1. Dýravelferðarstefna

1. Dýravelferðarstefna

 • Stöndum vörð um að dýr og dýraeigendur fái áfram sess sem verðmætur hluti af samfélaginu.
 • Tryggjum velferð gæludýra, villtra dýra og líffræðilegan fjölbreytileika.
 • Einföldum, bætum og aukum skilvirkni þjónustu við dýr og dýraeigendur.
 • Eflum starf Dýraþjónustunnar og upplýsingagjöf um þá þjónustu.
 • Gerum ráð fyrir aðbúnaði fyrir dýr og dýraeigendur við allt skipulag.
 • Gerum breytingar í stjórnsýslunni með velferð dýra og þjónustu við dýr og dýraeigendur í huga.

Bætum þjónustu við dýr og gæludýraeigendur

 • Þróum áfram Dýraþjónustu Reykjavíkur og upplýsum borgarbúa um tilvist hennar, tilgang og þjónustu.
  Bætum útisvæði og hundagerði innan borgarmarkanna sem uppfylli lágmarksstærð og öryggiskröfur. Fjölgum þeim og hugum markvisst að viðhaldi.
 • Hugum að góðum dýrasvæðum við upphaf skipulags í hverfum, ekki alltaf sem eftiráhugsun.
  Við skipulag hverfa skal gera ráð fyrir staðsetningu hundasvæða og hundagerða þar sem er að finna skjól, lýsingu og nægan aðbúnað fyrir hunda og hundaeigendur. Tryggjum að hundagerði séu nægilega stór og þar sé auðgandi umhverfi fyrir hundinn.
 • Unnið sé að því að Geirsnef geti áfram virkað sem hundasvæði í gegnum Borgarlínubreytingar ellegar komi annað og jafn gott svæði í staðinn.
 • Bjóðum upp á lausagöngusvæði hunda í öllum hverfum. Lögð sé áhersla á fjölgun slíkra svæða í hverfum áður en breytingar verða á Geirsnefi.
 • Höfum dýramál í huga varðandi þéttingu byggðar og almenningssamgöngur.
 • Þróum áfram Húsdýragarðinn sem dýraathvarf.
 • Hvetjum til reglulegra heimsókna gæludýra á hjúkrunarheimili, í þjónustuíbúðir og á umönnunarstaði þar sem það er sannað að það eykur hamingju fólks aðumgangast dýr.
 • Fræðum einstaklinga sem búa í húsnæði á vegum borgarinnar um réttindi, ábyrgð og tækifæri til gæludýrahalds og gagnsemi þess en í dag er engin takmörkun á gæludýrahaldi í félagslegu húsnæði og þjónustuíbúðum umfram fjöleignarhúsalög.
 • Tryggjum að þjónusta þegar dáin gæludýr finnast í borgarlandinu sé góð og nærgætin.

Aukum samstarf við félagasamtök

 • Styðjum við grasrótarsamtök í dýravelferð.
 • Gerum þjónustusamninga við dýraverndarsamtök.
 • Styrkjum aðgengi félagasamtaka að geymslum fyrir dýr í þeirra umsjá.

Stuðlum að úrbótum í stjórnsýslu og utanumhaldi dýraverndar

 • Styrkjum stafræna umbreytingu, tæknivæðingu, nýsköpun og þróun í þjónustu við gæludýraeigendur.
  Tryggjum góðar upplýsingar um þjónustu við dýr og dýraeigendur.
 • Styrkjum heimildir og tækifæri Dýraþjónustunnar til að geta tekið á óábyrgum gæludýraeigendum.
 • Starfsemi meindýravarna verði endurskoðuð með tilliti til dýravelferðarsjónarmiða.
 • Stuðlum að samstarfi sveitarfélaga á milli um dýraþjónustu.
 • Styðjum við hlutverk hjálpardýra og vinnum að því að hjálparhundar fái vottun og svipuð réttindi og blindrahundar. Einnig verði gildi annarra hjálpardýra virt í sem flestum aðstæðum innan borgarinnar sem eru í dag ekki tilgreind í lögum og þar með réttindalaus.
 • Beitum okkur fyrir því að minnka misræmi í hundasamþykktum milli sveitarfélaga eins og fjölda leyfðra hunda á heimili.
 • Nýtum samþykktir sveitarstjórna og greinargerðir í aðalskipulagi til að ná fram markmiðum um dýravernd. 

