PO box 8111 | Síðumúli 23 108 RVK
Stjórnir og nefndir 2022
Framkvæmdastjórn
Hlutverk framkvæmdastjórnar Pírata er að annast almenna stjórn og rekstur hreyfingarinnar. Framkvæmdastjórn setur jafnframt stefnu um rekstur félagsins. Í framkvæmdastjórn sitja þrír einstaklingar sem kosnir eru beinni kosningu á aðalfundi.
Stefnu og málefnanefnd
Stefnu- og málefnanefnd skal vera félagsfólki, kjörnum fulltrúum og nefndum, stjórnum, ráðum og aðildarfélögum Pírata til aðstoðar varðandi stefnumótun og málefnastarf innan flokksins.
Fjármálaráð
Hlutverk fjármálaráðs er að tryggja gegnsæi, valddreifingu og vönduð bókhaldsvinnubrögð í fjármálum. Jafnframt ber ráðið ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar Pírata.