Píratar XP

Píratar stöðvuðu leynistyrki í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkti í gær á fundi sínum að hætta kaupum á auglýsingum í útgáfum á vegum stjórnmálaflokka.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, fagnar niðurstöðunni en á Facebook-síðu sinni í gær lýsti Sigurbjörg samþykktinni sem „fullnaðarsigri.“

„Þetta er farsæll lokahnykkur á sögu sem hófst í desember, þegar ég kallaði eftir upplýsingum um þær reglur sem gilda um auglýsingakaup bæjarins í flokksmiðlum,“ skrifar Sigurbjörg.

Í ljós kom að reglurnar voru samþykktar á lokuðum fundi árið 2011, viðmið um hámarksupphæð kaupanna voru hvergi skráð og nýjum bæjarfulltrúum hefur ekki verið grein fyrir þessum útgáfustyrkjum.

Fengu meira en þau máttu
„Þetta er fyrirkomulag sem býður upp á misnotkun á almannafé – enda kom á daginn að flokkurinn sem er við stjórn hefur fengið langhæstu styrkina, og raunar langt umfram samþykkt viðmið,“ skrifar Sigurbjörg.

„Fyrirspurnin mín leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili.“

Sigurbjörg segir enga stoð sé að finna fyrir slíkri aukafjárveitingu í samþykktum og að engin þeirra beiðna hafi komið fyrir bæjarráð.

Hætta eftir baráttu Pírata
Eftir að í ljós kom að Sjálfstæðisflokkurinn hafði fengið greitt umfram samþykkt hámarksviðmið tók bæjarráð ákvörðun um að stöðva kaup á auglýsingum í flokksmiðlum þar til sátt yrði náð um fyrirkomulagið. Það gerðist í gær sem fyrr segir, þegar bæjarstjórn Kópavogs ákvað að hætta alfarið að kaupa auglýsingar í útgáfum á vegum stjórnmálaflokka.

Enn eitt dæmið um að aðhald og barátta Pírata borgar sig.

Færslu Sigurbjargar má nálgast hér.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X