Tryggjum velferð villtra dýra og stöndum vörð um líffræðilegan fjölbreytileika

 • Bætum líf og velferð útigangs- og villikatta og villikanína í samstarfi við félagasamtök.
 • Búsvæði útigangskatta verði kortlögð og aðbúnaður katta innan borgarmarka bættur og reynt að stemma stigu við fjölgun þeirra með aðferð TNR (trap, neuter, release).
 • Búsvæði villikanína verði kortlögð og reynt að stemma stigum við fjölgun.
 • Ráðumst í átaksverkefni varðandi kanínur í borginni þar sem íbúar eru hvattir til þess að sleppa ekki kanínum lausum. Ekki verði heimilt að veiða kanínu, heldur verði þær fangaðar og þeim fundið nýtt heimili eða griðastaður.
 • Innleiðum gildandi stefnu borgarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika með því meðal annars að veiði á ref verði hætt og minnka veiði á mávum og öðrum fuglum.
 • Áfram verði unnið að fræðslu og aðgerðum til verndunar á sel, sem búið er að friða innan borgarmarkanna, í samstarfi við Selastofnun Íslands ogHúsadýragarðinn.

2. Barnastefna

2. Barnastefna

 • Barnið og þarfir þess eru í öndvegi
 • Tryggjum að raddir barna heyrist og að á þær sé hlustað
 • Öll börn eiga rétt á að alast upp við öryggi og jákvæða tengslamyndun
 • Gætum að réttindum barna í hvívetna
 • Eflum og virðum fagmennsku í öllu starfi með börnum
 • Notum fjölbreyttar leiðir til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra
 • Stuðlum að heilsu og vellíðan í öllu starfi með börnum
 • Skólakerfið á að undirbúa einstaklinga fyrir að vera hluti af samfélaginu
 • Hjálpum börnum að bera kennsl á sérgáfur sínar og rækta þær
 • Tryggjum jöfn tækifæri allra barna
 • Vinnum gegn stjúpblindu

Barnastarf og þjónusta við börn mótuð út frá þörfum barnsins fremur en kerfisins þannig að barnið fái að njóta vafans. 

 • Brjótum upp hinn hefðbundna skóladag og verum skapandi í skipulagi skóladagsins þannig að mismunandi þarfir, athyglissvið og orka nemenda nýtist vel og þau njóti kennslunnar. Aukum flæði milli faga og kennslustunda og sköpum svigrúm til að víkja frá viðjum vanans með rými fyrir fjölbreyttar þarfir. Til dæmis með því að skoða lengd kennslustunda, uppbrot á þeim og notkun á líkamlegri virkni og leik.
 • Leikskóla ætti að skilgreina sem grunnþjónustu í lögum og sveitarfélögum tryggðar tekjur til að halda henni úti. 
 • Íþróttastarf sé sniðið að þörfum einstaklingsins og metið út frá persónulegumárangri og ánægju.
 • Mikilvægt er að öll börn njóti góðs af íþróttastarfi til 18 ára aldurs í skjóli fyrir afreksmiðaðri nálgun. Tryggja þarf að íþróttafélög sem starfa samkvæmt samningum við sveitarfélögin sinni öllum börnum sem vilja stunda íþróttir.
 • Tryggjum góða samfellu milli skólastiga og eflum félagsstarf fyrir unglinga á framhaldsskólaaldri í samstarfi við framhaldsskólana og ríkið.
 • Bjóðum börnum upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem víðast sem henti sem flestum svo öll börn geti fundið eitthvað við hæfi.
 • Stuðlum að fullnægjandi svefni barna og tryggjum að virknidagur þeirra fylgi íkamsklukku þeirra.
 • Nám barna fari fram á skólatíma í stað heimanáms þannig að staðið sé vörð um frítíma barna og komið í veg fyrir að aðstöðumunur hafi áhrif á árangur.
 • Styðjum við góðan námsárangur og líðan barna með því að stuðla að því að börn tileinki sér yndislestur sem fyrst, í samvinnu við skóla og heimili.

