Píratar XP

Píratar í Kópavogi ætla að bæta trúverðugleika og traust til bæjarstjórnar

Píratar í Kópavogi vilja bæta trúverðugleika og traust til bæjarstjórnar í kópavogi.

Aðalfundur Pírata í Kópavogi fór fram síðastliðinn mánudag. Fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf og ný stjórn félagsins var kosin. Píratar í Kópavogi standa sem fyrr óháð með bæjarbúum og sýna það í verki. 

Tvö mál stóðu upp úr í umræðum og sendir fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir:

Ályktun 1

  • Píratar í Kópavogi taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum vegna kosningabaráttunnar.

Þá eru aðgengismálin í brennidepli en aðgengi er algjör grunnforsenda þess að fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Nokkuð er um það að innviðir uppfylli ekki viðmið um algilda hönnum og snjóruðningsvélar hafa í vetur jafnvel verið að moka enn meiri snjó upp á stíga sem hefur legið þar dögum saman og hamlað þannig för enn frekar. Af því tilefni ályktaði fundurinn eftirfarandi:

Ályktun 2

  • Píratar í Kópavogi vilja að aðgengi fatlaðs fólks í sveitarfélaginu sé bætt til muna. Tryggjum algilda hönnun og aðgengi allra að þjónustu sveitarfélagsins. 

 “Píratar leggja höfuðáherslu á gegnsæi og okkur þykir mikilvægt að bæjarbúar geti treyst því að við séum fjárhagslega ótengd hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu.”

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfultrúi Pírata í Kópavogi og oddviti listans

Einnig var ný stjórn kjörin en hana skipa:

  • Matthías Hjartarson – Formaður,  
  • Elín Kona Eddudóttir – Varaformaður, 
  • Margrét Ásta Arnarsdóttir – Ritari, 
  • Árni Pétur Árnason – Gjaldkeri, 
  • Kjartan Sveinn Guðmundsson – Meðstjórnandi og 
  • Þorgeir Lárus Árnason – Varamaður. 

Þessi fjölbreytti hópur Kópavogsbúa hlakkar til að láta til sín taka í komandi kosningabaráttu sem og kjörtímabili. Kröftugar umræður áttu sér stað á fundinum og greinilegt að mikill vilji er til staðar til þess að gera voginn okkar góða, enn betri. 

Frekari upplýsingar veitir formaður Pírata í Kópavogi

Matthías Hjartarson í síma 868-2719 eða mhjartarson@gmail.com

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X