Enginn viðburður á dagskrá
Heiðarleg stjórnmál
Kópavogur
Dagskrá
Áherslumál Pírata í Kópavogi
3. sæti Píratar í Kópavogi
f. 4. ágúst 1987
Matthías Hjartarson
4. sæti Píratar í Kópavogi
f. 26.02.1986
Matthías Hjartarson heiti ég og er 36 ára fjölskyldu faðir. Ég bý á kársnesinu með eiginkonu minni, þremur börnum og hundi. Ég er hátækniverkfræðingur og starfa við sjálfvirknivæðingu í framleiðsluiðnaði.
Velferð dýra er mér hjartans mál og tel ég að margt megi bæta til þess að fólk og dýr getið lifað í sátt í bænum okkar. Til dæmis gætu hundagerði í göngufæri bætt lífsgæði loðbarnana okkar til muna. Í bænum býr svo mikill fjöldi hesta sem íbúabyggð hefur þrengt að í gegnum árin. Tryggja þarf að nægt svæði sem og öruggar reiðleiðir fyrir hesta og knapa séu til staðar . Eins mætti tryggja það að skráningargjöld fyrir gæludýr skiluðu sér óskipt til þess að borga þjónustu við dýr í bænum.
Með Pírata í bæjarstjórn sé ég fyrir mér sáttara samfélag þar sem hlustað er á fólk og tillit tekið til athugasemda bæjarbúa. Bæ þar sem öllum er veittur jafn aðgangur að þjónustu, leik og starfi. Samfélag þar sem öll sem upplifa á sér brotið er hjálpað að leita réttar síns.
Margrét Ásta Arnarsdóttir
5. sæti Píratar í Kópavogi
f. 08.08.1990
Margrét Ásta heiti ég Arnarsdóttir og er mikill réttlætissinni með áhuga á listum og menningu. Ég er með langa áfallasögu og nokkrar greiningar að baki og þ.a.l. með reynslu af því að þurfa að leita stuðnings og aðstoðar frá kerfinu.
Ég vil taka þátt í að skapa sanngjarnt og hamingjuríkt samfélag þar sem allir eru jafnir og enginn er út undan. Þar sem stuðningur er veittur -hvort sem það er andlegur, félagslegur eða fjárhagslegur- þar sem við á svo að fólk hafi tækifæri til að standa aftur í lappirnar eftir að hafa lent í hremmingum lífsins.
Samfélag þar sem allir komast leiðar sinnar hvort sem það kýs að vera fótgangandi eða á bíl og samfélag þar sem allir geta auðveldlega komist í tæri við náttúruna.
1. sæti Píratar í Kópavogi
f. 18.11.1986
2. sæti Píratar í Kópavogi
f. 22.12.1977
Ég vil aukið lýðræði gegnsæi en fyrst og fremst að ákvarðanir séu alltaf teknar á bestu mögulegu gögnum og íbúum sem mest til gagns og til að standa vörð um mannréttindi
Ég er forritari með mikla reynslu af að greina og leysa vandamál. Hef reynslu af nefndarstörfi og Alþingi sem nýtist vel.
Ég vil leggja áherslu á gagnsæi og skilvirka stjórnsýslu. Umhverfis og loftslagsmál þmt efla samgöngumáta Og síðast en ekki síst að valdefla bæjarbúa koma á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa.
Við verðum að leggja áherslu á að samfélagið sé samkeppnisfært um fólk og að öll eigi kost á húsnæði og að við börnin okkar fái notið góðra lífskjara í framtíðinni