Aðgengileg borg fyrir alla

Borgarstjórn leggur áherslu á velferð og aðgengi fatlaðs fólks

Nú er dagur aðgengis fyrir alla runninn upp. Allt fólk óháð aðgengisþörfum á að geta lifað sjálfstæðu og góðu lífi í okkar samfélagi. Gleymum því þó ekki að upphaflega er það skipulagt út frá þörfum ófatlaðs fólks og því verður að breyta. Gott aðgengi fyrir fatlað fólk gagnast þar að auki öllum. Núverandi meirihluti borgarstjórnar leggur mikla áherslu á aukna velferð og aðgengi fatlaðs fólks.

Betri Reykjavík

Við hjá Reykjavíkurborg erum að safna aðgengissögum íbúa í tengslum við mótun aðgengisstefnu Reykjavíkur og ég hvet þig til að taka þátt með því að senda þína reynslusögu af aðgengismálum í borginni inni á Betri Reykjavík.

Ný og öflugri samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks tók til starfa á kjörtímabilinu því við viljum tryggja skilvirka aðkomu fatlaðs fólks að ákvarðanatöku og þar er ég svo heppin að eiga sæti sem fulltrúi borgarstjórnar. Við róum öllum árum að því að fatlað fólk geti komist sinnar leiðar og notið útivistar á við ófatlað fólk og erum því meðal annars að gera nýjan stíg sem mun bæta verulega aðgengi að útivistarsvæðinu í Öskjuhlíð, auka aðgengi að útisvæðinu við Kjarvalsstaði á Klambratúni og ráðast í endurbætur strætóbiðstöðva. Samtals nýlegar fjárfestingar upp á um 300 milljónir króna.

Bætt aðgengi er líka klókt í viðskiptalegum tilgangi

Nú erum við þar að auki að koma að stofnun aðgengissjóðs til að auka aðgengi fatlaðs fólks að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Dagurinn í dag snýst um mikilvægi þess að auka meðvitund um aðgengi. Ekki bara út frá mannréttindum heldur líka út frá viðskiptalegum sjónarmiðum. Bætt aðgengi er nefnilega ekki bara hið rétta heldur líka klókt í viðskiptalegum tilgangi. Um leið og réttlátara samfélag er samkeppnishæfara samfélag, styrkir aukið aðgengi samkeppnishæfni kaffihúsa, veitingastaða og verslana. Að þessu tilefni verður nýjum aðgengissjóði Reykjavíkur og verkefninu „Römpum upp Reykjavík“ ýtt úr vör í dag.

Áfram höldum við baráttunni fyrir réttlátara, betra og aðgengilegra samfélagi!

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...