Lýðræðisstefna Reykjavíkur samþykkt

Fyrsta lýðræðisstefna Reykjavíkur sem gildir til næstu tíu ára var samþykkt á fundi borgarstjórnar í gær ásamt aðgerðaáætlun og mælanlegum markmiðum. Hún snýst um að byggja upp traust um þær ákvarðanir sem eru teknar, efla upplýsingagjöf til íbúa og auka aðkomu þeirra. Lýðræðisleg, fagleg og vönduð umfjöllun um málefni bætir gæði ákvarðana sem færir okkur betri borg.

Meginmarkmið lýðræðisstefnunnar eru fjögur og endurspegla hringrás lýðræðislegra vinnubragða. Hlusta, rýna, breyta og miðla. Með þessu skuldbindur Reykjavíkurborg sig til að styrkja lýðræðið í borginni, styðja við og stunda lýðræðisleg vinnubrögð og tryggja að íbúar geti haft áhrif á málefni borgarinnar.

Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Það sem birtist íbúum í sínu daglega lífi. Þá er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðisferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Vegna þess að við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best. Íbúar þekkja sitt nærumhverfi og aðstæður best.

Lýðræðisstefnan var unnin í þverpólitísku samstarfi fulltrúa allra flokka í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði frá hausti 2019. Þannig skipuðu sex fulltrúar stýrihópinn, jafn margir frá meirihluta og minnihluta í stað oddatölu sem venjan er, enda var lögð mikil áhersla á gott samstarf og sátt milli flokka. Samtal og samvinna einkennir vinnuna sem og afrakstur hennar. Drög að lýðræðisstefnu sem lágu fyrir við lok síðasta kjörtímabils voru einnig mikilvægt gagn við vinnuna.

Byggir stefnan á niðurstöðum umfangsmikils og metnaðarfulls samráðsferils sem lögð var áhersla á að væri aðgengilegur öllum óháð fötlun, stöðu og tungumálakunnáttu þar sem boðið var upp á víðtækt samtal um lýðræði og þátttöku í Reykjavík. Opið samráðsferli stóð yfir bæði við upphaf og lok vinnunnar, skipulagðir voru rýnihópar með slembivöldum íbúum borgarinnar, haldnir voru margir vinnufundir með starfsfólki í stjórnsýslunni, opinn fundur fyrir íbúa, opnir fundir með íbúaráðum, umsagnarferli í ráðum og nefndum sem og vinnustofa kjörinna fulltrúa.

Rauður þráður í gegnum aðgerðaáætlunina er aukið gagnsæi með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur, lýðræðisáttavita sem og bættu samráði vegna framkvæmda og viðhalds. Að auki er lykiláhersla á eflingu lýðræðislegrar þátttöku ungmenna með meðal annars stórauknu lýðræði í skóla- og frístundastarfi, lýðræðishátíð unga fólksins og að taka á móti skólahópum í Ráðhúsið.

Innan aðgerðaáætlunar er auk styrkingar núverandi lýðræðisverkefna að finna ýmsar róttækar nýjungar eins og íbúadómnefnd til að skera úr um ágreiningsefni, samræmd og einfölduð lýðræðisgátt á vefnum og regluleg borgaraþing með beinu samtali íbúa og borgarstjórnar.

Lýðræðisstefna Reykjavíkur er gagnsær og skýr rammi í kringum lýðræðið í borginni sem styður við aukið jafnræði og samræmdari vinnubrögð í kringum samráð. Lýðræðisleg vinnubrögð eiga ekki að vera breytileg eftir skoðunum eða áhuga þeirra sem halda utan um verkefni hverju sinni heldur skulu þau alltaf viðhöfð.

Við erum stolt af þessari fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar og hlökkum til að sjá afraksturinn í formi meiri og markvissari þátttöku íbúa og betri ákvarðana sem meiri sátt ríkir um.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...