Sköpum gæðastundir og einblínum á að viðmót kerfisins sé hvetjandi

 • Skóla-, frístunda- og tómstundastarf sé ánægjulegur vettvangur sem stuðlar að líkamlegri og andlegri heilsu og vellíðan barna.
 • Börnum séu tryggð viðunandi og heilsusamleg aðstaða og umhverfi.
 • Tryggja skal að börn geti notið frímínútna á þann hátt sem þeim hentar til að hvíla hugann frá náminu.
 • Setja þarf markmið um að efla alhliða hreyfigetu og þroska sem er lykilatriði í velgengni í íþróttum og hreyfingu.
 • Eftir sumarfrí í leikskólum flytjist elsti árgangur yfir í frístundastarf grunnskólans svo að börnin hafi svigrúm til að aðlagast aðstæðum áður en skólastarfið hefst formlega.
 • Tryggjum að notkun snjalltækja á skólatíma sé uppbyggileg og nýtist í náminu. Notkun einkatækja í skólum er ábyrgðarhlutur sem er mikilvægt að börn séu frædd um. Til dæmis með tilliti til ofnotkunar, svikahrappa, rangra upplýsinga, hópamyndunar og eineltis eða annars. Það er mikilvægt að börn læri að
  umgangast tæknina og samfélagsmiðla af ábyrgð.

Stuðlum að betra samfélagi fyrir börn. Nýtum til þess snemmtæka íhlutun, fyrirbyggjandi aðferðir og leggjum áherslu á samvinnu og aukinn tíma með forsjáraðilum

 • Beita skal snemmtækri íhlutun frá fyrstu árum barna þannig að fjármagn vegna stuðnings sé ekki bundið við greiningar, en greiningum sé þó áfram beitt til að meta hvernig sé best að veita stuðning.
 • Skimum börn sem sýna slakan námsárangur eða bera með sér merki um vanlíðan til að greina hvað það er sem veldur og veita viðeigandi stuðning í víðtækum skilningi.
 • Eflum tækifæri fjölskyldna til að verja meiri tíma saman með það markmið að efla örugga tengslamyndun barna og forsjáraðila.
 • Styðjum við heimili sem eru í viðkvæmri stöðu, rjúfum vítahring fátæktar og ofbeldis og styðjum foreldra sem eiga sjálfir reynslu af tengslarofi eða ofbeldi í æsku.
 • Leggja skuli áherslu á að forvarnarstarf byggi á gögnum og að gengið sé út frá “fræðslu en ekki hræðslu”.

Valdeflum börn svo þau megi verða öflugir lýðræðisborgarar með sterka samfélagsvitund, víðsýni og gagnrýna hugsun

 • Tryggjum börnum möguleika til þátttöku og samráðs við ákvarðanatöku sem varðar þeirra umhverfi, menntunar- og tómstundastarf.
 • Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.
 • Aukum samráð ríkis og sveitarfélaga við gerð betri námsgagna sem tali saman þvert á námsgreinar og skólastig.
 • Leggjum áherslu á læsi í víðum skilningi og hagnýta samfélagsþekkingu og ífsleikni eins og tækniþekkingu, tilfinningagreind, eflingu sjálfsmyndar, núvitund, fjármálalæsi, sköpunarkjark og foreldrahlutverk.
 • Tengjum saman ólíkar greinar, verklegar, bóklegar og skapandi. Aukum virðingu fyrir mismunandi færni og nýtum samlegðaráhrif milli þeirra.
 • Þróum Vinnuskólann áfram í þágu þess að efla víðsýni og samfélagsþekkingu ungmenna og tengjum hann betur við aðra menntun og fjölbreytta fræðslu. Vinnuskólinn ætti að vera á ábyrgð skóla- og frístundasviðs.
 • Styðjum við félagsþroska ungmenna og aukna fjölbreytni í valfögum, til dæmis með fleiri safnskólum á unglingastigi þar sem við á.
 • Vinnum gegn fordómum með áherslu á teymisvinnu þar sem ólíkir einstaklingar oma saman og sérgáfur hvers eins barns fá að blómstra á jafnréttisgrunni.
 • Tryggjum jafnréttis-, hinsegin-, kynja- og kynfræðslu fyrir öll börn á öllum skólastigum.
 • Fjölgum og bætum aðgengi að hinsegin félagsmiðstöðvum og kynnum starf þeirra betur.

