Í grasrót Pírata er unnið öflugt málefnastarf. Þar getur hver sem er getur mætt á málefnafund eða boðað til málefnafundar. Málefnafundir eru öllum opnir og eru auglýstir á viðburðadagatalinu á vef Pírata og á Facebook síðu flokksins; Píratapartýið. Stærri málfundir eru einnig auglýstir í fjölmiðlum.

Mikið málefnastarf fer einnig fram vefnum á milli funda. Þar ber helst að nefna Masið, sem einnig er stundum kallað Fuglabjargið eða Discourse. Spjallað er saman og oft látið vita af viðburðum í hinum ýmsu spjallhópum á Facebook. Sem dæmi má nefna hópa eins og Pírataspjallið á Facebook, Píratar: borgaralaun, Píratar: heilbrigðismál, Píratar: jafnréttismál, Píratar: umhverfismál og Píratar: utanríkis- og varnarmál.

Þegar málefnastarf er vel á veg komið er hægt að kalla saman félagsfund. Félagsfundir geta ákveðið að koma málefnum og tilbúnum stefnutillögum inn í vefkosningakerfi Pírata þar sem grasrótin greiði atkvæði hvort tillögur verða að stefnu Pírata eða ekki. Félagsfundir verða að fylgja samþykktum lögum og fundarsköpum Pírata.

Ýmsir málefnahópar eru starfandi hjá Pírötum á hverjum tíma. Formlegir málefnahópar eru með ábyrgðamann sem stýrir starfinu, en flestir málefnahópar eru óformlegir og samanstanda af þeim sem duglegastir eru í málefnastarfinu.