Aðalfundur Pírata í streymi á Youtube*

Allar kosningar á aðalfundi, einnig lagabreytingar, fóru fram í gegnum rafrænt kosningakerfi Pírata á x.piratar.is

Ítarefni


Dagskrá aðalfundar

Fundarstjóri: Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata

Veitingar verða í boði báða dagana

*Dagur 1. Aðalfundur í streymi á Youtube*

Laugardagur 11. júní

 

11:00: Húsið opnar. Afhending á nafnspjöldum og gögnum

12:00: Fundur settur

12:10 – 13:00: Pírataskóli (fyrirlestur/umræða)

13:05 – 13:20: Ásta Guðrún Helgadóttir þingkona segir frá reynslu sinni af Alþingi

13:20 – 13:45: Hlé

13:45 – 14:15: Kynning á framkvæmdastjóra og kosningastjóra Pírata

14:20 – 14:45: Stefnumálahópur Pírata

14:50 – 16:00: Kynning á grasrót Pírata

16:00 – 16:30: Hlé

16:30 – 16:45: Birgitta Jónsdóttir talar

16:50 – 17:20: Framkvæmdaráð fer yfir árið (skýrsla stjórnar / fjármál)

17:25 – 17:40: Halldór Auðar segir frá áföngum Pírata í borginni

17:40: Fundi frestað

20:00:  Pírata„PARTÝIГ. Píratar ætla að lyfta sér upp. Fljótandi veigar í boði fyrir þá fyrstu og þyrstu. Leynigestur, plötusnúður og góðir vinir!

 

Sunnudagurinn 12. júní

*Dagur 2. Aðalfundur í streymi á Youtube*

11:00: Húsið opnar

12:00: Fundur settur

12:00 – 13:30: Lagabreytingartillögur

13:30 – 13:50: Hlé

13:50 – 14:05: Helgi Hrafn talar

14:05 – 15:05: Kynning á frambjóðendum í nýtt framkvæmdaráð

15:20 – 15:50: Gengið til kosninga í framkvæmdaráð (hlé)

15:50 – 16:20: Pírataspjallið (Open Mic – Langar þig að tjá þig á aðalfundi? Settu nafnið þitt í hatt og þú gætir fengið þrjár mínútur til þess að tjá þig!)

16:20  16:35: Kynning á niðurstöðu kosninga til framkvæmdaráðs

16:35 – 16:50: Slembival í framkvæmdaráð

16:50 – 17:00: Hlé

17:05 – 17:55: Kosningar í úrskurðanefnd og aðrar nefndir

18:00: Fundi frestað

 

Sunnudagurinn 19. júní

16:00 – Fundur settur

16:10 – Skoðunarmenn fara yfir reikninga og ársskýrsla kynnt

16:40 – Örstutt kynning á frambjóðendum í úrskurðarnefnd og skoðunarmönnum reikninga

16:55 – Kosning á nýjum skoðunarmönnum reikninga og kosning í úrskurðarnefnd

17:25 – Önnur mál

17:45 – Fundi slitið

 


Frambjóðendur til framkvæmdaráðs

Hér má líta frambjóðendur til framkvæmdaráðs Pírata 2016-2017.
Smelltu á nafn frambjóðanda til að sjá frekari upplýsingar.
Neðar á síðunni má finna upplýsingar um alla frambjóðendur á einum stað.
Þar fyrir neðan má finna þá sem hafa boðið sig fram í önnur embætti. Enn er opið fyrir framboð í þau embætti. Það þarf að tilkynna framboð þegar opnað verður fyrir þær kosningar á x.piratar.is

 

Frambjóðendur í embætti skoðunarmanna reikninga:

  • Elsa Kristjánsdóttir
  • Jón Gunnar Borgþórsson

Frambjóðendur í úrskurðarnefnd:

  • Gunnar Ingiberg Guðmundsson
  • Bjarki Hilmarsson


Lagabreytingartillögur fyrir aðalfund

Samkvæmt gr. 6.3 í lögum Pírata skal birta tillögur að breytingum á lögum félagsins á opinberum vettvangi flokksins minnst tveimur vikum áður en kosið er um þær.

Hér verða þær lagabreytingartillögur sem berast innan tilskilins frests birtar í samræmi við áður nefnda lagagrein.

Þar sem ákveðið hefur verið að lagabreytingartillögur verði teknar fyrir 12. júní, seinni dag aðalfundar 2016, þarf að birta þær tillögur sem taka á fyrir á fundinum ekki seinna en 29. maí.

Eftirfarandi lagabreytingartillögur hafa borist: