Bíó Paradís lifir

Það væri ekki gaman í Reykjavík án menningar. Menning er tifandi hjartsláttur okkar lifandi borgarsamfélags. Menning er þéttofinn hluti af sjálfsvitund okkar, andblærinn sem fleytir okkur í gegnum harðan vetur og lyftir okkur til flugs um sumarnætur. Hvort sem það eru söfnin, bækurnar, tónlistarsenan, leiklistarheimurinn eða Bíó Paradís, þá glæðir þetta allt og meira til lífið sínum björtustu litum.

Í Bíó Paradís hef ég einmitt séð líf Vincent van Gogh glætt björtum litum handmálaðra ramma í stíl listamannsins. Heill her listmálara hafði skapað fjölmörg listaverk sem öll komu saman í þessa merkilegu sögu. Í Bíó Paradís hef ég horft á The Room, sem sum vilja meina að sé versta mynd allra tíma, og kastað plastskeiðum að skjánum á viðeigandi augnablikum (lestu þér til um myndina, þá skilurðu). Í Bíó Paradís hef ég séð kvikmyndir sem ég hefði hvergi annars staðar fengið tækifæri til að sjá.

Því var það erfið fregn að fá í vor að Bíó Paradís skyldi lokað vegna breyttra aðstæðna. Þessi vin á Hverfisgötunni hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi landsins. Hér hafa listahátíðirnar, viðburðirnir, tilraunirnar og veislurnar átt sér stað. Hér hefur verið hægt að sjá fleiri kvikmyndir en bara tvær, þrjár síðustu ofurhetjumyndirnar. Í dag fögnum við því að Bíó Paradís á 10 ára afmæli. En líka því að okkur tókst að ná samkomulagi við ríkið og rekstraraðila og finna leið til að halda þessari paradís opinni áfram.

Staðir eins og Bíó Paradís eru auðlind fyrir samfélagið. Hjálpa okkur að skilja okkur sjálf betur og setja okkur í fótspor annarra. Það er dýrmætt að hafa aðgang að slíkri menningarstofnun sem leggur áherslu á breidd og fjölbreytileika og sinnir fræðslu á lýðræðislegan máta.

Bíó Paradís eykur þar að auki samkeppnishæfni borgarinnar og gerir hana aðlaðandi valkost við sí­nálægari borgir nágrannalandanna og gerir það eftirsóknarverðara að búa hér, starfa og vera. Á því græðum við öll sem eitt. Gróskumikið menningarlíf skiptir sumsé máli.

Bíó Paradís lifir. Svo mikið er víst. Innan skamms streyma forvitnir áhorfendur inn í salina. Sögurnar flæða á skjánum á ný í takt við tifandi hjarta borgarinnar.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...