Hlutverk framkvæmdaráðs og skipan þess

Hlutverk framkvæmdaráðs Pírata er að annast almenna stjórn og rekstur félagsins.

Í framkvæmdaráði sitja tíu einstaklingar sem skipta með sér verkum. Allt félagsfólk, að frátöldum kjörnum fulltrúum, getur boðið sig fram til setu í framkvæmdaráði. Hver og einn situr í tvö ár og er helmingur framkvæmdaráðs endurnýjaður ár hvert, einn í slembivali og fjórir í rafrænni kosningu á aðalfundi, samtals átta kjörnir fulltrúar og tveir slembivaldir.

Allir fundir framkvæmdaráðs eru opnir félagsfólki, nema sérstaklega sé verið að ræða trúnaðarmál, og allar fundargerðir ráðsins eru birtar opinberlega.

Sjöunda grein laga Pírata fjalla um framkvæmdaráð.

Hafðu samband við framkvæmdaráð: framkvaemdarad@piratar.is

Framkvæmdaráð starfsárið 2018-2019 skipa:

Ásmundur Alma Guðjónsson, til aðalfundar 2019
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, til aðalfundar 2020
Pétur Óli Þorvaldsson, til aðalfundar 2020
Reber Abdi Muhamed, áheyrnarfulltrúi
Steinar Gunnlaugsson, til aðalfundar 2019
Unnar Þór Sæmundsson, til aðalfundar 2020
Valgerður Árnadóttir, til aðalfundar 2020

Fundargerðir (þær nýjustu eru með fyrirvara um samþykki)

Fréttir