Píratar XP

Merki Nýja stjórnarskráin

Tögg: Nýja stjórnarskráin

Píratar ætla að efna loforðið um að íslenska þjóðin fái nýja stjórnarskrá. Við þurfum stjórnarskrá sem afnemur ríkjandi óvissu um valdmörk og ábyrgð valdhafa, festir nútímaleg mannréttindi í sessi, tryggir þjóðareign náttúruauðlinda og eflir lýðræði, umhverfisvernd og gagnsæja stjórnsýslu. Sú stjórnarskrá er nú þegar til, en hefur legið óhreyfð og safnað ryki í tæpan áratug vegna þess að æðstu valdhöfum landsins hefur ekki þótt nauðsynlegt að virða vilja þjóðarinnar.

X
X
X