Píratar XP

Kjósum að kjósa

Hafnarfjörður

Haraldur R. Ingvason

Ég heiti Haraldur R. Ingvason, f. 5.3.1969, líffræðingur og Pírati frá 2016. Ég tel að uppruni minn og fjölbreytt reynsla frá yngri árum ásamt áralöngu starfi í blöndu vísinda- og menningarumhverfis skapi góðan grunn fyrir setu í sveitarstjórn. Ég mun leggja áherslu á umhverfis og skipulagsmál í víðu samhengi með það að markmiði að skapa góðan og skemmtilegan bæ.

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1984, hún er náms- og starfsráðgjafi og hún brennur fyrir réttlætismál. Hún hefur starfað með Pírötum í Hafnarfirði frá árinu 2014 og hún leggur ríka áherslu á að koma á virku íbúalýðræði í bænum og að vera málsvari jaðarsettra einstaklinga og hópa. Hún vill bæta þjónustu við ungmenni og gera Hafnarfjörð að fjölskylduvænu sveitarfélagi.

Albert Svan

3. sæti Píratar í Hafnarfirði

Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir

4. sæti Píratar í Hafnarfirði

Phoenix Jessica Ramos

5. sæti Píratar í Hafnarfirði

Ragnheiður Eiríksdóttir Bjarman

6. sæti Píratar í Hafnarfirði

Leifur Eysteinn Kristjánsson

7. sæti Píratar í Hafnarfirði

Fréttir og greinar

Kosningasigri fagnað í Tortuga!

Sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og kominn tími til að fagna okkar mögnuðu grasrót, frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem gerðu þessa flottu...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37% rafbílar. Því er ljóst að...

Kjósum að kjósa

Hvað þýða öll þessi kosningaslagorð sem stjórnmálaflokkar nota fyrir kosningar? Sum slagorðin eru tvíræð, önnur tala beint til lesandans...

Áherslur sem skipta máli

Píratar í Hafnarfirði hafa tekið saman 11 áherslur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og eru þær sundurliðaðar í aðgerðapunkta sem finna...

Dagskrá

Áherslur Pírata í Hafnarfirði

Frambjóðendur Pírata í Hafnarfirði

3. sæti Píratar í Hafnarfirði

f. 31. október 1968

 
Ég er 53 ára Pírati, nýlega fluttur í Hafnarfjörð og vil endilega vinna að því að gera bæinn betri. Píratar hafa mikið fram að færa í bæjarpólitíkina og okkur hlakkar til að vinna með öðrum fyrir hönd íbúa, því það er jú málið, að sjá til þess að Hafnarfjörður sé áhugaverður til að búa í eða heimsækja.
 
Fjölgun íbúa og uppbygging verslunar og velferðarþjónustu í Hafnarfirði eru mjög mikilvæg. Samhliða mikilli uppbyggingu og þéttingu byggðar þarf að huga að samgönguúrbótum í skipulagi. Í þriðja lagi þarf að passa að græn svæði og náttúra í Hafnarfirði bíði ekki skaða, þvert á móti þarf að vernda þau og þróa útivistarmöguleika.
4. sæti Píratar í Hafnarfirði

f. 03. mars 1982

Ég heiti Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, fædd 3. september 1982. Ég er mannfræðingur að mennt og femínískur aktívisti. Ég vil leggja áherslu á aukin jöfnuð í Hafnarfjarðarbæ og verndun grænna svæða. Ég vil leiðrétta kjör leikskólastarfsfólks í bænum, það er ólíðandi að þau séu með lægri laun en starfsfólk nágrannasveitarfélagana. Ég vil jafnframt passa upp á grænu svæðin okkar í bland við þéttingu byggðar. Ég vil sjá Hafnarfjörð með góðar almenningssamgöngur inn og út úr bænum, iðandi af list og lífi og þar sem náttúran fær líka að njóta sín.
 
Leiðrétting kjara leikskólastarfsfólks í Hafnarfirði er málefni sem ég vil ganga í. Það er ólíðandi að þessi hópur sé með mun lægri laun en starfsfólk í nágrannasveitarfélögunum. Afleiðingarnar eru mönnunarvandi og óánægja starfsfólks, sem á erfitt að ná endum saman og það veldur svo vanda fyrir foreldra bæjarins og atvinnulíf. Aukið jafnrétti er hagur allra, það er mín hugsjón og lífssýn. Þannig mun ég alltaf beita mér í öllum málum. Græn svæði og umhverfisvernd er mér mjög hugleikið, ég vil sjá átak í orkuskiptum í bænum. Mikilvæg svæði mega ekki líða fyrir þéttingu byggðar, þótt ég sé mjög fylgjandi þéttingu.

Phoenix Jessica Ramos

5. sæti Píratar í Hafnarfirði

 

Bókari og með B.A. í Austur-Asíu fræðum

I am a 37 year old immigrant to Iceland from New York. I hold a BA from SUNY Albany in the US in East Asian Studies with a focus on Chinese language, history and politics and a minor in Spanish. I currently work as a Workplace Inspector for Efling Trade Union.

