Þrjár aðgerðir fyrir Afgana

Forystufólk ríkisstjórnarinnar keppist þessa dagana við að segja að Ísland þurfi að axla sína ábyrgð á hræðilegri stöðu í Afganistan. Sú ábyrgð virðist felast í því að gera ekkert að eigin frumkvæði heldur bíða eftir fyrirmælum að utan. Vegna þess að fráfarandi ríkisstjórn er oft með skrítinn skilning á því hvað felst í pólitískri ábyrgð, þá ætla ég hér að leggja beinharðar aðgerðir í púkkið. Því það skiptir máli fyrir stjórnmálamenn að ná árangri, ekki bara tala. 

Fyrst

Byrjum á því að veita umsóknum Afgana efnismeðferð. Tölurnar tala sínu máli, eins og sjá má hér að neðan. Á síðustu fimm árum hafa um 250 umsóknir afganskra hælisleitenda verið afgreiddar. Alltaf þegar Afganir fengu efnismeðferð, eða í 117 tilfellum, þá fengu þeir að setjast hér að – sem óneitanlega er lýsandi fyrir neyð þessa fólks og ástandið í Afganistan.
 
En það fá ekki allir Afganir efnismeðferð, ekki einu sinni helmingur Afgana fær efnismeðferð (þrátt fyrir að vera frá sama Afganistan og fyrrnefnd 117). Í stað þess að hlusta sendum við 137 Afgani til annarra Evrópuríkja – sem sum senda þau áfram til Afghanistan. En ríkisstjórnin sendir ekki Afgani bara úr landi, því þegar sá gállinn er á henni þá sviptir hún Afgani öllum stuðningi og sendir þá einnig á götuna í Reykjavík.

Þannig að: Hlustum á Afgana og hættum að nota endursendingar sem skjól til að taka ekki ábyrgð. 

Niðurstöður umsókna Afgana um alþjóðlega vernd, unnið upp úr tölfræðiskýrslum Útlendingastofnunar

Síðan

Bjóða hingað hópi flóttafólks frá Afganistan. Stjórnvöld í Kanada hafa þegar sagst ætla að taka á móti 20 þúsund Afgönum, sem er sambærilegt því að Ísland tæki á móti tæplega 200. Ríkisstjórnin kann alveg að bjóða flóttafólki til landsins og gerir oft, en það vantar því miður upp á eftirfylgnina hjá henni.

Í fyrra átti að taka við 85 kvótaflóttamönnum, þau bíða öll eftir flugmiðanum sínum. Í september í fyrra ákvað ríkisstjórnin að bregðast við bruna í Moria-flóttamannabúðunum á Lesbos með því að bjóða 15 til landsins – fyrstu úr þeim hópi eru rétt nýkomin.

Þannig að: Ríkisstjórnin þarf að byrja á því að hysja upp um sig brækurnar gagnvart fólkinu sem Ísland hefur þegar lofað skjóli. Síðan þarf hún gera slíkt hið sama fyrir Afgana. 

Mikilvægast

Ríkisstjórnin montar sig reglulega af því að gera mikið í málefnum flóttafólks – sem gerir lélegu efndirnar þeirra þeim mun sárari. Fólkið í Afganistan þarf hjálp, ekki mont. Við höfum hins vegar fulla ástæðu til að vera svartsýn á að ríkisstjórnin sveigi af leið. Þessi ríkisstjórn var enda mynduð í skugga þess að Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka á Alþingi, hunsaði hjálparbeiðni Abrahim og Haniye Maleki – afganskra feðgina.

Sjálfstæðisflokkurinn snéri á síðustu stundu baki við samkomulagi um þinglok og greiddi atkvæði gegn því að rýmka útlendingalögin í þágu barna eins og Haniye. Þrátt fyrir þetta ákvað forysta Vinstri grænna að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, aðeins tveimur mánuðum seinna – og árangurinn í útlendingamálum talar sínu máli.

Þannig að: Mikilvægasta aðgerðin sem Íslendingar geta ráðist í fyrir Afgana og annað fólk á flótta er að halda Sjálfstæðisflokknum frá ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.

Upprunaleg birtingStundin

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...