Úr ösku íhaldsins

Árið 2020 syngur sinn svanasöng. Við fögnum, minnumst hins liðna og sköpum okkur andlegt rými fyrir það sem koma skal.

Þó tilefnið sé hluti af taktföstu flæði tímans eru aðstæðurnar aðrar en þær sem við eigum að venjast. Fögnuðurinn takmarkast við lágstemmdari útgáfu en við hefðum viljað. Samtakamátturinn hefur fleytt okkur yfir þá nærri óyfirstíganlegu hjalla sem sum lönd eru að kljást við vegna faraldursins.

Því er það hreinlega óþolandi þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hegða sér eins og um þá gildi sérsamningur. Kannski ætti það ekki að koma á óvart frá þeim sem smíða samfélagið út frá eigin þörfum og sérhagsmunum vina sinna. En í ljósi þess að um blóðkalda alvöru lífs og dauða er að ræða og fyrir liggja áhrif fordæma ráðamanna á hegðun fjöldans hefðum við líklega búist við meiru.

Óábyrg hegðun formanns Sjálfstæðisflokksins er einungis kirsuberið sem tyllt er á rjómafroðuna af hættulegum COVID-kokteil sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið upp á allt þetta ár. Stjórnarþingmenn leyfa sér að grafa undan sóttvarnaaðgerðum sem ráðherrar sama flokks hafa stimplað. Eftir að sameinast meirihlutanum um viðspyrnuaðgerðir vegna COVID kasta borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fullkomlega veruleikafirrtri tillögu um ráðningabann, eins og það að binda hendur borgarinnar til að bregðast við velferðarkröfum vegna veirunnar sé einhver lausn. Ráðherrar flokksins spranga svo um eins og COVID sé stormur sem komi þeim ekki við sem standa undir regnhlíf valdsins.

Flokkur sem skreytir sig með fjöðrum stöðugleika og festu á tyllidögum býður upp á tryllt og tilviljunarkennt alsæluteknóreif sem svar við einum ófyrirsjáanlegustu og óöruggustu tímum sem þjóðin hefur lifað. Þegar liggur á að sýna þennan margumtalaða stöðugleika með raunhæfum lausnum glymur við holur hljómur rökþrota og málefnaleysis úr ringulreiðinni sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana.

En sólin hefur náð sínum lægsta punkti og handan við hornið er nýtt ár með nýjum og bjartari möguleikum. Eitt mikilvægasta verkefni næsta árs er að leysa þjóðina úr vistarbandi sérhagsmunaelítunnar. Að úr öskurústum íhaldsins rísi Fönix ábyrgrar stjórnar réttlætis og tækifæra.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...