Þetta er vefkosningasíða Pírata þar sem við kjósum um stefnumál og önnur kosningamál innan flokksins. X táknar einmitt að x-a við sína sannfæringu í hverju máli fyrir sig. Þegar þú kemur á kosningavefinn í fyrsta skipti getur þú flett í gegnum öll stefnumálin og séð hvað Píratar hafa verið að bralla. Til að greiða atkvæði í vefkosningu þarft þú að skrá þig inn í kerfið. Við nýskráningu þarft þú Íslykil sem fæst frítt hjá Þjóðskrá.

Endilega komdu við á x.piratar.is og taktu þátt í lýðræðislegri stefnumótun Pírata.