Í lögum Pírata segir í grein 5.8. Fundarsköp allra reglulegra ráða og nefnda á vegum Pírata skulu skilgreind og aðgengileg félagsmönnum. Liggi ekki fyrir skilgreind fundarsköp á fundi Pírata skal stuðst við Robert’s Rules of Order.

Hægt er að styðjast við eftirfarandi fundarsköp á öllum fundum Pírata.

ALMENNAR REGLUR UM FUNDARSKÖP

 

 1. Fundarstjórn:
  • Í upphafi hvers fundar skal kosinn fundarstjóri, sem stýrir fundarsköpum í samræmi við þær reglur sem hér fylgja. Þeir aðilar sem standa fyrir fundi eða kölluðu til hans skulu hafa umsjón með kosningu fundarstjóra.
  • Fundarstjóri skal kjörinn úr hópi fundarmanna með einfaldri meirihlutakosningu þeirra á meðal, en ef fleiri en tveir eru í framboði skal sá vera fundarstjóri sem fær flest atkvæði.
   Fundarstjóri er heimilt standa fyrir kosningu varafundarstjóra með sama hætti, ef hann telur þess þörf. Varafundarstjóri tekur að sér starf og skyldur fundarstjóra ef fundarstjóri er ekki til staðar eða ef hann víkur frá.

   • Fundarstjóri hefur heimild til, ef hann telur þess þörf, að skipa ritara eða talningarmenn sér til aðstoðar.
  • Fundarstjóri skal gæta hlutleysis í hvívetna. Vilji fundarstjóri taka þátt í umræðum umfram það sem fundarstjórastaða krefur hann, skal hann víkja sæti og skal varafundarstjóri stýra fundi á meðan.
  • Í þeim tilvikum þar sem talin er þörf, eða skylt sé að halda fundargerð, skal fundarstjóri bera ábyrgð á því að hún sé rituð.

 

 1. Umræður:
  • Hver sem sækir fund og vill taka til máls skal óska heimildar fundarstjóra samkvæmt þeim tilmælum sem fundarstjóri gefur hverju sinni og skal sá aðili þá settur á mælendaskrá.
  • Fundarstjóri skal halda utan um mælendaskrá og ber honum að fylgja henni eins og kostur er.
   • Fundarstjóra er heimilt að takmarka ræðutíma fundarmanna um hvern dagskrárlið. Fundarmönnum ber að fylgja tilmælum fundarstjóra eftir fremsta megni. Fundarstjóra er einnig heimilt að takmarka enn frekar ræðutíma hvers fundarmanns ef hann sér fram á að umræður dragist úr hófi með tilliti til dagskrá fundarins.
  • Telji fundarstjóri að umræða sé að dragast óhóflega, getur hann ákveðið að tilkynna að hann hyggist loka mælendaskránni.
   • Þegar fundarstjóri tilkynnir um lokun mælendaskrár, skal hann einnig gera fundarmönnum ljóst að um sé að ræða síðasta tækifæri til þess að skrá sig á mælendaskrá og gefa fundarmönnum hæfilegan tíma til að skrá sig á mælendaskrá. Að því loknu tekur fundarstjóri ekki við fleirum á mælendaskrá.

 

 1. Tillögur og atkvæðagreiðslur á félagsfundum og öðrum opnum fundum:
  • Allir fundarmenn hafa tillögurétt á fundum félagsins.
  • Tillögur skulu vera skýrar og skal fundarstjóri ganga úr skugga um að þær hafi verið nægilega útlistaðar fyrir fundarmenn svo unnt sé að kjósa um þær.
  • Efnislegar tillögur skulu forgangsflokkaðar með eftirfarandi hætti:

1) Breytingartillaga

2) Viðaukatillaga

3) Aðaltillaga

 • Aðaltillaga er sú tillaga sem unnið er út frá hverju sinni, sé slík tillaga til staðar. Þegar kosningum um aðrar tillögur er lokið, skal kosið um aðaltillögu.
  • Breytingartillaga er tillaga um breytingar á aðaltillögu. Skal kosið um allar breytingartillögur áður en kosið er um aðaltillögur. Fyrstar skulu ganga þær breytingartillögur sem ganga lengst, en síðast skal kjósa um þær sem ganga styst.
  • Viðaukatillögur eru þær tillögur sem breyta ekki efnisatriðum í aðaltillögu, en gætu talist til viðbótar við þær. Skulu viðaukatillögur afgreiddar næstar á eftir breytingartillögum. Ef breytingartillaga kemur við viðaukatillögu, skal viðaukatillagan teljast sem aðaltillaga gagnvart breytingartillögunni þar til leyst hefur verið úr kosningu um breytingartillöguna.
 • Aðrar tillögur en þær sem snúa að efni fundarins, það eru þær tillögur sem t.d snúa að framkvæmd fundar eða dagskrá hans, skulu afgreiddar eins fljótt og unnt er.
  • Fundarstjóri skal ganga úr skugga um að tillögur fái úrlausn á fundinum en úreldist ekki og komist því ekki til atkvæðagreiðslu.

 

 1. Um atkvæðagreiðslur:
  • Atkvæðagreiðslur skulu almennt ráðast á einföldum meirihluta. Ef atkvæði eru jöfn telst tillaga fallin.
   • Undantekningar eru eftirfarandi, skv. tæmandi talningu:
   • Tillögur um að taka mál á dagskrá þurfa samþykki 2/3 hluta fundarmanna.
   • Tillögur um slit umræðna og að taka tillögu þá þegar til atkvæðagreiðslu þurfa samþykki 2/3 hluta fundarmanna.
   • Ef lög Pírata eða hlutaðeigandi aðildarfélaga segja annað.
  • Framkvæmd kosninga skal fara eftir lögum Pírata, en ef þeim sleppir skal fundarstjóri ákveða framkvæmd kosninga.

 

 1. Áfrýjanir:
  • Ef fundarmaður er véfengir ákvörðun fundarstjóra, getur hann með stuðningi eins fundarmanns krafist þess að ákvörðun fundarstjóra verði lögð fyrir fundinn til atkvæðagreiðslu. Ákvarðanir sem falla hér undir eru ákvarðanir sem lúta að fundarsköpum, en ekki ákvarðanir sem snúa að skipun ritara eða talningarmanna.

 

 1. Frávik frá fundarsköpum:
  • Fundarmönnum er heimilt að kjósa um frávik frá fundarsköpum þessum. Skulu slíkar tillögur lagðar fyrir fundinn samkvæmt þessum fundarsköpum og skulu afgreiddar undan öllum öðrum, ef frá er talin skipan fundarstjóra.