Aðalfundur Pírata er haldinn árlega samkvæmt lögum Pírata.
Um aðalfund í lögum Pírata

 

________________________________________________________________________________________

Aðalfundur Pírata 29. september 2018

Dagskrá aðalfundar 2018

Fundargerð Aðalfundar Pírata 2018

 


Aðalfundur Pírata 26. – 27. ágúst 2017

Dagskrá síðasta fundar (pdf)

Kynning á niðurstöðum um prófkjörshald (pdf)

Niðurstöður kosninga

Nýtt framkvæmdaráð starfsárið 2017-2018

Þema fundarins var Vaxa, tengja, styrkja. Væntingaveggur var settur upp til að félagsmenn gætu sett fram hugmyndir sínar og væntingar til framtíðar Pírata. Hér á eftir fer samantekt af því sem sett var á Væntingavegginn.

Markmið fyrir þing og sveitarstjórn

Ljóst er af því sem fólk skrifaði um skammtímamarkmið að félagsmenn kalla eftir auknum tengslum milli fulltrúa og grasrótar. Annað var að félagsmenn óska þess að kjörnir fulltrúar fylgi stefnum flokksins og gleymi ekki grunngildum okkar. Eyði minni orku í drama og að meðvirkni minnki. Svo var nefndur leki og páfagaukur.

Langtímamarkmið voru svipuð og kom þar helst fram er að við viljum læra heilbrigð félagsleg samskipti og að kjörnir fulltrúar fylgi stefnu. Einni: leka, leka, leka.

Markmið fyrir hreyfingu

Þemað var svipað þegar kom að markmiðum fyrir hreyfinguna í heild sinni. Skammtímamarkmið var bæði að nota minna facebook og nota meira facebook, því tengt var beðið um öflugri samráðsvettvang fyrir virka félagsmenn. Einnig var þar beðið um að tengja stefnumótun meira við grunnstefnuna og Píratakóðann. Ósk um opið bókhald. Einnig var þar nefnt að bæta gagnsæi x.piratar.is og að meira upplýsingaflæði yrði á piratar.is. Samskipti voru þar einnig mikið nefnd, beðið um að halda persónulegum ágreiingu úr opinberri umræðu, ósk um að við pössum upp á samsikiptin okkar og áminning um að við erum í sama liði. Einnig var þar nefnt minna drama og minni meðvirkni.

Langtímamarkmið voru að fækka stefnum og hafa þær víðtækari, hækka væntingavísitölu og hafa fast aðsetur Pírata í öllum kjördæmum.

Þema fundarins

Eins og fram hefur komið á fundinum þá erum við að vaxa, tengjast og styrkjast. Fundurinn byrjaði á áhugaverðri hæfnimiðlun þar sem við lærðum hvort af öðru. Einar Brynjólfsson horfir helst ekki á danska þætti. Ýmis mál sem þingflokkurinn hefur beint sjónum að. Á síðasta þingvetri lögðu þingmennirnir okkar fram 13 lagafrumvörp og 16 þingsályktunartillögur auk þess voru lagðar fram fjöldinn allur af fyrirspurnum.

Yfirlit yfir dagskrá aðalfundar

Litið til baka

Þórlaug Ágústdóttir fór yfir reynsluna af prófkjörum. Við viljum læra af því sem við höfum gert vel í undangengnum kosningabaráttum og draga lærdóm af mistökum okkar. Sett hefur verið í gang framkvæmdarplan fyrir næstu kosningar. Við viljum vera vel skipulögð, þannig að þegar vandamál koma upp getum við tekist á við þau. Mikill tími fer í mannlega þáttinn og viljum við vera vel í stakk búinn til þess að takast á við það sem kemur upp.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Kristín Elfa Guðnadóttir fóru yfir árangur Pírata í Reykjavík. Þau hafa komið málum í gegn sem tengjast grunngildum okkar vel; gagnsæi, upplýsingagjöf og lýðræði. Stórt skref var að fá sett á laggirnar lýðræðisráð, Betri Reykjavík hefur stækkað, umboðsmaður borgarinnar hefur tekið til starfa. Pírtar í borginni hafa unnið öflugt starf á kjörtímabilinu. Kristín Elfa lagði áherslu á að við verðum að taka vel á móti nýju fólki, því það er aldrei að vita nema næsti kjörni fulltrúinn okkar leynist þar.

Kristján Gunnarsson, annar af framkvæmdastjórum Pírata ræddi um kosningabaráttunni og sagði að við hefðum veirð mjög öflug í sumar, sem er erfiðasti tíminn til að fá fólk til að mæta á fundi. Tómarúm hefur myndast eftir kosningar, en fólk er að safna kröftum.

Elín Ýr fór yfir störf framkvæmdaráðs. Þau beindu sjónum sínum helst að því að bæta umgjörð félagsstarfsins til þess að gefa félagsmönnum gott rými til þess að halda áfram að vaxa og þroskast. Við erum fá en öflug.

Grasrótarinn var kynntur og velunnarakerfi Pírata

Framtíð flokksins

Dóra Björt fór yfir árið hjá Ungum Pírötum og hreyfingunni. Hún lagði áherslu á að Píratar eru grasrótarflokkur og mikilvægt að tengja bæði við félaga okkar innanlands og erlendis. Verðum að muna að tengja við unga fólkið og fá þau til þess að mæta á kjörstað. Verðum að passa upp á lýðræðið og bera virðingu fyrir stefnunum okkar sem fólk eyðir miklu af sínum persónulega tíma í að móta.

Fanný fór yfir störf Pírata á Suðurnesjum og talaði um að virkt málefnastarf væri farið í gang og að Píratar á Suðurnesjum yrði vel undirbúnir fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Bjarki Hilmarsson talaði um starfið hjá Pírötum á Norðurlandi. Skipulagt hefur verið gott starf hjá þeim og áherslumálin eru fjármál og aðgengi að upplýsingum. Getur verið erfitt að fara á móti straumnum í litlum samfélögum. En Píratar á Norðurlandi standa sig vel í þeim slag.

Þórgnýr Thoroddsen fór yfir verkefni pírata í borgarstjórn. Lögð er áhersla á gagnsæi til eflingar lýðræðislegum ferlum. Minnka þarf miðstýringu. Það er eitt að innleiða stefnu og svo annað að fá starfsfólk borgarinnar til þess að virkja þær og láta þær ganga eftir. Af mörgum stefnumálum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar er mikilvægast að halda áfram innleiðingu á stefnum um opin gögn, aðgengi að upplýsingum og lýðræðisleg þátttaka í ákvarðanatöku sveitarfélaga.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir talaði um hvert þingflokkur Pírata stefnir. Hún þakkaði grasrótinni fyrir öflugt starf. Þingstörfin framundan voru rædd. Hún einbeitti sér einna helst að því að ræða um mikilvægi þess að við sækjum okkar nýjan samfélagssáttmála og mikilvægi þess að alþjóðlegar hreyfingar sem okkar vinni með öðrum hreyfingum til þess að finna skýr skilaboð sem mótsvar við þeim öfgaöflum sem eru að ná sífellt betri fótfestu um allan heim.


Aðalfundur 2016

Aðalfundur Pírata árið 2016 var haldinn dagana 11. og 12. júní í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Allar kosningar á aðalfundi, einnig lagabreytingar, fóru fram í gegnum rafrænt kosningakerfi Pírata á x.piratar.is

Fundurinn var gjaldfrjáls að vanda.

Upplýsingar um aðalfund Pírata 2016 þar á meðal fundargögn, dagskrá ofl.


Aðalfundur 2015

Niðurstöður aðalfundar 2015