Píratar XP

Heiðarleg stjórnmál

Píratar í Reykjavík

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Það er metnaður Pírata að gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegri stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Við gerum græn plön og framkvæmdir enn grænni svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport. Við hleypum sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist. Það skiptir máli að fólk geti treyst kerfum samfélagsins. Það skiptir máli að kjósa. Ef þú vilt ráða einhverju um framtíðina skaltu kjósa. Annars ákveður bara einhver annar fyrir þig. Kjóstu heiðarlegri stjórnmál með því að setja X við P.

Alexandra Briem

Mannréttindi skal virða skilyrðislaust. Enginn á að þurfa búa við fátækt. Stöndum vörð um sjálfstætt líf og valdeflum fólk. Koma skal fram við þjónustuþega af virðingu, vinna gegn fordómum og fjölbreytni í samfélaginu. Aðgengileg velferðarþjónusta, byggð á hugmyndafræði skaðaminnkunnar, fordómaleysi, umburðarlyndis og á forsendum notenda. Fræða en ekki hræða. Efla þarf samstarf velferðarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og annarra aðila í velferðarþjónustu.

Magnús Davíð Norðdahl

3. sæti Píratar í Reykjavík

Kristinn Jón Ólafsson

4. sæti Píratar í Reykjavík

Elísabet Guðrúnar-og Jónsdóttir

5. sæti Píratar í Reykjavík

Rannveig Ernudóttir

6. sæti Píratar í Reykjavík

Oktavía Hrund

7. sæti Píratar í Reykjavík

Olga Margrét Cilia

8. sæti Píratar í Reykjavík

Tinna Helgadóttir

9. sæti Píratar í Reykjavík

Kjartan Jónsson

10. sæti Píratar í Reykjavík

Stefnur Pírata í Reykjavík

Dýravelferðarstefna

Píratar ætla að tryggja velferð gæludýra, villtra dýra og verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Dýr og dýraunnendur eru verðmætur hluti af samfélaginu og eiga að njóta þjónustu og virðingar í takt við það. Aukum samstarf við gæludýraeigendur og stuðlum að úrbótum í stjórnsýslu og utanumhaldi dýraverndar með bættri þjónustu og upplýsingagjöf. Bjóðum upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og hugum að þörfum dýra og dýraeigenda strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun.

Barnastefna

Setjum börnin og þarfir þeirra í fyrsta sæti og mótum þjónustu við þau á forsendum þeirra þarfa frekar en hentisemi annarra. Stöndum vörð um réttindi, rödd og velferð barna. Mætum fjölbreyttum þörfum barna og fjölskyldna og tryggjum að margbreytileiki barna fái að njóta sín. Börnum sem líður vel farnast vel!

Mannréttinda- og velferðarstefna

Samfélagið þarf að gera ráð fyrir fjölbreyttum þörfum til að skapa meira rými til að vera allskonar. Píratar ætla að stoppa í kerfisgötin og taka skaðaminnkun alla leið og róa öllum árum í átt að auknum tækifærum og jafnrétti í víðum skilningi. Stuðlum að hinseginvænu samfélagi með rými fyrir öll kyn. Vinnum gegn margþættri mismunun, ofbeldi, jaðarsetningu, einangrun og einmanaleika. Engin eiga að þurfa búa við fátækt. Valdeflum fólk, afstofnanavæðum búsetu, aukum búsetuval fólks og þjónustu og stöndum vörð um sjálfstætt líf. Aðgengi og algild hönnun í víðum skilningi er Pírötum hjartans mál.

Umhverfis-, skipulags- og samgöngustefna

Loftslagsbaráttan er mest knýjandi viðfangsefni okkar tíma. Gerum Reykjavík að kolefnishlutlausu borgarsamfélagi á heimsmælikvarða og verjum þannig lífsgrundvöll komandi kynslóða. Til þess þarf að þétta byggð, efla hringrásarhagkerfið, hraða orkuskiptum og breyta ferðavenjum með frelsi frá bílafjötrum. Píratar vilja að þú hafir raunverulegt val um ferðamáta og getir gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur og ætla að hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport!

