Píratar XP

Hallur Guðmundsson vill láta kjósendur Pírata ráða sæti sínu

Hallur Guðmundsson gefur kost á sér í prófkjöri Pírata sem stendur yfir á kosningasíðu Pírata til 12. mars. Hann vill leggja góðum málstað lið en leggur það í hendur kjósenda hvar hann endar á listanum.

Hallur starfar sem tónmenntakennari í Reykjavík og er á lokastigum náms til tónmenntakennara. Hallur hefur einnig B.A. gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst.

„Ég bý í Áslandinu ásamt eiginkonu, tveimur uppkomnum dætrum og ketti.

Mín helstu áherslumál eru þau að Hafnarfjarðarbær beiti sér fyrir mikilli fjölgun hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla í bænum. Orkuskiptin eru komin lengra í Reykjavík og Hafnarfjörður má ekki dragast aftur úr.

Ég vil að Hafnarfjörður leitist við að efla menningar- og listalíf enn frekar og gera listamönnum kleift að stunda störf sín í Hafnarfirði með uppsetningu fleiri listakjarna. Enn fremur að bókasafnið fái betra húsnæði með góðu aðgengi fyrir alla – líka þá sem erfitt eiga með gang.

Í skipulagsmálum vil ég sá fyrirhugaðar framkvæmdir við Ástjörn dregnar til baka og þær endurhugsaðar þannig að Ástjarnarlandið raskist ekki meira en orðið er.

Jafnrétti er grundvöllur góðrar samvinnu. Ekki bara milli allra kynja heldur líka milli íþróttafélaga, tómstunda, fyrirtækja – svo dæmi séu tekin.

Ég vil skapa mér áhyggjuminna ævikvöld og börnum mínum og mögulegum barnabörnum betri framtíð.

Gerum Hafnarfjörð að enn vinalegri bæ, hann á það skilið!“

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X