Fylgjumst ein­huga að!

Bar­áttu­dagur verka­lýðsins sækir upp­runa sinn í mál sem er okkur Pírötum hjartans mál; styttingu vinnu­viku, það er að segja átta stunda vinnu­dag og helgar­frí. Fyrstu skref bar­áttu verka­lýðsins grund­völluðust þar að auki í kröfunni um verk­falls­réttinn sem telst nú ó­rjúfan­legur hluti af nú­tíma­legum lýð­ræðis­ríkjum. Að leggja niður störf til að krefjast bættra kjara er grund­vallar­réttur verka­fólks og nýtist ein­göngu þegar allt um þrýtur, er það því réttur sem ganga þarf langt til að standa vörð um. Ó­neitan­lega setur CO­VID-19 svip á há­tíðar­höldin að þessu sinni. Við Píratar viljum óska launa­fólki góðs dags. Fögnum árangrinum sem náðst hefur og mætum endur­nærð til bar­áttunnar fram undan.

Hinn 1. maí árið 1886 lagði verka­fólk í Banda­ríkjunum niður störf í kjöl­far langrar bar­áttu fyrir bættum kjörum og átta stunda vinnu­dag. Ís­lenskar rætur dagsins sækja einnig upp­haf sitt í bar­áttuna um styttri vinnu­dag. Vöku­lögin sem voru lög­fest árið 1921 og tryggðu ís­lenskum sjó­mönnum sex tíma hvíld á sólar­hring. Þau eru einn fyrsti sigurinn sem hefur unnist á Ís­landi í verka­lýðs­bar­áttu. „Hér skal orð­takið það: Fylgjumst ein­huga að!“ segir í aug­lýsingu Kröfu­göngu­nefndar á for­síðu Al­þýðu­blaðsins 1. maí árið 1923.

Stytting vinnu­tíma er lýð­ræðis­mál og mann­réttinda­mál. Það er vitað að með skemmri vinnu­degi fylgir meiri á­nægja í starfi, færri veikinda­dagar og aukin lífs­gæði. Það varðar aukna hamingju og sam­veru­stund með fjöl­skyldunni. Starfið okkar á að styðja við okkar heilsu og vel­ferð. Við erum ekki hlutir sem hægt er að nýta og of­nýta og henda svo í ruslið.

Ný­verið var skrifað undir kjara­samninga fyrir lægsta launa­hóp okkar Reyk­víkinga og það er mér mikið gleði­efni að á­samt því að leið­rétta laun kvenna­stétta og hækka lægstu laun er þar kveðið á um styttingu vinnu­viku dag­vinnu­fólks úr 40 í 36 klukku­stunda vinnu­viku – og enn meiri styttingu fyrir vakta­vinnu­fólk. Þessum hópi, Ef lingar­fólki og öðru mikil­vægu starfs­fólki annarra verka­lýðs­fé­laga, vil ég þakka fyrir að standa eins og klettur í fram­línunni vegna CO­VID-19. Ég vil einnig nota tæki­færið og hvetja önnur sveitar­fé­lög til að ganga frá samningum. Pólitík er ekki leikur og á­byrgðin er mikil á tímum sem þessum að ganga ekki til samninga.

Bar­áttunni er hvergi lokið. Við eigum öll rétt á góðu lífi með reisn. Gleði­legan 1. maí.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...