Aðalfundur Pírata í Reykjavík 2022

Aðalfundur haldinn í Bragganum í Nauthólsvík

Píratar í Reykjavík boða til aðalfundar laugardaginn 22. október 2022. Fundurinn verður í Bragganum í Nauthólsvík og hefst klukkan 17:00. Fundurinn er opinn öllum, jafnt Pírötum og öðrum sem vilja kynna sér starfið. Verið velkomin og meldið ykkur á Facebook viðburðinn okkar.

Dagskrá aðalfundar PíR

  1. Ársreikningur 2021
  2. Lagabreytingar
  3. Yfirferð á starfi stjórnar
  4. Pepp frá sveitastjórnarfulltrúum okkar í Reykjavík
  5. Lykilræða þingfólks okkar í Reykjavík
  6. Kosning í stjórn og kosning skoðunarmanna reikninga
  7. Önnur mál
  8. Formlegri dagskrá lýkur og skemmtun hefst 

Kosning til stjórnar

Núverandi stjórnarmeðlimir ætla ekki að bjóða sig fram aftur enda flest komin í önnur hlutverk fyrir flokkinn. Kosning til stjórnar Pírata í Reykjavík fer fram í rafrænu kosningakerfi Pírata og framboðsfrestur er til klukkan 18:00 þann 17. október. Kosning hefst strax að loknum framboðsfresti og lýkur kosningu á aðalfundinum þann 22. október klukkan 18:00 og verða úrslit kynnt á aðalfundinum.

Framboðskynningar í beinni á Píratar TV

Fimmtudaginn 20. október fer fram kynning frambjóðenda í stjórn Pírata í Reykjavík. Kynning frambjóðenda fer fram í beinu streymi á www.piratar.tv þar sem frambjóðendur kynna sig og svara spurningum áhorfenda. Útsending hefst klukkan 20:00.

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so...

6 ára Pírati… á aðalfundi Pírata.

Ég átti satt best að segja ekki von á því að vera vasast í...