Fjólublá blómPírötur er að stofni til facebookhópur sem er ætlaður konum innan flokksins sem „vettvangur fyrir píratakonur til að spjalla um allt milli fjalls og fjöru“ eins og segir í upphafsinnleggi.

Hópurinn var stofnaður af Kristínu Elfu Guðnadóttur þann 19. mars 2015. Þennan dag árið 1911 var Alþjóðadagur kvenna haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn, til minningar um loforð konungs Prússa þann dag byltingarárið 1848 um að konur fengju að kjósa, en loforðið var svikið. Sama ár, 1911, var kallað „kvenréttindaárið mikla“ hér heima á Íslandi.

Núorðið þekkjum við líklega flest betur dagsetninguna 8. mars, þar sem Aþjóðadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur þann dag frá árinu 1913. Á Íslandi höldum við svo hátíðlegan sérstakan kvenréttindadag 19. júní, til minningar um að þann dag árið 1915 fengu íslenskar konur eldri en fertugar kosningarrétt. Það tók fimm ár í viðbót að fá full réttindi á þessu sviði til jafns við karla.

En áfram með söguna. Eftir stofnun facebookhópsins kom fljótlega upp áhugi á að hittast og ræða saman í kjötheimum, ekki bara á facebook, og við bættust fundir á kaffihúsum, heimahúsum og í Tortuga. Ólíkt mörgum undirhópum Pírata þá er þessi hópur fyrst og fremst hugsaður sem samræðuvettvangur fyrir konurnar innan flokksins. Til að kynnast betur og vinna saman, gefa hver annarri styrk og stuðning í starfi Pírata. Það hefur sýnt sig í stjórnmálastarfi hérlendis sem erlendis að konur taka síður þátt og tala oft um að þær finni sig ekki í flokkapólitík. Pírötur eru vettvangur þar sem reynt er að vinna gegn þessari upplifun og skapa aðra, nýja og betri. Fundir eru óreglulegir og fara eftir tíma og áhuga meðlima hverju sinni. Hópurinn er lokaður en allar konur í Pírötum eru velkomnar, og Pírötur eru jafnframt sjálfar duglegar að bæta nýjum konum í hópinn.

https://www.facebook.com/groups/1621282808106049/