Metfjárfesting í þróun nýrra lausna!

Yfirborð jarðar hefur verið að hlýna allar götur síðan iðnbyltingin hófst. Við erum nú þegar farin að upplifa alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar vegna loftslagsbreytinga.

Til þess að koma í veg fyrir að vont verði ennþá verra þarf samhent átak. Stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar verða öll að leggjast á eitt.

Ísland trónir á toppnum í fyrsta til öðru sæti sem það land í Evrópu sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á íbúa byggt á þeim skuldbindingum sem falla undir Parísarsáttmálann.

Hvað getum við gert?

Við getum breytt ferðavenjum og dregið úr notkun jarðefnaeldsneytis og minnkað þar með mengun. Við getum nýtt auðlindir okkar betur á sjálfbærari máta og staðið vörð um líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum. Við getum stutt við græna nýsköpun með nýjum lausnum í baráttunni. Við getum stytt vegalengdir, tekið minna pláss bæði undir okkar mannvirki og umgang. Ekkert eitt ráð dugar. Við þurfum að gera þetta allt og miklu meira.

Grænar aðalskipulagsbreytingar

Til kynningar er viðauki við núverandi aðalskipulag Reykjavíkur sem kveður á um einmitt þetta og styður við þéttingu byggðar, fjölbreytta ferðamáta og útrýmingu jarðefnaeldsneytis.

Úr breytingartillögum um aðalskipulag.

Forkynning á þessum grænu breytingum aðalskipulagsins er að ljúka og í dag er síðasti dagurinn til að senda inn athugasemdir í þeim fasa. Þá verða athugasemdir skoðaðar og endanleg tillaga útfærð sem fer svo aftur í kynningarferli þar sem aftur verður hægt að skila inn athugasemdum. Mikilvægt er að viðhafa svo öflugt samráðsferli við mikilvægar ákvarðanir enda almenningur gjarnan róttækari en stjórnvöld þegar kemur að loftslagsmálum. Ég hvet þig til að kynna þér breytingarnar og skila inn athugasemdum.

Með því að þétta byggð nýtast innviðirnir betur og því þarf ekki jafn umfangsmikla uppbyggingu nýrra innviða. Allur rekstur og viðhald nýtist líka betur og með þéttari byggð verður hægt að halda uppi hagkvæmum almenningssamgöngum. Einstaklingum og fyrirtækjum færir þéttari byggð styttri vegalengdir og mikinn sparnað í tíma og auðlindum og dregur þannig úr mengun. Fyrir utan auðvitað þá staðreynd að við viðhöldum ósnortinni náttúru.

Núverandi aðalskipulag er í raun fyrsta heildarskipulag borgarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir nýjum úthverfum í jaðri byggðarinnar. Í aðalskipulagsbreytingum sem eru til kynningar er samt gert ráð fyrir heilu nýju hverfi sem mun brjóta blað sem fyrsta heildstæða borgarhverfið sem byggt hefur verið í Reykjavík og sker sig úr að því leyti að það kemur ekki til með að rísa í jaðri borgarinnar heldur á Ártúnshöfðanum, nálægt miðju höfuðborgarsvæðisins. Hverfið mun rúma sirka sama fjölda af íbúðum og er að finna í öllum Grafarvogi, en á aðeins fimmtungi af landsvæðinu.

Í þessum aðalskipulagsbreytingum eru einnig sett fram markmið um að samgöngur í borginni verði kolefnishlutlausar þar sem við hættum að nota jarðefnaeldsneyti. Þar eru einnig sett fram metnaðarfyllstu markmið um breytta ferðamáta sem sett hafa verið í þessari borg, þar sem hlutdeild einkabílsins á að fara undir 50% af öllum ferðum. Þessi markmið eru fullkomlega í takt við stefnu okkar Pírata sem var til umfjöllunar á umhverfisþingi Pírata síðustu helgi. Í aðalskipulagsbreytingunni er auk þess verið að festa Borgarlínu í sessi, en hún hefur nú verið fjármögnuð í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Síðustu áratugi hefur í reynd verið mjög erfitt og jafnvel af mörgum talið ómögulegt að komast af án einkabíls í Reykjavík. Það er ekki valfrelsi. Við viljum ekki öll þurfa að eiga bíl og svo er það dýrt og óumhverfisvænt. Við erum að þétta byggð og byggja upp fjölbreyttari ferðamáta svo þú hafir alvöru val um að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur.

Stundum er talað eins og Íslendingar vilji bara aka einkabíl, eins og það sé samofið menningunni. Nýleg könnun sýnir þó fram á að stór hluti þeirra sem aka einkabíl í dag myndi frekar vilja ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur ef það væri aðgengilegra. Kannski það sé skipulagið sem hefur verið örlagavaldurinn, en ekki menningin?

Græn nýsköpun

Með því að setja metfjárfestingu í þróun nýrra lausna, nútímavæðingu þjónustu og stafrænni umbreytingu er verið að einfalda þjónustuferla til að minnka auðlindanotkun, draga úr mengun en um leið auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar.

JULIETTE ROWLAND

Í dag voru veittar viðurkenningar á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. CarbFix-verkefni Orkuveitu Reykjavíkur fékk nýsköpunarviðurkenninguna enda fyrirmyndarverkefni þar sem tækni hefur verið þróuð til að binda gróðurhúsalofttegundir í berg. Það eru nákvæmlega slík græn þróunarverkefni sem samfélagið verður að styðja við að koma á fót. Það er ein af ástæðum þess að Reykjavíkurborg ákvað á síðasta borgarstjórnarfundi að gerast bakhjarl nýs græns nýsköpunarhraðals.

Auk þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda munu verkefnin skapa ný störf fyrir vel menntað fólk með fjölbreytta reynslu og styðja þannig við samkeppnishæfni samfélagsins. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að borgarþróun í þágu loftslagsins er þróun í þágu samkeppnishæfni.

JULIETTE ROWLAND

Með græna planinu sem samþykkt var í borgarstjórn fyrr í ár, sem er kjölfestan í viðspyrnu borgarinnar vegna Covid-19, er lagður grundvöllur að aukinni fjárfestingu sem mun ekki bara virka sem efnahagsleg viðspyrna, heldur munu þessar aðgerðir vinna í þágu náttúrunnar og komandi kynslóða. Viðspyrnan er græn og tekur ekki bara á fjárhagslegum ógöngum heldur einnig umhverfislegum.

Áskoranirnar eru flóknar en leiðirnar margar og eitt er víst; Að verkefnið er brýnt og tíminn er núna.

Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn

Upprunaleg birtingVísir

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...