Framkvæmdaráð Pírata sér um allan almennan rekstur félagsins í samræmi við lög Pírata.

Í lögum Pírata stendur að bókhald félagsins skuli vera opið almenningi á vefsíðu félagsins. Það skal uppfært jafnóðum með fyrirvara um villur og samþykki aðalfundar. Samþykktir ársreikningar skulu einnig liggja fyrir á vefsíðu félagsins. Lesið meira um opið bókhald Pírata hér.