Skip to main content

Um vefinn

Þessi vefur er alfarið byggður af sjálfboðaliðum. Helstu launin sem sjálfboðaliðarnir vonast til að sjá fyrir vinnuframlagið er bætt samfélag. Til þess að ná því markmiði er mikilvægt að Píratar séu með góðan vettvang til að miðla upplýsingum og er vonin sú að þessi vefur hjálpi Pírötum að fræða, bæta og kæta.

Neðst á síðunni má finna lista yfir þá sem komu að verkefninu. Kærar þakkir til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg!


Gerum það saman!

Ábendingar og efni á vefinn svo sem fréttir, myndir, fundargerðir, fundarboð og bókanir á húsnæðinu sendist á tortuga@piratar.is

Vefhópurinn tilheyrir fjölmiðlunarhóp og starfar í umboði framkvæmdaráðs að því að búa til vef-umgjörð svo hinar mismunandi einingar flokksins geti birt og miðlað upplýsingum um starfið.

Framkvæmdaráð, stjórnir aðildarfélaga, kjördæmisráð, vinnuhópar, þingfólk og aðrir bera ábyrgð á uppfærslu á eigin upplýsingum og geta leitað til vefhóps/webeditors með aðgang eða aðstoð við uppfærslur.

Eftirtaldir geta aðstoðað við efnisinnsetningu: Þórlaug Ágústsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Halldór Auðar Svans, Þórgnýr Thoroddsen, Nói Kristjánsson & Andrés Valgarðsson (Rvk), Halldór Arason, Gunnar Ómarsson (NA), Garðar Valur (A), Eysteinn, Sólmundur (ungir), Halla Kolbeinsdóttir, úrskurðarnefnd, starfsmaður þingflokks, ritari þingflokks, framkvæmdaráð; Elín, Rannveig, Sunna Rós, Eiríkur Rafn og fleiri.

Vantar þig aðgang til að uppfæra?
Sendu póst á tortuga@piratar.is eða talaðu við Þórlaugu


Endurgerð Píratavefsins 2015-2016

Ferlið

Yfirlit

 • Þarfagreining – vinna hófst sumarið 2014
 • Úrvinnsla gagna – veturinn 2014/2015
 • Aðalaðgerðir (Top tasks & Customer Carewords) – kynntar vorið 2015
 • Veftré – vor 2015
 • Wireframe – haust 2015
 • Hönnun – vetur 2016
 • Sidetrack: nýr hönnunarstaðall – vetur 2016
 • Textavinnsla og textavinnuteymi – vetur 2016
 • Uppsetning á hýsingarumhverfi og CMS (WordPress) – vor 2016
 • Vefun (desktop) – vor/sumar 2016
 • Forritun  – vor/sumar 2016
 • Efnisinnsetning – sumar 2016
 • Prófarkalestur/efnisyfirferð – sumar 2016
 • Vefun (responsive fyrir mobile) – sumar 2016
 • Notendaprófanir – ekki lokið
 • Lagfæringar – ekki lokið
 • Launch – 19. júlí
 • Áframhaldandi þróun á efni og vefun – ongoing

Þarfagreining

Helstu áherslur þarfagreiningar:

 • Aðalaðgerðir notenda og orðalag
 • Markhópar
 • Efni á vef (ná utan um allt efni sem þarf að vera á vefnum)

Niðurstöður þarfagreiningar voru kynntar á framfarafundi 18/04/16

Aðalaðgerðir

Kenningin er sú að af öllum þeim notendum sem heimsækja vefinn eru flest allir að leita að sömu 5 hlutunum. Aðferðafræði Gerry McGovern var notuð til að finna þessar topp 5 aðgerðir. Einnig var leitast við að sjá hvaða orðalag er skiljanlegast fyrir sem flesta notendur, og reynt að taka mið af því af bestu getu fyrir veftré og er því mikilvægt að þegar vefurinn er kominn í loftið að ekki sé verið að breyta nöfnunum á tenglum í aðalvalmynd.

Aðalaðgerðir:

 • Grunngildi Pírata (orð: Gegnsæi, Virkt lýðræði, Gagnrýnin hugsun, Beint lýðræði, Píratakóðinn)
 • Hvernig tek ég þátt (orð: Ganga í Pírata, Skráning í flokkinn, Grasrót)
 • Þingmál Pírata (orð: Framgangur baráttumála á þingi, Píratar á Alþingi, Þingflokkur, Þingmenn, Þingmenn tjá sig)
 • Stefnuskrá (orð: Stefnumál)
 • Um Pírata (orð: Hverjir eru Píratar?, Ferilskrár Pírata)

Markhópar

Þessari vinnu er í raun ekki almennilega lokið, en lausleg markhópagreining fyrir vef:

Flokkur A – mikilvægast

 • Almenningur (ísl)
 • Grasrót (+ innri vefur)
 • Píratavinir (Áhugasamir um Pírata, deila efni en eru ekki í grasrót)

Flokkur B

 • Almenningur (en)
 • Fjölmiðlar
 • Píratar á þingi og í borgar/bæjarstjórnum (innri vefur)
 • Píratar í nefndum (innri vefur)

Efni á vef

Það er mikið efni sem þarf að vera á vef Pírata og þjónar efnið mörgum mismunandi hópum. Þarfagreiningarferlið var mjög gagnlegt í því að ná utan um allt efni sem þarf að koma fram á vefnum, en sennilega vantar eitthvað – því verður bætt við þegar það dúkkar upp. Veftrésstrúktúr reynir að gera ráð fyrir öllu efninu, sem og vexti í starfsemi Pírata sem kallar þá á viðbætur við vefinn.

Vinnuskjöl

Sjálfboðaliðar

Verkefnastjórn, þarfagreining og upplýsingahönnun

Vefun

Hönnun

Textaskrif og prófarkalestur

 • Olga Margrét Cilia
 • Albert Svan
 • Elsa Kristjánsdóttir
 • Kristín Elfa Guðnadóttir
 • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • Hákon Helgi Leifsson

Kerfisstjórn

 • Björn Þór Jóhannesson

Ráðgjöf og önnur aðstoð

 • Bergþór Heimir Þórðarson
 • Þórlaug Ágústsdóttir
 • Ari Kolbeinsson
 • Ásgeir Ásgeirsson (Geirix)
 • Davið Halldór Lúðvíksson
 • Jón Ragnarson
 • Már Örlygsson
 • ofl.

Efnisinnsetning

neðangreindir settu og setja inn efni á Píratavefinn.

Tekið er við efni til innsetningar s.s. fréttir, funargerðir, tilkynningar um fundarboð og bókanir á húsnæðinu í gegnum netfangið tortuga@piratar.is

 • Þórlaug Ágústsdóttir
 • Elsa Kristjánsdóttir
 • Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir
 • Elín Ýr Arnardóttir
 • Trúnaðarráð
 • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • Halldór Auðar Svans
 • Nói Kristjánsson
 • Halla Kolbeinsdóttir
 • Albert Svan (Píratafræðarinn)

 

TAKK!