Hvernig tek ég þátt í Pírötum?

Skoðaðu sjálfboðaliðastarfið

Við leitum eftir allskonar fólki í allskonar sjálfboðaliðastörf, allt frá forritun í úthringingar í símaveri. Skoðaðu það sem er í boði og láttu okkur vita af þér ef þú vilt leggja þitt af mörkum í baráttunni fyrir betra samfélagi, fyrir öll.

Verum vinir

Ekkert stjórnmálaafl kemst af án nýliðunar og þess vegna kynnum við VERUM VINIR sem er vinakerfi (e. buddy system) Pírata. Við hvetjum þau sem hafa áhuga á að kynnast stjórnmálastarfi Pírata óháð öllum aldri til að skrá sig í vinakerfið. Þau fá svo úthlutað vin sem hefur reynslu innan Pírata. 

Nýliðafundir

Hefur þú áhuga á stjórnmálum? Vilt þú taka þátt í því að betrumbæta samfélagið? Eru Píratar að heilla þig með gagnsæi og öflugu lýðræði? En hvernig á að stíga fyrstu skrefin? Jú, með því að mæta á nýliðafund Pírata! Einhver reyndur Pírati mun leiða fundinn og svara spurningum nýliða. 

Taktu þátt í spjallinu

Mikið málefnastarf fer einnig fram vefnum á milli funda. Þar ber helst að nefna Spjallið á vef Pírata. Spjallið er umræðuvettvangur fyrir starf Pírata. Tilgangur Spjallsins er að vera opinber spjallvettvangur á vegum Pírata þar sem meðlimir geta spjallað um flokkinn, starf hans og stefnumál

Vertu með í lýðræðinu

Píratar starfa eftir beinu lýðræði. Hjá okkur er það grasrótin sem ræður. Allir Píratar geta tekið þátt í ákvarðanatöku í málum sem þá varða. Píratar hafa þróað eigið kosningakerfi í þeim tilgangi að tryggja lýðræðisleg vinnubrögð innan hreyfingarinnar.

Mótaðu með okkur stefnuna

Í grasrót Pírata er unnið öflugt málefnastarf og getur hver sem er mætt á málefnafund eða boðað til slíks fundar. Málefnafundir eru auglýstir á viðburðadagatalinu á vef Pírata og á Facebook síðu flokksins.