Erna Sigrún Hallgrímsdóttir
3. sæti Píratar á Akureyri
f. 01. desember 1979
Ég hef verið Pírati síðan 2014 og brenn fyrir jöfnuði og gegnsæi í stjórnsýslunni.
Akureyri
f. 01. desember 1979
f. 22. nóvember 2002
Jöfn tækifæri allra og umhverfismál hafa alla tíð verið mér ofarlega í huga. Mig langar að búa í heimi þar sem við setjum jörðina okkar ofar á listann en okkar eigin þægindi, og mun ég gera mitt besta til þess að stuðla að umhverfisvernd í kring um mig. Mig langar líka að búa í heimi án spillingar, án fordóma og án alls kjaftæðis. Við eigum öll rétt á að vera við sjálf og að lifa okkar lífi til fulls
f. 24. desember 2000
Nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Ég heiti Narfi Storm, ég er 22 ára kynsegin einstaklingur sem notar fornöfnin þau og hann. Ég skipa 5. sæti á lista Pírata á Akureyri. Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur með rætur á austurlandinu. Ég er nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri og eins er að læra listnám.
Ég er nýlega komin inn í „klassísku“ pólitíkina en hef verið í starfsemi með Hinsegin Norðurlandi síðan 2016 og vinn þess með mörg hinsegin málefni.
Ég vil sjá fjölbreyttara úrræði fyrir krakka og unglinga sem passa ekki inn í hefðbundna kassann sem menntakerfið setur þau í, finna leiðir til að bæta styrkleika þeirra og hjálpa þeim að finna hvað þeim langar að gera. Ég vil líka auka úrval námskeiða fyrir atvinnulausa og öryrkja og einnig fyrir yngra fólk sem er að feta sín fyrstu fótspor í lífinu, t.d. hvernig þau reikna skatta, eldamennsku, og einfaldar viðgerðir heima við.
Svo auðvitað ýta undir lista samfélagið í bænum því lista-laus bær er ekki bær sem er þess virði að búa í.
f. 16. janúar 1985
Verslunarstörf á Glerártorgi
Ég heiti Lína Björg Sigurgísladóttir og er 37 ára Akureyringur. Ég er fædd og uppalin í Eyjafjarðarsveit en flutti í bæinn með foreldrum mínum átta ára og hef varla farið úr þorpinu síðan. Ég vinn í verslun á Glerártorgi og bý með unnusta mínum, þremur börnum og hundi í Holtahverfinu þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir.
Ég er búin að vera pírati alveg frá 2013. Alltaf hefur það verið mér hugleikið að standa við gefin loforð og er lítið fyrir að lofa upp í ermina á mér.
Ég vil leggja áherslu á að auka gegnsæi í stjórnsýslu, íbúalýðræði og úthýsa spillingu. Stefnuskrá Pírata í heild sinni er eins og talað út úr mínu hjarta.
Ég býð mig fram fyrir Pírata og er í 6. Sæti á þeirra lista hér á Akureyri.
f. 18. júlí 1983
Ég brenn fyrir því að búa í samfélagi þar sem allur mannauður er metinn að verðleikum. Að búa í samfélagi þar sem enginn þarf að líða skort og fær tækifæri og umhverfi til að vaxa og dafna, lifa með reisn og þannig verða besta útgáfan til að vera samfélagi sínu til heilla.
Ég býð mig fram fyrir Pírata þar sem lögð er ríkuleg áhersla á vandaða og gegnsæja stjórnsýslu, gegn spillingu og með ábyrgð. Loforðaflaumur er til lítils ef engin er eftirfylgnin.
f. 22. febrúar 1983
Ég er fróðleiksfús, vandvirkur, duglegur og hreinskilinn. Ég brenn fyrir sanngirni og vel upplýstum ákvörðunum og er tilbúinn að hlusta á hvern sem er og móta mér skoðanir út frá samtölum. Það er að mínu mati siðferðisleg skylda hvers og eins að prófa stjórnmál að einhverju leyti á lífsleiðinni til að geta mótað sér upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir sem varða samfélagið. Ég lofa engu nema að gera mitt besta.