Forréttindafnykurinn umlykur

Fjölskylda með ung börn sem hafa fest hér rætur, lært tungumálið og tengst samfélaginu djúpum böndum skal kastað úr landi sama hvað tautar og raular undir því yfirskyni að ráðherra láti einstaka mál og hentisemi ekki hafa áhrif á stjórnsýsluákvarðanir, eins og það sé sjúklega dyggðug og yfirveguð afstaða zenaðs stjórnmálaflokks sem lætur ekki tilfinningaklám hrista upp í sér. Ráðherra sama flokks hleypur þó til og svarar kallinu fljótt og örugglega þegar hagsmunaaðilar krefjast breytinga – sem gera þeim enn auðveldara að halda sem fastast í gróða á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar án þess að þurfa að spreða í lítilræði eins og heilbrigðiseftirlit fyrir neytendur. 

Yfirlýsing dómsmálaráðhera sýnir fram á ekkert minna en andlát hugmyndarinnar um að hér ríki réttarríki þar sem öll eru jöfn fyrir lögum og fá sömu málsmeðferð hins opinbera. Á það líka rót víðar í vafasömum tengslum einkaaðila við stjórnmálin.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur og áður oddviti flokksins á Selfossi, virðist hafa fengið fleiri hundruð milljóna gjöf frá Samherja í gegnum múturfélag og ég hef ítrekað spurt um ástæður þess án fullnægjandi svara. Nú hefur komið í ljós að Samherji stendur að baki uppbyggingu í miðbænum á Selfossi sem Eyþór Arnalds hefur um árabil verið dyggur talsmaður fyrir. Hér gæti verið komin ein ástæða þess að Samherji gaf Eyþóri svo drjúga gjöf sem stór hluti í Morgunblaðinu er. Var það svo að Eyþór fékk þessa gjöf frá Samherja fyrir að tryggja á Selfossi góðan grundvöll og vilja í garð umfangsmikillar uppbyggingar Samherja á Selfossi á meðan hann hafði skipulagsvaldið? Það þarf ekki svo skapandi hugsun til að komast að þeirri niðurstöðu en ekki hefur Eyþór þurft að svara fyrir neitt af þessu svo vel sé. 

Kannski ekki furða enda hefur það sýnt sig að Samherji lætur ekki duga að spilla stjórnmálafólki heldur hefur félagið ráðist að atlögu við fjölmiðla- og tjáningarfrelsið af fordæmalausri hörku. Það fjölmiðlafólk sem dirfist að gagnrýna félagið eða velta upp vafasömum atriðum sem réttast væri að Samherji svaraði samviskusamlega fyrir fær á sig kæru og skömm í hattinn og þannig er vegið að starfsöryggi þess með meðfylgjandi kælingaráhrifum. Ekki nóg með það heldur setti Samherji saman heila þáttarröð með því einu fyrir sjónum að gera úti um þann fjölmiðlamann sem hefur staðið sig best í aðhaldi með þessum valdamikla geranda í íslensku samfélagi. 

Spillingin flæðir. Það er nokkuð ljóst. Flettist af því rækilega eftir hrun og við eygðum öll von um breytingar með nýrri stjórnarskrá og anda nýrra tíma sem svifu yfir vötnum. Kjarnagildi samfélagsins skyldi loks vera réttlæti og jöfn tækifæri. Vonin var sett ofan í skúffu af Elítuflokknum – Betri en þið hin sem hefur mestan hag af núverandi ástandi þar sem sérhagsmunir fárra fá að ráða í stað almannahags. Ekki er hægt að beita sér til að aðstoða viðkvæma hópa eða bara hinn almenna borgara, ef því er að skipta. En alltaf skulu pálmablöðin lögð yfir pollana fyrir góða vini. Spillingin hefur færst frá baktjaldamakki yfir í sólarljósið án nokkurra afleiðinga. Nú horfir hún beint í augun á okkur hinum og spyr ögrandi: Og hvað þykist þú ætla að gera í því?

Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.

Upprunaleg birtingstundin.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...