Píratar XP

Heiðarleg stjórnmál

Kópavogur

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Í störfum sínum sem bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi leggur hún höfuðáherslu á að gæta að áhrifum allrar ákvarðanatöku á loftslagið, auka íbúasamráð og gegnsæi ásamt því að standa vörð um mannréttindi og persónuvernd.

Indriði Ingi Stefánsson

Ég vil aukið lýðræði gegnsæi en fyrst og fremst að ákvarðanir séu alltaf teknar á bestu mögulegu gögnum og íbúum sem mest til gagns og til að standa vörð um mannréttindi

Eva Sjöfn Helgadóttir

3. sæti Píratar í Kópavogi

Matthías Hjartarson

4. sæti Píratar í Kópavogi

Margrét Ásta Arnarsdóttir

5. sæti Píratar í Kópavogi

Árni Pétur Árnason

6. sæti Píratar í Kópavogi

Fréttir

Sample post title 0

Sample post no 0 excerpt.

Sample post title 1

Sample post no 1 excerpt.

Sample post title 2

Sample post no 2 excerpt.

Dagskrá

Enginn viðburður á dagskrá

Áherslumál Pírata í Kópavogi

Dýravelferðarstefna

Píratar ætla að tryggja velferð gæludýra, villtra dýra og verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Dýr og dýraunnendur eru verðmætur hluti af samfélaginu og eiga að njóta þjónustu og virðingar í takt við það. Bjóðum upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og hugum að þörfum dýra og dýraeigenda strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun.

Barnastefna

Stuðlum að betra samfélagi fyrir börn þar sem þarfir þeirra eru í öndvegi. Stuðlum að snemmtækri íhlutun með því að vera með fjölbreyttar fagstéttir innan veggja leik- og grunnskóla bæjarins. Valdeflum börn svo þau fái tækifæri til að verða öflugir lýðræðisborgarar með sterka samfélagsvitund, víðsýni og gagnrýna hugsun.

Mannréttinda- og velferðarstefna

Vinnum gegn margþættri mismunun, ofbeldi, jaðarsetningu, einangrun og einmanaleika. Tryggjum algilda hönnun og aðgengi allra að þjónustu sveitarfélagsins, réttindi mega ekki vera falin á bak við aðgengishindranir. Stöndum vörð um lýðræði og samráð: Ekkert um okkur án okkar.

Umhverfis-, skipulags- og samgöngustefna

Loftslagsbaráttan er mest knýjandi viðfangsefni okkar tíma. Tryggjum jafnrétti milli komandi kynslóða og verum meðvituð um áhrif á loftslagið í allri ákvarðanatöku. Píratar vilja að þú hafir raunverulegt val um hvernig þú kemst leiða þinna og leggja áherslu á græn svæði og heilnæmt umhverfi. Bíllaus lífsstíll á ekki að vera jaðarsport!

Lýðræðis-, nýsköpunar- og menningarstefna

Píratar standa fyrir virkt aðhald gegn spillingu og leggja lykiláherslu á fagleg, lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð. Komum á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa og leitum fjölbreyttra leiða til að styðja við þátttöku íbúa á öllum aldri í ákvarðanatöku. Minnkum vesen, sóun og mengun með notendamiðaðri, stafrænni og aðgengilegri þjónustu.

3. sæti Píratar í Kópavogi

f. 4. ágúst 1987

Matthías Hjartarson

4. sæti Píratar í Kópavogi

f. 26.02.1986

Matthías Hjartarson heiti ég og er 36 ára fjölskyldu faðir. Ég bý á kársnesinu með eiginkonu minni, þremur börnum og hundi. Ég er hátækniverkfræðingur og starfa við sjálfvirknivæðingu í framleiðsluiðnaði.
 
Velferð dýra er mér hjartans mál og tel ég að margt megi bæta til þess að fólk og dýr getið lifað í sátt í bænum okkar. Til dæmis gætu hundagerði í göngufæri bætt lífsgæði loðbarnana okkar til muna. Í bænum býr svo mikill fjöldi hesta sem íbúabyggð hefur þrengt að í gegnum árin. Tryggja þarf að nægt svæði sem og öruggar reiðleiðir fyrir hesta og knapa séu til staðar . Eins mætti tryggja það að skráningargjöld fyrir gæludýr skiluðu sér óskipt til þess að borga þjónustu við dýr í bænum.
 
Með Pírata í bæjarstjórn sé ég fyrir mér sáttara samfélag þar sem hlustað er á fólk og tillit tekið til athugasemda bæjarbúa. Bæ þar sem öllum er veittur jafn aðgangur að þjónustu, leik og starfi. Samfélag þar sem öll sem upplifa á sér brotið er hjálpað að leita réttar síns.
 

Margrét Ásta Arnarsdóttir

5. sæti Píratar í Kópavogi

f. 08.08.1990

Margrét Ásta heiti ég Arnarsdóttir og er mikill réttlætissinni með áhuga á listum og menningu. Ég er með langa áfallasögu og nokkrar greiningar að baki og þ.a.l. með reynslu af því að þurfa að leita stuðnings og aðstoðar frá kerfinu.
 
Ég vil taka þátt í að skapa sanngjarnt og hamingjuríkt samfélag þar sem allir eru jafnir og enginn er út undan. Þar sem stuðningur er veittur -hvort sem það er andlegur, félagslegur eða fjárhagslegur- þar sem við á svo að fólk hafi tækifæri til að standa aftur í lappirnar eftir að hafa lent í hremmingum lífsins.
 
Samfélag þar sem allir komast leiðar sinnar hvort sem það kýs að vera fótgangandi eða á bíl og samfélag þar sem allir geta auðveldlega komist í tæri við náttúruna.
 

Árni Pétur Árnason

6. sæti Píratar í Kópavogi

f. 02.01.2002

1. sæti Píratar í Kópavogi

f. 18.11.1986

2. sæti Píratar í Kópavogi

f. 22.12.1977

Ég vil aukið lýðræði gegnsæi en fyrst og fremst að ákvarðanir séu alltaf teknar á bestu mögulegu gögnum og íbúum sem mest til gagns og til að standa vörð um mannréttindi
Ég er forritari með mikla reynslu af að greina og leysa vandamál. Hef reynslu af nefndarstörfi og Alþingi sem nýtist vel.
Ég vil leggja áherslu á gagnsæi og skilvirka stjórnsýslu. Umhverfis og loftslagsmál þmt efla samgöngumáta Og síðast en ekki síst að valdefla bæjarbúa koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa.
Við verðum að leggja áherslu á að samfélagið sé samkeppnisfært um fólk og að öll eigi kost á húsnæði og að við börnin okkar fái notið góðra lífskjara í framtíðinni

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús, hlusta á áhyggjur bæjarbúa og takast á...

Brostin og endurnýtt loforð

Nú keppast framboð við að kynna loforðalista sína fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Þar má finna fullt af fögrum fyrirheitum – en er eitthvað að marka þau?...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til baka og gera upp kosningaframkvæmdina fram að...

Þetta reddast

Þetta orðatiltæki okkar Íslendinga er eitthvað sem útlendingar eiga mjög erfitt með að skilja og hvað þá umbera. Sérstaklega þegar við notum það til...
X
X
X