Ekkert lýðræði án jafnréttis

Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna!

Áður fyrr var það bara afmarkaður og einsleitur hluti samfélagsins sem fékk að ákveða stefnu þess. Með þátttöku í stjórnmálum. Með atkvæði sínu. Þar á meðal voru ekki konur og hvað þá ungar konur. Konur voru ekki hluti af mengi þeirra einstaklinga sem gátu skriðið yfir hindranir samfélagsins og framkvæmt vilja sinn. Gert sig gildandi. Nýtt sinn persónulega reynsluheim við mótun framtíðarinnar.

Þó réttindin skiluðu sér loks hélt einsleitnin föstum tökum á innviðum valdsins. Það er ekki nóg að eiga réttindi ef þú ert ekki í aðstöðu til að nýta þér þau. Til þess að geta tekið þátt í samfélaginu og notið þinna réttinda verður þú að vera studd og hvött til notkunarinnar.

Enn í dag veigra ungir foreldrar með börn sér við þátttöku í stjórnmálum. Ég þekki persónulega nýleg dæmi þess að öflugar ungar konur velji að sitja hjá þegar tækifærið til virkrar þátttöku býðst vegna þess að það er einfaldlega of flókið að láta dæmið ganga upp. Þó þær iði í skinninu.

Vegna þess að fundirnir eru einmitt haldnir á úlfatímanum. Vegna þess að umgjörðin um stjórnmálin er sköpuð á forsendum fólks sem þarf ekki lengur að sinna ungum börnum með öllu sem því fylgir. Sem muna ekki einu sinni hvernig það var. Sem horfa fram hjá því að það eru forréttindi og ekkert sjálfsagt að hafa bakland sem getur hjálpað til við að leysa úr flækjunum. Forréttindi oft einskorðuð við fólk af íslenskum uppruna.

Þessi staða endurspeglar dýrkeyptan missi fyrir okkur öll. Missir af röddum fólks með ljóslifandi reynsluheim samtímans sem skiptir máli, af röddum sem þurfa að heyrast.Jafnrétti þýðir að öll eigi sömu möguleika og réttindi. Möguleika til að eiga rödd í hinu opinbera, til að sækja sér menntun og störf, til að taka pláss. Þetta er líka ein af grunnstoðum lýðræðis.

Það er ekkert lýðræði án jafnréttis. Það er ekkert lýðræði án jafnra tækifæra og möguleika.

Fögnum því sem vel er gert. Horfumst í augu við það sem verður að breytast. Blindumst ekki af tálsýn þeirri sem birtist í glampanum frá glæstum mælingum sem klappa á bakið – en standa þó fyrir mjög takmarkaðri mynd af raunveruleikanum.

Það er enn verk að vinna. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...