Tryggja skal mannréttindi barna

 • Tryggjum jafnrétti til náms, tómstunda og leiks óháð efnahag, uppruna, kynjum, kynhneigð, fötlun, stöðu og öðrum breytum
 • Réttur barna til friðhelgis einkalífs skal ávallt tryggður.
 • Vinnum gegn ofbeldi, áreitni og einelti þvert á allt barnastarf. Starfsfólk í barna- og ungmennastarfi hljóti nauðsynlega jafnréttis-, kynja- og hinseginfræðslu.
 • Sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf og annar andlegur stuðningur sé í boði innan  skólanna til að takast á við áskoranir nemenda.
 • Börn fólks í fátækt fái ókeypis skólamáltíðir.
 • Tryggjum aðgengi að tónlistarnámi óháð efnahag í öllum hverfum borgarinnar.
 • Bætum jafnrétti í upplýsingagjöf og þjónustu vegna barna óháð hjúskaparstöðu forsjáraðila og gerum betur ráð fyrir stjúpfjölskyldum, fjölda heimila og fjölbreyttum fjölskylduformum.
 • Veitum gjaldfrjálsa og aðgengilega móðurmálskennslu og íslenskukennslu barna með annað móðurmál en íslensku.
 • Styðjum við aukna notkun frístundakortsins meðal þeirra hópa sem nýta sér það minna en aðrir. Skoðum að bjóða upp á frístundakortið fyrir yngri börn.
 • Komum í veg fyrir að fjárhagsaðstæður takmarki tækifæri barna til tómstundaiðkunar, íþrótta eða félagslífs, til dæmis með því að upphæð frístundakorts taki mið af ólíkum félags- og fjárhagsaðstæðum í hverfinu.
 • Tryggjum fullnægjandi upplýsingar um íþróttir og tómstundir á öðrum tungumálum en íslensku.
 • Tryggjum jafnt aðgengi að leikskólavistun óháð efnahag og sköpum hvata til styttri dagvistunar með 6 tíma gjaldfrjálsum leikskóla

Nýtum fagþekkingu og tækniþróun til að efla faglegt starf innan mennta og tómstunda

 • Stutt sé við hugmyndaauðgi, nýsköpun og þróun í kennsluháttum með fjölbreyttu rekstrarformi skóla.
 • Valdeflum starfsfólk og bjóðum upp á öflug tækifæri til endurmenntunar.
 • Stuðst skal við fagleg vinnubrögð og gagnreynda aðferðafræði í öllu starfi með börnum
 • Eflum menntun og verkfærakistur til nýsköpunar.
 • Styrkjum tæknilega innviði í skólakerfinu.
 • Sýnum því virðingu að leikskólinn er fyrsta menntastig barna.
 • Styrkjum faglegar stoðir dagforeldrakerfisins, búum til hvata til að dagforeldrar starfi fleiri saman og endurmetum kröfur um fjölda barna hjá hverju dagforeldri.

Tryggjum viðeigandi umönnun barna frá fæðingarorlofi, verum opin fyrir fjölbreyttum lausnum og komum til móts við barnafjölskyldur

 • Uppfyllum þörfina fyrir fjölda leikskólaplássa frá fæðingarorlofi í nærumhverfi barnsins og styðjum við skilvirka nýtingu þeirra.
 • Verndum lýðheilsu barna og stuðlum að tengslamyndun þeirra við forsjáraðila sína og nærfjölskyldu, til dæmis með því að takmarka hámarks dagvistunartíma í takt við styttingu vinnuviku.
 • Stuðlum að sveigjanleika í töku sumarfrís frá leikskólum.
 • Mætum börnum og fjölskyldum þeirra þar sem þau eru með fjölbreyttum leiðum, til dæmis með því að gera tilraun með greiðslur til foreldra/forsjáraðila 12-15 mánaða barna sem ekki fá dagvistunarpláss eða velja af öðrum kosti ekki að setja börnin í umönnun utan heimilis og söfnum gögnum um hvernig tekst til sem nýtist inn í umræðu um lengingu fæðingarorlofs. Tryggja þarf að foreldrar sem taki þátt í þessu fái viðeigandi fræðslu og endurgjöf.

