Hópur fólks á félagsfundi í Tortuga samþykkir atriði á fundi með reistum höndum Félagsfundur Pírata í Tortuga – 2016 ©Geirix

Stefnumótun Pírata fer fram í málefnastarfi grasrótar flokksins.

Allir Píratar geta tekið þátt í mótun stefnumála með því að mæta á málefnafundi og taka virkan þátt í umræðum á vefsvæðum Pírata.

Þegar tillaga að nýrri stefnu hefur verið mótuð í málefnastarfinu er hún borin upp til umræðu og atkvæðagreiðslu á félagsfundi þar sem eru greidd atkvæði um hvort ný tillaga að stefnu eigi að fara til afgreiðslu í kosningakerfi Pírata.

Ef það er samþykkt er tillaga að stefnu færð inn í rafræna kosningakerfið til kynningar og þá næst atkvæðagreiðslu þar sem allir félagar í Pírötum greiða atkvæði um hvort tillagan eigi að verða að opinberri stefnu Pírata.

Nái tillagan samþykki í rafrænni kosningu meðal allra Pírata telst hún opinber stefna flokksins og kjörnir fulltrúar Pírata fá það verkefni að fylgja henni eftir á viðeigandi vettvangi.

Samþykktar stefnur eru að finna í kosningakerfi Pírata, en hægt er að nálgast yfirlit yfir þær stefnur hér á vefnum undir Stefna/Stefnumál.