I am interested in creating a more democratic and equal society here in Iceland, for both Icelanders and immigrants. I am especially interested in improving the conditions in society for the least fortunate and improving human rights, especially in regards to fighting human trafficking here in Iceland.

I live in Hafnarfjörður with my husband, my two horses and our two dogs.

Ragnheiður Eiríksdóttir Bjarman

6. sæti Píratar í Hafnarfirði

f. 3. október 1971

Geðhjúkrunarfræðingur

Ég er 50 ára, bý í Hafnarfirði, starfandi geðhjúkrunarfræðingur, fjögurra barna amma og á sætasta geðhjúkrunarhund í heimi, hann Mosa sem mætir með mér í vinnuna á Kleppi. Ég læt andlega og líkamlega vellíðan fólks vera forgangsatriði og brenn fyrir samfélagslegu réttlæti. Ég stefni á sæti nr. sex á lista Pírata í Hafnarfirði.

Ég hef stutt Pírata síðan þeir byrjuðu að bjóða fram, án þess að vera virk en langar núna að styðja lista Pírata í Hafnarfirði og hafa áhrif á málefni sem varða velferð bæjarbúa.

Í nánustu framtíð vil ég sjá úrbætur í félagslegri þjónustu í Hafnarfirði – ég vil að bærinn okkar verði til fyrirmyndar og veiti bestu þjónustu sem kostur er á. Ég vil sjá bæjarstjórn sem setur metnað í að sinna þeim sem minnst mega sín. Einnig vil ég að íbúalýðræði verði stóraukið og gegnsæ vinnubrögð viðhöfð í bænum.

1. sæti Píratar í Hafnarfirði

f. 05. mars 1969

Lengst af þoldi ég ekki pólitík. Svo komu Píratar með sína frábæru grunnstefnu og hafa síðan verið óþreytandi í að pönkast í gömlu pólitíkinni. Ég er búinn að vera innanborðs síðan 2016 og þetta eru mínar aðrar sveitarstjórnarkosningar. Ég er í Pírötum því fyrir mig er ekkert annað í boði
Ég er alinn upp kringum búskap og smábátaútgerð en hef árum saman starfað í einstakri blöndu vísindalegs og menningarlegs umhverfis þar sem mikið er um samskipti við allskonar fólk á öllum aldri. Í þessu síbreytilega umhverfi er sífellt aflað nýrrar þekkingar og krafist er faglegra vinnubragða í einu og öllu. Ég tel þetta góðan grunn fyrir setu í sveitarstjórn.
Umhverfis og skipulagsmál eru mikilvægustu mál samtímans. Skipulag byggðar og allra innviða skal vinna í opnu og gagnsæju ferli sem tryggi aðkomu almennings, og með sjálfbærni og hringrásarhagkerfi að leiðarljósi. Þarfir fólks skulu uppfylltar, þjónusta vera aðgengileg og tómstundastarf standa öllum til boða. Unnið skal að orkuskiptum og undirbúningi Borgarlínu.
Hönnunar- lista- og handverksbær sem laðar til sín íbúa og ferðafólk með fjölbreytni og frábærum almenningssamgöngum. Víkinga- siglinga- og rafíþróttabær sem styður af kostgæfni við allt íþrótta og tómstundastarf. Vísinda- þekkingar- og nýsköpunarbær. Bær sem passar upp á íbúa sína og tekst á við áskoranir sem mæta þeim, ungum sem öldnum, heilbrigðum sem lösnum, hvort sem er á líkama eða sál. Skemmtilegur bær fyrir okkur öll þar sem eftirsóknarvert er að búa.
2. sæti Píratar í Hafnarfirði

f. 19. febrúar 1984

Ég hef alla tíð haft brennandi áhuga á réttlætismálum og fann farveg fyrir þennan áhuga hjá Pírötum. Með því að starfa fyrir Pírata get ég unnið að auknu aðgengi fólks að málum sem varða þau sjálf og verið málsvari fólks sem ekki treystir sér í þennan slag.
Ég vil koma á virku íbúalýðræði og auka aðgengi bæjarbúa að bæjarmálum og málum sem varða þau sjálf. Ég vil skýra stefnu í málefnum ungmenna, bæta forvarnir og inngrip vegna áhættuhegðunar og efla aðgengi að fjölbreyttum tómstundum ungmenna í heimabyggð. Ég vil vinna að fjölskylduvænu sveitarfélagi til dæmis með því að: auka aðgengi að leikskólum, bjóða upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólum og endurskoða og efla frístundastyrki.

Hægt er að millifæra frjáls fjárframlög til Pírata í Hafnarfirði á reikningsnúmer: 133-15-1663, kennitala: 510316-1340. Öll framlög frá einstaklingum eru vel þegin.

Hafnarfjörður Policy Agenda / Program wyborczy

X
X
X