Lýðræðis-, nýsköpunar- og menningarstefna

Píratar eru öflugt aðhaldsafl gegn spillingu og leggja lykiláherslu á gagnsæja og faglega ferla. Eflum lýðræðislega þátttöku íbúa og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar. Minnkum vesen, sóun og mengun með notendamiðaðri, stafrænni og aðgengilegri þjónustu. Við stöndum fyrir lifandi og skapandi þekkingarborg með stuðningi við nýsköpun og fjölbreyttar listir og menningu.

3. sæti Píratar í Reykjavík

f. 8. febrúar 1982

 
 

Kristinn Jón Ólafsson

4. sæti Píratar í Reykjavík

f. 23.01.1981

5. sæti Píratar í Reykjavík
f. 23.02.1993
 
Forritari. Stúdent af Náttúrufræðibraut í MH BSc. í Tölvunarstærðfræði við Háskólann í Reykjavík. Bý með kærustunni minni og kettinum okkar (Kisu).
 
Áhugi á stjórnmálum hefur fylgt mér frá unglingsárunum. Ég hef alltaf haft mjög sterka réttlætiskennd og brenn fyrir hvers kyns mannréttindabaráttu minnihlutahópa. Fyrst og fremst langar mig til þess að taka þátt í því að gera samfélagið — og borgina — að betri og réttlátari stað til að lifa á.
Ég heillaðist af Pírötum í alþingiskosningunum árið 2013 og gekk í kjölfarið til liðs við flokkinn. Ásamt nokkrum öðrum stofnaði ég Unga Pírata og sat þar í stjórnin sem varaformaður. Á vegum UP fór ég erlendis bæði til að funda með evrópskum ungliðahreyfingum Pírata og á ungmennaþing norðurlandanna. Auk þess hef ég komið að ýmsum ópólitískum félagastörfum.
Mér er manneskjuvænt borgarskipulag hugleikið, auk umhverfismála og aðgengi fyrir öll. Ég beiti mér alltaf fyrir þessum þegar ég kem auga á tækifæri til umbóta, hvort sem það er með því að þrýsta á vinnustaðinn að gera betur, hvetja fólk áfram eða tjá mig á opinberlega. Ég hika ekki við að benda á vandamálin og leita lausna — það vil ég gera í borgarstjórn!
Ég mun berjast fyrir mannvænu, lifandi borgarumhverfi, þar sem fjölbreytt mannlíf blómstrar. Byggjum innviði sem eru hvetjandi fyrir fólk til að velja umhverfisvæna samgöngumáta og sjálfbærar neysluvenjur. Hverfi með þjónustu í göngufæri við íbúa, öflugar almenningssamgöngur, og þægileg almannarými sem ýta undir samveru og samvinnu við fólkið í nærumhverfinu.
6. sæti Píratar í Reykjavík
f. 17.12.1979
 
Varaborgarfulltrúi, Guðlaus guðfræðingur, Tómstunda- og félagsmálafræðingur, Yogakennari, FME próf til stjórnarsetu í lífeyrissjóði. Fjögurra barna móðir og eiginkona.
 
Ég vil vinna fyrir þau sem vilja búa í samfélagi sem er mannvænt, fjölskylduvænt, aldursvænt og laust við forræðishyggju. Samfélag sem er margbreytilegt og fjölbreytt. Sköpum samfélag þar sem öll hafa hlutverk og tilgang, sem valdeflir okkur og styður okkur til sjálfstæðs lífs, í umhverfi sem er aðlaðandi og heilsusamlegt.
 
