Betra Ísland er samráðsvefur fyrir Íslendinga. Tilgangur hans er að tengja saman almenning og þingmenn. Hver sem er getur skráð sig á vefinn og tekið þátt í að kjósa með eða á móti hinum ýmsu hugmyndum og tillögum sem þar er að finna og tjáð sig um málefnið. Einnig er hægt að skrá inn eigin hugmynd og koma henni í kosningu. Á betraisland.is er einnig hægt að sjá aðra álíka hugmyndavefi fyrir sveitarfélög og hver sem er getur startað kosningavef fyrir sitt svæði eða sitt áhugamál. Þetta er öflugt tól fyrir alla sem vilja stuðla að auknu lýðræði í landinu. Píratar hafa samþykkt að öll málefni sem fá yfir 100 jákvæði atkvæði á Betra Ísland verða sjálfkrafa að stefnu flokkins.

Kíktu á Betra Ísland, www.betraisland.is.