Framkvæmdaráð - Píratar

Hlutverk framkvæmdaráðs og skipan þess

Hlutverk framkvæmdaráðs Pírata er að annast almenna stjórn og rekstur félagsins.

Í framkvæmdaráði sitja tíu einstaklingar sem skipta með sér verkum. Allt félagsfólk, að frátöldum kjörnum fulltrúum, getur boðið sig fram til setu í framkvæmdaráði. Hver og einn situr í tvö ár og er helmingur framkvæmdaráðs endurnýjaður ár hvert, einn í slembivali og fjórir í rafrænni kosningu á aðalfundi, samtals átta kjörnir fulltrúar og tveir slembivaldir.

Allir fundir framkvæmdaráðs eru opnir félagsfólki, nema sérstaklega sé verið að ræða trúnaðarmál, og allar fundargerðir ráðsins eru birtar opinberlega.

Sjöunda grein laga Pírata fjalla um framkvæmdaráð.

Hafðu samband við framkvæmdaráð: framkvaemdarad@piratar.is

Framkvæmdaráð starfsárið 2017-18 skipa:

Snæbjörn Brynjarsson, formaður 1 ár
Albert Svan Sigurðsson, ritari 1 ár
Elsa Kristjánsdóttir, gjaldkeri    1 ár
Ásmundur Alma Guðjónsson     2 ár
Bergþór H. Þórðarson                 2 ár
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir  2 ár
Oktavía Hrund Jónsdóttir         1 ár
Rannveig Ernudóttir                   1 ár
Sindri Viborg                                2 ár
Nói Kristinsson                           2 ár

Fundargerðir

Fréttir