Fyrir fólkið sem hugsar öðruvísi um vinnu og samþættingu heimilis- og atvinnulífs, sem vill skipuleggja vinnuna í kringum líf sitt, og foreldrana sem vilja meiri tíma til að vera foreldrar, sem og sterkir einstaklingar. Þar sem þarfir barna eru í fyrsta sæti og að við fullorðna fólkið séum sveigjanleg fyrir þau.
 
Ég hef einlæga trú á því að börnum sem líður vel, farnast vel. Þá er löngu kominn tími til að virkja betur mismunandi styrkleika barna og festa þau ekki í erfiðum fögum. Leggjum frekar áherslu á að þau blómstri í styrkleikum sínum. Horfumst í augu við þá staðreynd að leikskólinn er fyrsta skólastigið, en ekki pössun. 
 
Við þurfum að endurvekja og efla stórfjölskylduna, fjölskylduþorpið. Eldri borgarar, börn og unglingar eru mínir uppáhalds aldurshópar. Þau hagnast öll á því að vera í meiri samskiptum. 
 
Höldum áfram með innleiðingu velferðartækninnar og eflum enn frekar í öllu starfi velferðarsamfélagsins. Auka þarf fjölbreytileika í búsetumálum eldri borgara og afstofnanavæða búsetuform þeirra sem hafa flust inn á t.d. hjúkrunarheimili eða í þjónustuíbúðir.
 
Skaðaminnkun er hugmyndafræði sem ég hef mikla trú á, því hún er svo nátengd tengslamynduninni. Fólk með fíkniröskun hefur í langflestum tilvika upplifað tengslarof og þurfa stuðning til þess að komast í samband við samfélagið sitt og ástvini sína. Það er ávinningur allra að efla það.
1. sæti Píratar í Reykjavík

f. 19. júní 1988

Það er metnaður Pírata að gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegri stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Píratar gera gott betra. Við gerum græn plön og framkvæmdir enn grænni svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport. Við hleypum sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist. Það skiptir máli að fólk geti treyst kerfum samfélagsins. Það skiptir máli að kjósa. Ef þú vilt ráða einhverju um framtíðina skaltu kjósa. Annars ákveður bara einhver annar fyrir þig.

Kjóstu heiðarlegri stjórnmál með því að setja X við P. 

 
2. sæti Píratar í Reykjavík

f. 18.08.1983

Borgarfulltrúi
 
Ég gekk til liðs við Pírata af því ég var reið yfir spillingu og óréttlæti í samfélaginu. Ég bauð mig fram í borgarstjórn af því ég vil bæta samfélagið, efla lýðræði og gagnsæi, og sýna að framsýnu umbótaafli eins og okkur sé treystandi.
 
Ég hef starfað við ótalmargt, tæknilega aðstoð, hótelþrif og pítsusendingar, aðstoðað sendiherra og unnið umönnun á alsheimerdeild. Ég var ca. hálfnuð í stjórnmálafræði með hagfræði aukafag þegar ég skipti um stefnu. Ég hef setið í skóla- og frístundaráði, velferðarráði og er núna forseti borgarstjórnar. Ég hef verið í kosningastjórn og hef verið formaður Pírata í Reykjavík, ég tel mig hafa mikla og víðtæka reynslu af samfélaginu og brenn fyrir að bæta það.
Ég vil efla þjónustu borgarinnar með því að gera hana stafræna og notendamiðaða. Ég vil þétta byggð, koma á fót borgarlínu og berjast gegn loftslagsbreytingum Ég vil efla samráð við íbúa, gegnsæi og beint lýðræði
Ég vil sjá borg fyrir fólk, þar sem opin svæði eru fyrir manneskjur en ekki bíla. Borg sem er aðgengileg og samkeppnishæf við borgir erlendis og þar sem er gott og eftirsóknarvert að búa. Ég vil borg sem hjálpar þeim sem eru í vandræðum með skaðaminnkun að leiðarljósi, og sem veitir þjónustu á forsendum íbúanna.
 
 
X
X
X