Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í Dýraþjónustu Reykjavíkur sem staðsett verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Með þessu erum við að bæta, einfalda og auka skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur. Þetta var ein af kosningaráherslum okkar Pírata sem rataði í meirihlutasáttmálann og verður nú að veruleika.

Hundahald loksins formlega leyft í Reykjavík

Samhliða verður hundahald loksins formlega leyft í Reykjavík en hingað til hefur það verið bannað með undanþágum. Hundagjöld verða lækkuð verulega, um allt að helming, og verða nú þau lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Ef skráningum fjölgar að einhverju marki er stefnt að enn frekari lækkun gjalda. Unnið verður að betra aðgengi að skráningum með því að gera þjónustuferilinn rafrænan. Með aukinni skráningu er hægt að þjónusta hundaeigendur markvissara eftir svæðum með meðal annars úrbótum á hundagerðum og fjölgun þeirra, sem jafnframt er verið að auka fjárfestingu í. Sveitarfélög hafa nefnilega ekki aðgang að þeim upplýsingum sem eru til staðar úr örmerkingum í eigu einkaaðila. Auk þess er hluti hundagjaldsins skyldutrygging sem er ódýrari í krafti fjöldans með þessu móti fyrir hvern og einn.

Málefni katta

Málefni katta verða um leið flutt frá Meindýraeftirlitinu enda ekki talið viðeigandi að mjúkar og góðar kisulórur flokkist sem meindýr í stjórnsýslu borgarinnar. Hundaeftirlitið verður lagt niður. Sveitarfélög bera lagaskyldur gagnvart dýrum og svona nýtast innviðir og þekking á dýrum enn betur, auk þess sem vilji er til þess að efla samstarf við dýravelferðarfélög.

40% borgarbúa eiga gæludýr

Talið er að um 40% borgarbúa í Reykjavík eigi gæludýr og þeim hefur fjölgað eftir að Covid-faraldurinn skall á. Dýr eru dýrmætur hluti af borgarsamfélaginu og gæludýr geta haft margvísleg jákvæð áhrif. Það er hreinlega hollt að eiga gæludýr, bæði líkamlega og andlega. Náin samskipti við dýr geta stutt við félagslegan þroska barna, minnkað streitu og bætt heilsufar bæði líkamlegt og andlegt. Við viljum leggja okkar af mörkum til að gera fleirum kleift að njóta þess að eiga gæludýr í sátt við sitt samfélag.

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Oddviti Pírata í Reykjavík

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...