3. Mannréttinda og velferðarstefna

 • Virða skal mannréttindi í hvívetna og tryggja að í allri þjónustu sveitafélagsins sé komið fram við fólk af virðingu og vinsemd
 • Við eigum öll rétt á sjálfstæðu lífi með reisn óháð fötlun, færni, aldri eða stöðu að öðru leyti
 • Stöndum vörð um réttindi fólks af erlendum uppruna
 • Velferðarþjónusta sé aðgengileg og veitt á forsendum notenda
 • Þjónustuveitendur komi fram við notendur sem fólk en ekki vandamál
 • Stoppa skal í kerfisgötin svo fólk falli ekki milli kerfa
 • Öllum skal tryggt jafnt aðgengi að samfélaginu með jöfnum tækifærum
 • Notumst við hugmyndafræði skaðaminnkunar með fordómaleysi og umburðarlyndi í allri velferðarþjónustu, fræðsla er betri en hræðsla
 • Engin skal þurfa að búa við fátækt
 • Eflum samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og annarra aðila í velferðarþjónustu
 • Í allri starfsemi skal huga að jafnréttissjónarmiðum í víðum skilning
 • Ofbeldi, einelti og áreitni skal aldrei líðast
 • Vinnum gegn fordómum og stuðlum að fjölbreytni innan samfélagsins

Stöndum vörð um lýðræði og samráð: Ekkert um okkur án okkar

 • Notendur fái tækifæri til að móta velferðarþjónustu með notendaprófunum og merkingarbæru samráði á öllum stigum þjónustuhönnunar.
 • Til að samráð sé raunverulegt þarf það að fara fram nógu snemma í stefnumótun til að hafa áhrif á forsendur og nálgun.
 • Notendaráðum starfandi á vegum sveitarfélagsins sé gert hátt undir höfði og markvisst leitað eftir samráði við þau á mismunandi stigum málsmeðferðar.

Nútímavæðum þjónustu á forsendum notandans frekar en kerfisins, afstofnanavæðum og tryggjum sjálfsákvörðunarrétt

 • Þjónusta skal vera persónumiðuð og sveigjanleg. Hana skal veita af virðingu fyrir aðstæðum þeirra sem nota hana og skulu þau ráða för í vegferð sinni.
 • Notandi á ekki að þurfa að vera sérfræðingur í kerfinu.
 • Valdeflum og aukum sjálfræði fólks og endurskoðum stuðningskerfin með tilliti til að grípa fólk sem þarf hjálp, meðal annars hvað varðar reglur um tekjutengingar maka sem útiloka of marga í dag frá aðstoð.
 • Sköpum kerfi sem efla einstaklinga til sjálfshjálpar og aðstoða við að taka stjórn á eigin lífi.
 • Fjölgum NPA samningum í takt við þörf og vinnum að því að ríkið standi við sinn hluta fjármögnunarinnar til lengri tíma.
 • Veitum fólki heimili frekar en vistun. Fólk á að ráða yfir sínu heimili og hafa aðgengi að félagslegu rými.
 • Verjum sjálfstæða búsetu í einkarými. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki upp á tvímenningsherbergi, þjónusta skal miða að þörfum einstaklingsins og pörum skal gefinn kostur á að búa saman.
 • Tryggjum samþætta þjónustu milli mismunandi stofnana og kerfa hvort sem þau eru á vegum ríkis, sveitarfélaga eða annarra, svo fólk sé ekki skilið eftir í óvissu.
 • Göngum til samninga við ríkið um þjónustu við eldra fólk og tryggt að ekki sé uppi óvissa um fyrirkomulag, fjármögnun, rekstur eða ábyrgð á henni til að tryggja samfellu í þjónustu við eldra fólk.
 • Skoðum áhrif þess á gæði þjónustu og kostnað að flytja verkefni heilsugæslu til sveitarfélaga. Tryggjum að tekjustofnar fylgi verkefnum sem flytjist til sveitarfélaga
 • Nútímavæðum þjónustu, uppfærum starfsaðferðir og nýtum tæknina þegar hún á við með netöryggi íbúans að leiðarljósi til að auðvelda líf fólks og draga úr sóun og mengun.
 • Tryggja verður að aðgengi ólíkra hópa skerðist ekki þegar þjónusta er gerð stafræn. Til dæmis með aðstoð í gegnum síma, netspjall, á þjónustumiðstöð eða með því að fá heimsókn.
 • Gerum kerfi sem veita velferðarþjónustu gagnsærri og skiljanlegri og aukum yfirlit yfir þjónustuveitingu. Notendur eigi rétt á ráðgjöf um réttindi sín og þá þjónustu sem er í boði.
 • Endurskoðum samninga við innheimtufyrirtæki með það að markmiði að innheimta af einstaklingum sé framkvæmd af nærgætni og mannúð.

