Píratar XP

Úr ösku íhaldsins

Árið 2020 syngur sinn svanasöng. Við fögnum, minnumst hins liðna og sköpum okkur andlegt rými fyrir það sem koma skal.

Þó tilefnið sé hluti af taktföstu flæði tímans eru aðstæðurnar aðrar en þær sem við eigum að venjast. Fögnuðurinn takmarkast við lágstemmdari útgáfu en við hefðum viljað. Samtakamátturinn hefur fleytt okkur yfir þá nærri óyfirstíganlegu hjalla sem sum lönd eru að kljást við vegna faraldursins.

Því er það hreinlega óþolandi þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hegða sér eins og um þá gildi sérsamningur. Kannski ætti það ekki að koma á óvart frá þeim sem smíða samfélagið út frá eigin þörfum og sérhagsmunum vina sinna. En í ljósi þess að um blóðkalda alvöru lífs og dauða er að ræða og fyrir liggja áhrif fordæma ráðamanna á hegðun fjöldans hefðum við líklega búist við meiru.

Óábyrg hegðun formanns Sjálfstæðisflokksins er einungis kirsuberið sem tyllt er á rjómafroðuna af hættulegum COVID-kokteil sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið upp á allt þetta ár. Stjórnarþingmenn leyfa sér að grafa undan sóttvarnaaðgerðum sem ráðherrar sama flokks hafa stimplað. Eftir að sameinast meirihlutanum um viðspyrnuaðgerðir vegna COVID kasta borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fullkomlega veruleikafirrtri tillögu um ráðningabann, eins og það að binda hendur borgarinnar til að bregðast við velferðarkröfum vegna veirunnar sé einhver lausn. Ráðherrar flokksins spranga svo um eins og COVID sé stormur sem komi þeim ekki við sem standa undir regnhlíf valdsins.

Flokkur sem skreytir sig með fjöðrum stöðugleika og festu á tyllidögum býður upp á tryllt og tilviljunarkennt alsæluteknóreif sem svar við einum ófyrirsjáanlegustu og óöruggustu tímum sem þjóðin hefur lifað. Þegar liggur á að sýna þennan margumtalaða stöðugleika með raunhæfum lausnum glymur við holur hljómur rökþrota og málefnaleysis úr ringulreiðinni sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn þessa dagana.

En sólin hefur náð sínum lægsta punkti og handan við hornið er nýtt ár með nýjum og bjartari möguleikum. Eitt mikilvægasta verkefni næsta árs er að leysa þjóðina úr vistarbandi sérhagsmunaelítunnar. Að úr öskurústum íhaldsins rísi Fönix ábyrgrar stjórnar réttlætis og tækifæra.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X