Skip to main content

FramkvæmdaráðHlutverk framkvæmdaráðs og skipan þess

Hlutverk framkvæmdaráðs Pírata er að annast almenna stjórn og rekstur félagsins.

Í framkvæmdaráði sitja sjö einstaklingar sem skipta með sér verkum. Allt félagsfólk, að frátöldum kjörnum fulltrúum, getur boðið sig fram til setu í framkvæmdaráði. Hver og einn situr að hámarki í tvö ár samfleytt. Fimm aðalmanneskjur og aðrar fimm til vara eru kjörnar í framkvæmdaráð á aðalfundi en tvær aðalmanneskjur og tvær varamanneskjur eru slembivaldar.

Allir fundir framkvæmdaráðs eru opnir félagsfólki, nema sérstaklega sé verið að ræða trúnaðarmál, og allar fundargerðir ráðsins eru birtar opinberlega.

Sjöunda grein laga Pírata fjalla um framkvæmdaráð.

Hafðu samband við framkvæmdaráð: framkvaemdarad@piratar.is

 

 

Framkvæmdaráð Pírata

Framkvæmdaráð 2016 – 2017

Aðalmenn

  • Sunna Rós Víðisdóttir, formaður, sunnaros(hjá)piratar.is
  • Rannveig Ernudóttir, aðalritari, rannveig(hjá)piratar.is
  • Þórlaug Ágústsdóttir, alþjóðaritari, thorlaug(hjá)piratar.is
  • Eysteinn Jónsson, gjaldkeri, eysteinn(hjá)piratar.is og gjaldkeri(hjá)piratar.is
  • Jason Steinþórsson, slembivalinn,  jasonsteinthors(hjá)piratar.is
  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, elin(hjá)piratar.is
  • Kári Valur Sigurðsson, slembivalinn, karivalur(hjá)piratar.is

Varamenn

  • Sindri Viborg, sindriviborg(hjá)piratar.is
  • Daði Ingólfsson, slembivalinn, dadi(hjá)1984.is

> Framkvæmdaráð fyrri ára