Píratar XP

Styrkurinn sem styrkti mig

Reykjavíkurborg styrkti mig til náms þegar ég var ungmenni. Þessi stuðningur varð til þess að ég átti eftir að fara í háskóla og eiga tækifæri á öðru lífi en ég taldi bíða mín þegar ég var barn og unglingur. Á þessum tíma var ég einstæð móðir og vissi eiginlega ekkert hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Í dag er ég langskólagengin, í starfi sem ég elska og fjölskyldan hefur stækkað og stækkað. Svo er ég líka í stjórnmálum, í bili, þar sem ég hef fengið að hafa áhrif á eitt af hugðarefnum mínum, fjárhagsaðstoð til náms.

Miðvikudaginn 24. febrúar voru samþykktar í velferðarráði Reykjavíkurborgar uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð. Mikil vinna hefur farið í þessar breytingar og eiga þau öll sem stóðu að þessari vinnu hrós skilið. En hvað var að breytast?

18-24 ára aldurstakmarkið fyrir aðstoðinni er farið og nú er heimilt að veita hana til þeirra sem eru í iðnnámi sem ekki er lánshæft. Ég hefði viljað sjá hærri styrk og rýmri reglur, til dæmis að ekki þurfi félagslega erfiðar aðstæður, heldur einfaldlega að þetta væri í boði fyrir alla. Enda geta svo fjölbreyttar aðstæður orðið til þess að fólk klárar ekki stúdents- eða iðnnám. En þetta er risastór áfangi.

Styrkurinn valdeflir einstaklinga og styður til sjálfshjálpar og virkni. Það er mikilvægt að ef la þessa þætti því það vilja allir hafa hlutverk og tilgangi í lífinu og sínu nærsamfélagi. Þótt ég hafi sjálf þurft að streða meðfram þessari aðstoð veitti hún mér trú og tækifæri sem mér hefði annars ekki boðist. Af því að ég fékk þetta tækifæri þekki ég vel hvers vegna það virkar. Því vil ég að öll hafi aðgang að þessu tækifæri sem þurfa á að halda.

Þessi litli vísir að grunninnkomu skilar sér nefnilega, jafnvel margfalt, aftur til samfélagsins.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík .

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X