Píratar á Suðurnesjum eru svæðisbundið aðildarfélag Pírata og ber ábyrgð á að kynna málefni flokksins fyrir íbúum Suðurnesja (og víðar), standa fyrir kynningum og málefnafundum á svæðinu og að standa fyrir framboðum í nafni Pírata á sveitarstjórnarstigi innan starfssvæðisins.

Félagið er opið öllum á 16. ári og eldri sem eru með lögheimili eða fasta búsetu á Suðurnesjum. Félagar aðildafélagsins eru samhliða því sjálfkrafa félagar í móðurfélaginu, Pírötum.

Í stjórn Pírata á Suðurnesjum árið 2017-2018 eru:

Fanný Þórsdóttir, formaður (kapteinn)
Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, gjaldkeri
Hrafnkell Brimar Hallmundsson, meðstjórnandi
Þórólfur Júlían Dagsson, meðstjórnandi
Albert Svan Sigurðsson, ritari

Varamenn í stjórn eru:
Ágúst Einar Ágústsson, Dagný Halla Ágústsdóttir, Halldór Lárusson, Kolbrún Valbergsdóttir og Ólafur Ragnar Sigurðsson

Yfir 120 píratar eru skráðir í félagið og fer fjölgandi.

Meira af Pírötum á Suðurnesjum:

Fundargerðir