Píratar XP

Síðasta fjárhagsáætlun núverandi bæjarstjórnar Kópavogs

Fjárhagsáætlun og forgangsröðun Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í síðustu viku fjárhagsáætlun fyrir árið 2022. Eftir breiða samvinnu þvert á flokka þar sem fulltrúar bæjarstjórnar, nefnda og ráða auk starfsfólks, mótuðu stefnur fyrir hvert svið fyrir sig, varð til aðgerðaáætlun sem er til grundvallar í fjárhagsáætlun næsta árs (og vonandi ára). Ekki tókst að fjármagna alla liði aðgerðaáætlananna, sem verða vonandi aðgengilegar á vef bæjarins von bráðar, en niðurstaðan var að forgangsraða í þágu málefna barna, lýðheilsu og velferðar. Mörg góð verkefni eru á döfinni sem við Kópavogsbúar getum öll verið mjög stolt af.

Sértæk húsnæðisúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda

Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem verður fjármagnað er fyrirhugað samstarf við nágrannasveitarfélögin okkar Hafnarfjörð og Garðabæ, varðandi sértæk húsnæðisúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda, þ.e. fólk sem er með vímuefnavanda auk annars vanda. Því miður er það svo að fólk sem treystir sér ekki til eða getur ekki hætt að nota vímuefni, á gjarnan mjög erfitt með að fá húsnæði og það getur þróast í krónískt heimilisleysi.

Skaðaminnkandi nálgun

Þessi hugmyndafræði, svokölluð skaðaminnkandi nálgun, felur í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldur þeirra og nærsamfélagið allt. Þetta er viðleitni til að lágmarka skaðann sem neyslan veldur fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Þannig er gengið út frá því að húsnæði sé grunnþörf sem telst til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessari grunnþörf til þess að einstaklingurinn geti ráðið við aðrar áskoranir. Það hefur sýnt sig að þessi nálgun dregur úr bæði bráðakomum og innlögnum á sjúkrahús, dregur úr tíðni fangelsunar, leiðir til almennt meiri lífsgæða íbúanna og aðstandenda þeirra og dregur úr álagi á nærsamfélagið. Sumsé mjög þörf aðgerð sem vonandi vinnst hratt og vel í góðu samstarfi.

Samgöngustyrkir fyrir starfsfólk bæjarins

Ein þeirra aðgerða sem eru á listanum og ég hefði gjarnan viljað sjá verða að veruleika eru samgöngustyrkir fyrir starfsfólk bæjarins, en það felur í sér að starfsfólk geri samning um að koma til vinnu með öðrum ferðamáta en bíl, að minnsta kosti flesta daga vikunnar. Ekki var þverpólitísk sannfæring um ágæti slíkra styrkja og ef til vill er rétt að þetta er að einhverju leyti djarft skref og kostnaðarsamt. Raunin er þó sú að sífellt fleiri vinnuveitendur hafa á undanförnum árum tekið upp á að gera samgöngusamninga við starfsfólk sitt og ávinningurinn er margvíslegur. Ferðir starfsmanna til og frá vinnu eru gjarnan langstærsti þáttur kolefnislosunar sem tengist venjulegri skrifstofustarfsemi og samgöngusamningar eru eitt besta tækið sem vinnuveitendur hafa til að hvetja starfsmenn til vistvænna samgangna. Landspítalinn, stærsti vinnustaður landsins, hlaut til dæmis loftslagsviðurkenningu Festu árið 2020 meðal annars vegna góðs árangurs af samgöngusamningum við starfsfólk sitt. Eftir að spítalinn fór í samstarf með Strætó árið 2019 um niðurgreiðslu árskorta fjölgaði virkum árskortum starfsfólks úr 130 í 540 á einu ári. Það er ótvíræður árangur! Fyrir utan sparnað í kolefnislosun dregur fækkun bílferða bæði úr umferðarteppu og svifryksmengun. Rúsínan í pylsuendanum er svo að fólk sem notar virka ferðamáta er að jafnaði ánægðara, heilbrigðara og afkastameira en fólk sem ekur til vinnu.

Við þurfum að forgangsraða í þágu loftslagsins!

Við þurfum að vera róttæk í aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er sú síðasta sem þessi bæjarstjórn vinnur á kjörtímabilinu. Sveitarstjórnarkosningar eru eftir tæpa fimm mánuði. Vonandi hefur ný bæjarstjórn kjarkinn sem þarf til að forgangsraða í þágu loftslagsins í næstu fjárhagsáætlunarvinnu

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús,...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar...

Má brjóta kosninga­lög?

Friðsamleg og lýðræðisleg skipti valdhafa er grundvöllur okkar samfélags og í raun allra vestrænna og margra annarra...

Meirihlutasáttmáli í atkvæðagreiðslu

Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík var kynntur á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal...

Hefði Garðabæjarlistinn átt að fá þrjá bæjarfulltrúa í stað tveggja?

Það þarf ekki mikið út af að bregða í fram­kvæmd kosn­inga, til að úr verði afdrifa­rík breyt­ing...

Kosningasigri fagnað í Tortuga!

Sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og kominn tími til að fagna okkar mögnuðu grasrót, frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem gerðu...

Tíu þúsund þakkir

Píratar vilja þakka öllum sem studdu við framboðin okkar á Akureyri, Hafnarfirði, Ísafirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Reykjavík og...

Kosningakaffi á kjördag!

Píratar í Reykjavík verða með kosningakaffi í höfuðstöðvum flokksins Tortuga (Síðumúla 23). Við hvetjum fólk til að...
X
X
X