Píratar aðhyllast afglæpavæðingu vímuefnaneyslu á þeim forsendum að núverandi stefna, sem er stundum kölluð refsistefnan, geri beinlínis meira ógagn en gagn. Óháð skaðsemi vímuefna er ljóst að sú aðferðafræði að refsa neytendum dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum vímuefnamisnotkunar.

Píratar vilja leitast við að hjálpa þeim sem eiga við vímuefnavanda að stríða á mannúðlegan hátt. Í stað þess að beina fíklum inn í dómskerfið viljum við taka þá inn í heilbrigðiskerfið, hjálpa þeim að takast á við fíknina og að verða aftur heilbrigðir þátttakendur í samfélaginu.

Píratar líta á fíkn sem heilbrigðisvandamál sem beri að leysa sem heilbrigðisvandamál frekar en með ofsóknum á hendur þeim sem eiga við stærstu vandamálin að stríða.

Hugmyndir Pírata um mannúðlega vímuefnastefnu

Tengt efni

Greinargerð um afglæpavæðingu fíkniefna á skodun.is

Fyrirlestur Prófessors David Nutt um skaðsemi vímuefna sem haldinn var á vegum Snarrótarinnar í HÍ árið 2014.

Niðurstöður prófessors David Nutt um skaðsemi vímuefna úr rannsókn sem birt var í The Lancet

Niðurstöður vísindagreinar David Nutt sem birt var í The Lancet

Mynd:Tesseract2 – “Scoring drugs”, The Economist, data from “Drug harms in the UK: a multi-criteria decision analysis”, by David Nutt, Leslie King and Lawrence Phillips, on behalf of the Independent Scientific Committee on Drugs. The Lancet. 2010 Nov 6;376(9752):1558-65. doi:10.1016/S0140-6736(10)61462-6 PMID:21036393, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=17243892