Öryggisventill er hugbúnaður úr hugsmiðju Pírata sem veitir einfalda og örugga leið til undirskriftasafnana gegn þingmálum sem lögð hafa verið fram á yfirstandandi þingi Alþingis. Markmiðið er að mæla óánægju meðal þjóðarinnar með þau þingmál sem reynast umdeild í samfélaginu. Verkefnið er liður í baráttu Pírata fyrir lýðræðisvæðingu á Íslandi.

Kíktu á Öryggisventilinn