Árangur Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur 2020

Píratar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa gefið út áfangaskýrslu og stöðutékk á Píratamálum meirihlutasáttmálans nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. Píratar fengu tvo kjörna fulltrúa inn í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningunum í maí 2018, þær Dóru Björt Guðjónsdóttur og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur. Alexandra Briem og Rannveig Ernudóttir eru varaborgarfulltrúar.

Á kjörtímabilinu stýra Píratar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði ásamt skipulags- og samgönguráði

Á kjörtímabilinu stýra Píratar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði ásamt skipulags- og samgönguráði en eiga þar að auki fulltrúa í helstu fagráðum og nefndum borgarinnar. Í skýrslunni er yfirferð yfir stefnumál Pírata sem endurspeglast í meirihlutasáttmála Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna 2018 – 2022. Farið er yfir hvern lið eftir skipulagi sáttmálans og hver staðan er í dag, eftir tvö ár í borgarstjórn. Yfirferðin snýst um að skoða hvað hefur áunnist og veita grasrót Pírata og kjósendum innsýn inn í störf meirihlutans í Reykjavík.

Stóraukið gagnsæi undir forystu Pírata

Skýrslan sýnir fram á skýrar áherslur Pírata þegar kemur að umhverfismálum, stafrænni þróun, lýðræði og skaðaminnkun. Undir forystu Pírata hafa verið kynnt metnaðarfyllstu markmið sem sett hafa verið um að minnka hlutdeild einkabílsins niður fyrir 50% og að útrýma jarðefnadrifnum bílum. Einnig hefur Reykjavík, undir forystu Pírata, tekið stór skref inn í framtíðina í rekstri borgarinnar með því að leggja grunn að stórauknu gagnsæi í öllu stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og umturna gagnamálum með aukinni stafrænni og sjálfvirkri þjónustu. Að lokum er mikilvægt að minnast á að á síðustu tveimur árum hefur skaðaminnkun orðið ríkjandi aðferðafræði í öllu velferðarstarfi hjá borginni. Píratar hafa verið brautryðjendur í þeirri hugarfarsbreytingu og hefur það m.a. verið gert með því að fjölga húsnæði fyrir heimilislausa óháð neyslustöðu, taka í notkun húsnæði fyrir konur með geð- og fíknivanda, opna gistiskýli fyrir unga vímuefnaneytendur og þrýsta á opnun neyslurýma.

“Við höfum sýnt að það skiptir máli að hafa Pírata í borgarstjórn.”

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Alexandra Briem
Rannveig Ernudóttir

#ÞannigVinnaPíratar

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....