Yfir­völd bera á­byrgðina

Lofts­lags­vandinn sprettur upp úr á­kvarðana­töku hins opin­bera. Styrkjum, fjár­festingum, skipu­lagi sam­fé­lagsins. Stjórn­völd bera stærstu á­byrgðina þó fram­lag ein­stak­linga geti haft mikil á­hrif. Það er ekki bara hvað yfir­völd á­kveða að gera sem skiptir máli heldur líka hvað þau á­kveða að gera ekki. Þegar tekin var á­kvörðun um að gera Reykja­vík að bíla­borg var í raun sam­hliða tekin á­kvörðun um að byggja ekki upp öflugar al­mennings­sam­göngur. Lofts­lags­vandinn sprettur upp úr á­kvarðana­töku hins opin­bera en það geta lausnir líka gert. Á fundi borgar­stjórnar á þriðju­dag var ný lofts­lags­á­ætlun Reykja­víkur­borgar kynnt.

Hér eru lagðar til lausnir eins og að fletta upp mal­biki og draga úr um­fangi ak­reina, að al­mennings­sam­göngur verði lausar við jarð­efna­elds­neyti 2025, að fjár­munir sem fara í vega­sam­göngur verði jafnaðir með fjár­munum fyrir inn­viði fyrir gangandi og hjólandi, að ný hverfi verði um­hverfis­vottuð, að rækta stóra lofts­lags­skóga, að endur­heimta um 60% af vot­lendi fyrir árið 2040 og síðast en ekki síst að líta inn á við og meta hvernig við getum styrkt stjórn­sýslu borgarinnar í lofts­lags­bar­áttunni með til­liti til á­byrgðar og fram­fylgd verk­efna. Þetta eru örfá dæmi.

Lofts­lags­vandinn er ekki til­viljunum háður. Hann var skapaður, með­vitað og ó­með­vitað. Hér er lofts­lags­á­ætlun sem snýst ein­mitt um að taka með­vitaða á­kvörðun um að koma okkur á réttan kjöl. Um meiri náttúru og minna mal­bik. Meiri borg fyrir fólk. Við ætlum ekki að sitja og bíða og vona að að­gerðirnar hitti í mark heldur mæla árangurinn ár­lega til þess að geta brugðist við ef á­standið sýnir að gefa þurfi í. Við setjum stefnuna hátt, öflum gagna, metum og endur­skoðum.

Verk­efnið er það flókið að við verðum að leysa það í sam­einingu með ný­sköpun og sam­vinnu. Í þessari nýju lofts­lags­á­ætlun voru mark­miðin mótuð eftir út­reikningum sér­fræðinga og hlustað var á óskir al­mennings um auknar að­gerðir. Al­menningur var fenginn að borðinu sem skilaði mörgum góðum til­lögum. Núna er það yfir­valda, okkar í borgar­stjórn, að fram­kvæma.

Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...