Píratar XP

Mæðgin í 1. og 3. sæti Pírata í Reykjanesbæ

Þórólfur Júlían Dagsson er í fyrsta sæti á lista Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor en framboðið stóð fyrir prófkjöri sem lauk nýlega en þátttakendur voru fimm.

Í 2. sæti á eftir Þórólfi kemur Hrafnkell Brimar Hallmundsson, í þriðja sæti er móðir Þórólfs, Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, í fjórða sæti er Guðmundur Arnar Guðmundsson og í fimmta sæti er Jón Páll Garðarsson. Þau hafa öll samþykkt að taka þau sæti sem Píratar kusu þau í og munu því skipa fimm efstu sæti listans.

Nú fer í hönd vinna við að velja úr þeim fjölda sem boðist hefur til að skipa önnur sæti listans og verður listinn í heild kynntur eftir páska. Píratar hafa opnað kosningaskrifstofu á Ábrú, segir í frétt frá Pírötum.

Frétt úr Víkurfréttum 31.3.2018

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X