Píratar í Hafnarfirði héldu stofnfund sinn í gær, laugardaginn 25. janúar.
Brynjar Guðnason var kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Fjalar Ísfeld (ritari), Ragnar Unnarsson (gjaldkeri), Kári Valur Sigurðsson og Heiða Hrönn Sigmundsdóttir. Varamaður í stjórn er Halla Kolbeinsdóttir.
Ákveðið var á fundinum að félagið myndi bjóða fram lista í Hafnarfirði í nafni Pírata í sveitarstjórnarkosningum 31. maí.