Hið fræga Pírataspjall er vefsíða á Facebook þar sem hinir og þessir, bæði píratar og aðrir geta spjallað saman um allt sem fólki dettur í hug. Þar geta allir sem vilja gert athugasemdir við færslur annarra og er vettvangurinn svo frjáls á tíðum að mörgum hefur þótt nóg um. Pírataspjallinu er stýrt þannig að þeir sem eru með óviðeigandi áreiti, dónaskap, spamm eða fara út fyrir velsæmismörk eru ávíttir, en ef það dugar ekki er þeim hent út af spjallinu. Reglur spjallsins eru hér. Að öðru leyti er Pírataspjallið óformlegur vettvangur og skoðanir þær sem á spjallinu birtast þurfa hvorki né eru tengdar formlegri stefnu Pírata.

Kíktu á Pírataspjallið.