Almennir píratafundir eru annarsvegar félagsfundir og hinsvegar málefnafundir. Einnig halda píratar árlegan Aðalfund og framkvæmdaráð, stjórnir aðildafélaga, starfshópar og málefnahópar halda stjórnarfundi og vinnufundi. Fundir eru almennt opnir öllum.

Allir Píratar geta boðað til félagsfunda og/eða málefnafunda.
Til að bóka Tortuga, félagsheimili Pírata og fá aðstoð framkvæmdastjóra við fundarboðun sendið tölvupóst á tortuga@piratar.is

Hvernig auglýsa skal félagsfund eða málefnafund.

Ef um félagsfund er að ræða (auglýstur með viku fyrirvara) þá þarf að auglýsa fundinn á þrem stöðum:

1) í tölvupósti til allra Pírata

2) í viðburðadagagalinu á vefsíðu Pírata og

3) á FB síðu píratapartísins sem er með viðburðayfirlit.

Gott er að deila viðburðinum af FB-píratasíðunni inn á Pírataspjallið og masið til að fá sem mesta kynningu og umfjöllun. Allir stærri viðburðir eru einnig auglýstir á forsíðu piratar.is

Ef um málefnafund er að ræða er þarf ekki að senda tölvupóst til allra Pírata, en í sumum tilfellum er æskilegt að auglýsa í prentmiðlum og með fréttatilkynningum á fréttastofur.

Til að taka frá fundartíma í Tortuga eða tilkynna fund sem á að birtast á viðburðadagatalinu er best að senda tölvupóst á tortuga@piratar.is. Ef um félagsfund er að ræða er hægt að óska í leiðinni eftir að tilkynning verði send á félagatal pírata.

Fundarsköp Pírata