Matvælastefna fyrir neytendur

Mat­væla­stefna stjórn­valda fyrir neytendur sem kynnt var í byrjun des­em­ber 2020 ber þess glögg merki að vera unnin fyrst og fremst á for­sendum land­bún­að­ar­ins, frekar en neyt­enda og almenn­ings. 

Bretar settu sér sína eigin mat­væla­stefnu, National Food Stra­tegy, árið 2019 í aðdrag­anda BREX­IT. Við sam­an­burð þess­ara stefna sést ber­lega að Bretar sjá kosti opinna við­skipti yfir landa­mæri sem gagn­ast neyt­end­um, bændum og umhverf­in­u. 

Við þurfum að end­ur­hugsa mat­væla­stefn­una í sama dúr. Til þess þurfum við líka að spyrja réttu spurn­ing­anna.AUGLÝSING

Spurn­ingar sem ný mat­væla­stefna þarf að svara

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mik­ið?

2. Hvernig tryggjum við næg, holl mat­væli til fram­tíð­ar, það er fæðu­ör­yggi?

3. Hvernig tryggjum við að mat­væli séu örugg til neyslu?

Skoðum þessar spurn­ingar nán­ar.

1. Hvaða mat ættum við að vera að borða og hversu mik­ið?

Lífstíls­sjúk­dómar eru gríð­ar­legt og vax­andi vanda­mál.  Um 20% barna eru of þung og 60% full­orð­inna eru yfir kjör­þyngd hér á land­i.  Ofþyngd og lífstílstengdir sjúk­dómar eru taldir stytta með­al­ævi og kosta þjóð­ina í kringum 10 millj­arða kr. á ári, sem trú­lega er van­mat.  

Lífs­stíls­sjúk­dómar stafa aðal­lega af ofneyslu matar og ónógri hreyf­ing­u.  Við þurfum því flest að minnka neyslu og neyta holl­ari fæðu. Mat­væla­stefnan þarf styðja það.  

Núver­andi styrkja­kerfi land­bún­aðar umb­unar lamba­kjöts og mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu umfram önnur mat­væli, setur tolla og inn­flutn­ings­hömlur á mat­væli sem hækkar mat­væla­verð hollra og umhverf­is­vænna mat­væla.  

Mat­væla­stefna ætti að stuðla að virkum opnum mat­væla­mark­aði með holl mat­væli og umb­una helst umhverf­is­vænni, hollri fram­leiðslu. 

2. Hvernig tryggjum við næg, holl mat­væli til fram­tíð­ar, það er fæðu­ör­yggi?

Hér hlýtur umhverf­is­leg og fjár­hags­leg sjálf­bærni að skipta máli.

Við fram­leiðum meira en nóg af mat fyrir þjóð­ina þegar fisk­veið­arnar eru með­tald­ar, neytum aðeins um 2% af því sem við veið­um, flytjum 98% út.  

En það þarf fleira en umhverf­is­vænan og hollan fiski.  Við þurfum fjöl­breytta og holla fæðu bæði fyrir okkur og umhverf­ið. Í sjálfu sér er gott að flytja inn mat­vöru ef það er hag­kvæmt og umhverf­is­vænt.  Vand­inn er að inn­lend fram­leiðsla á kjöti og mjólk er hvorki umhverf­is­væn né fjár­hags­lega sjálf­bær.  

Kolefn­is­spor

Til að fram­leiða 1 kg af kjúklinga- og svína­kjöti þarf að flytja inn um 2 kg. af korn­fæðu. Til að fram­leiða lamba­kjöt og mjólk­ur­af­urðir hefur mikið af vot­lendi verið þurrkað upp.  Um 60% af heild­ar­losun Íslands af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum kemur frá fram­ræstu vot­lendi og auk þess koma önnur 13% frá land­bún­aði.  Sam­tals er land­bún­að­ur­inn því ábyrgur fyrir 73% af heild­ar­losun Íslands. Lausa­ganga búfjár heldur niðri gróð­ur­þekju lands­ins, gerir skóg­rækt kostn­að­ar­sama og kolefn­is­bind­ingu minni en ella.

Á heims­vísu eru fæðu­öfl­un­ar­kerfi ábyrg fyrir 20-30% af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Fjár­hags­lega hliðin

Lamba­kjöts- og mjólk­ur­vöru­fram­leiðslan okkar er fjár­hags­lega mjög ósjálf­bær.  Við verjum um 16 millj­örðum kr. af skattfé almenn­ings til land­bún­að­ar­ins árlega, aðal­lega til fram­leiðslu lamba­kjöts og mjólk­ur­vara. 

Auk þess kostar toll­vernd land­bún­að­ar­ins neyt­endur um 25 millj­arða kr. í hærri mat­ar­inn­kaup en væri við toll­frjáls við­skipti. Þar af nýt­ast um 15 millj­arðar bændum sam­kvæmt OECD og um 10 millj­arðar slátrun og vinnslu.  

Sam­tals er almenn­ingi gert að verja yfir 40 millj­örðum kr. á ári til íslensks land­bún­að­ar, sem er rúm­lega þrisvar sinnum meira en að með­al­tali í Evr­ópu.  Toll­arnir hækka mat­ar­inn­kaup hvers okkar um 10.000 kr. á mán­uði eða 120.000kr. á ári og mörg okkar verða að láta sér nægja óholl mat­væli til að spara.

Það er því bæði umhverf­is­vænt og fjár­hags­lega sjálf­bær­ara að flytja inn flest kjöt. Græn­kera og líf­ræn fæða er heppi­leg fyrir umhverf­ið, þó inn­flutt sé.

Betri rekj­an­leiki mat­væla myndi vald­efla neyt­endur þannig að þeir gætu sjálfir valið sín mat­væli með til­liti til verðs, sjálf­bærni, gæða og umhverf­is­á­hrifa. 

Með mat­væla­stefnu getum við tekið stór skref umhverf­is­lega og til bættra lífs­kjara.  

3. Hvernig tryggjum að mat­væli séu örugg til neyslu?

Í nútíma sam­fé­lagi er mat­væla­ör­yggi tryggt með vönd­uðum vinnu­brögð­um, þekk­ingu og tækni. Stuðst er við alþjóð­lega þekk­ingu, reglur og eft­ir­lit með fram­leiðslu, flutn­ingi og geymslu mat­væla.  Þetta á við bæði um inn­lenda og inn­flutta mat­vöru.  

Það afvega­leiðir neyt­endur að halda því fram að inn­flutt mat­væli séu ekki eins örugg og inn­lend.  Mat­væli þurfa sam­bæri­lega með­ferð hvaðan sem þau kom­a.  Sýkla­lyf eru ekki notuð sem vaxt­ar­hvati í Evr­ópu og hafa ekki verið leng­i.  

Mat­væla­stefna sem tryggir rekj­an­leika og vott­aðar gæða­merk­ingar hjálpar okkur að velja gæða­vörur eftir efnum og ástæð­um.

Mat­væla­stefna er fyrir almenn­ing

Við getum beitt mat­væla­stefnu til að gera mat­ar­neyslu okkar heilsu­sam­legri, hag­kvæm­ari og umhverf­is­vænni og bætt þannig heilsu okk­ar, lífs­kjör og umhverfi.

Það þarf að upp­færa nýfram­komna mat­væla­stefnu sem gengur út á sem minnstar breyt­ingar á núvar­andi stöðu og ef eitt­hvað er, meira af því sama. 

Það verk­efni bíður nýrrar rík­is­stjórnar úr því sem komið er.

Upprunaleg birtingKjarninn

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...