Píratar XP

Grasrótarinn

Skrýmsladeild Sjálfstæðisflokksins þar sem ungir frændur Bjarna Ben í hundraðatali fá borgað í Crystal kampavíni í Valhöll fyrir skemmdarverk á internetinu er orðin fræg goðsögn, sama og goðsögnin um að VG viti ekki hvað „internetið og samfélagsmiðlar“ eru.

Þetta er allt gott og blessað … á léttu nótunum, en að baki öllu gríni fylgir alvara. Sjálfstæðisflokkurinn er með öfluga ungliðahreyfingu sem er verðlaunuð af flokknum fyrir „falsfrétta-herferðir“ sínar í kosningum … þeir eru kannski ekki allir skyldir Bjarna Ben og verðlaunin eru ekki endilega Crystal kampavín, en þetta er maskína sem er engu öðru lík hér á landi … og já, VG veit ekki hvað internetið er!

Þess vegna skiptir máli fyrir lýðræðið að aðrir stjórnmálaflokkar haldi uppi öflugu sjálfboðaliðastarfi. Þetta er ekki auðvelt, þar sem Crystal kampavínið flæðir ekki hérnamegin og við getum ekki „ignorað“ internetið… (eins og VG). En ef hver og einn Pírati tekur sér kannski 1 klst í viku til að svara nokkrum pirruðum trylluköllum á messenger, eða forrita smá í HTML, vinna smá WordPress SEO vinnu, prófarkalesa eina frétt á piratar.is eða taka upp og klippa einn borgarstjórnarfund … að þá … já … þá eru SUSararnir í Valhöll að vakna með svakalega þynnku eftir þetta „fake Crystal sjitt“ frá Rússlandi.

Hver sagði að þetta væri alvöru hjá Sjálfstæðisflokknum? Enginn … þetta er alvöru hér, vertu með og segðu okkur hvernig þú getur hjálpað málstaðnum!

* þessi inngangstexti er gríntexti gerður til þess að höfða til grasrót Pírata og vekja áhuga þeirra á sjálfboðaliðastarfi flokksins. Allt sem hér er skrifað um aðra stjórnmálaflokka er ekki búið að sanna og líklega ekki satt! Já, líka þetta með VG… 

X
X
X