Styrkurinn sem styrkti mig

Reykjavíkurborg styrkti mig til náms þegar ég var ungmenni. Þessi stuðningur varð til þess að ég átti eftir að fara í háskóla og eiga tækifæri á öðru lífi en ég taldi bíða mín þegar ég var barn og unglingur. Á þessum tíma var ég einstæð móðir og vissi eiginlega ekkert hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Í dag er ég langskólagengin, í starfi sem ég elska og fjölskyldan hefur stækkað og stækkað. Svo er ég líka í stjórnmálum, í bili, þar sem ég hef fengið að hafa áhrif á eitt af hugðarefnum mínum, fjárhagsaðstoð til náms.

Miðvikudaginn 24. febrúar voru samþykktar í velferðarráði Reykjavíkurborgar uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð. Mikil vinna hefur farið í þessar breytingar og eiga þau öll sem stóðu að þessari vinnu hrós skilið. En hvað var að breytast?

18-24 ára aldurstakmarkið fyrir aðstoðinni er farið og nú er heimilt að veita hana til þeirra sem eru í iðnnámi sem ekki er lánshæft. Ég hefði viljað sjá hærri styrk og rýmri reglur, til dæmis að ekki þurfi félagslega erfiðar aðstæður, heldur einfaldlega að þetta væri í boði fyrir alla. Enda geta svo fjölbreyttar aðstæður orðið til þess að fólk klárar ekki stúdents- eða iðnnám. En þetta er risastór áfangi.

Styrkurinn valdeflir einstaklinga og styður til sjálfshjálpar og virkni. Það er mikilvægt að ef la þessa þætti því það vilja allir hafa hlutverk og tilgangi í lífinu og sínu nærsamfélagi. Þótt ég hafi sjálf þurft að streða meðfram þessari aðstoð veitti hún mér trú og tækifæri sem mér hefði annars ekki boðist. Af því að ég fékk þetta tækifæri þekki ég vel hvers vegna það virkar. Því vil ég að öll hafi aðgang að þessu tækifæri sem þurfa á að halda.

Þessi litli vísir að grunninnkomu skilar sér nefnilega, jafnvel margfalt, aftur til samfélagsins.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík .

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...