Stuðlum að öflugum forvörnum og skaðaminnkun

 • Stuðlum að forvörnum til að efla lýðheilsu og lífsgæði fólks, vinna gegn jaðarsetningu og einangrun, sporna gegn hrörnun og auka geðheilbrigði og vellíðan.
 • Fíkniröskun er heilbrigðis- og félagslegur vandi, ekki glæpsamlegt athæfi.
 • Bætum ,,Húsnæði fyrst” úrræðin og tryggjum að sólarhringsþjónusta sé í boði,
  fjölgum fjölbreyttum búsetuúrræðum í tengslum við hugmyndafræðina.
 • Komum upp viðunandi neyðarathvarfi fyrir konur án kröfu um vímuefnaleysi. Tryggjum að neyðarþjónusta sé í boði allan sólarhringinn sem og að konur sem nota vímuefni geti notið góðs af verkefninu ,,Saman gegn ofbeldi”.
 • Þróum áfram neyslurými í samstarfi við ríkið og könnum möguleikann á að koma upp varanlegri staðsetningu.
 • Það er mikilvægt að allt sem við gerum miðist að því að draga úr skaða, angist og kostnaði, hvort heldur sem er fjárhagslegum eða samfélagslegum.
 • Unnið verði að afglæpavæðingu neysluskammta og samþykkt verði „Good Samaritan“ skaðaminnkunarlög sem snúa að því að tryggja að fólk geti kallað til aðstoðar fyrir þau sem lenda í ofskömmtun án þess að eiga á hættu að vera refsað.
 • Tryggjum í samstarfi við ríkið að þar sem unnið er með fólki í neyslu séu til reiðu lyf sem gagnist gegn ofskömmtun, svo sem Naloxone. Samhliða sé skyndihjálparþjálfun starfsfólks tryggð sem fái viðeigandi þjálfun vegna notkun lyfanna.
 • Boðið sé upp á viðbragðsteymi á stórum hátíðum á vegum sveitarfélaga sem gæti brugðist við í neyðartilvikum til dæmis þar sem fólk lendir í geðrofi eða ofskömmtun.
 • Auka skal forvarnir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum, bæði líkamlegu og andlegu, sem og stuðning við þolendur. Sérstaklega skal huga að auknum stuðningi fyrir þolendur sem eru með erlendan bakgrunn eða eru hinsegin, sem og heimilislausum konum og öðrum konum með fíkniröskun.
  Einnig þarf að bjóða upp á fræðslu og úrræði fyrir gerendur.

Tryggjum algilda hönnun og aðgengi allra að þjónustu sveitarfélagsins

 • Samþykkjum og innleiðum aðgengisstefnu.
 • Tryggjum að réttindi séu ekki falin á bak við aðgengishindranir og mismuni þannig notendum eftir getu, baklandi, menningarlegum bakgrunni eða tungumálakunnáttu.
 • Tökum mið af stöðlum um algilda hönnun og aðgengi í víðum skilningi, sem hentar öllum og útilokar engin, í allri upplýsingagjöf, við mótun þjónustu, við útfærslu húsnæðis og almenningsrýmis. Eflum stjórnsýsluna þegar kemur að þessum verkefnum með aðgengissérfræðingum sem yfirfara áætlanir og veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur.
 • Ávallt skal litið til þess við hönnun nýbygginga eða endurgerð húsnæðis að búningsklefar, salerni og önnur rými taki mið af algildri hönnun og fjölbreyttum þörfum óháð kynjum, fötlun og færni.
 • Viðburðir og útfærsla rýma á vegum sveitarfélaga taki mið af mismunandi aðgengisþörfum hvort sem það er líkamlegt, geðrænt eða skynrænt aðgengi.
 • Fjölgum sérfræðingum í hinsegin málefnum sem starfa hjá sveitarfélögum.
 • Reykjavíkurborg virði öll fjölskyldumynstur til jafns, óháð kynferði, kynhneigð, kyntjáningu, kynvitund eða annars kyngervis.
 • Tryggja skal gott aðgengi að túlkaþjónustu til þess að tryggja að öll sem þurfa geti nýtt þjónustu borgarinnar.
 • Innleiðum sjálfvirka textun á fundum sveitastjórna.
 • Við fjárhagsáætlanagerð skal gæta sanngirni með tilliti til jafnréttis og fjölbreytileika styrkþega. Útdeilingum styrkja úr styrkjapottum fylgi krafa um framfylgd jafnréttisstefnu.
 • Nýtum auðlesið og einfalt mál í texta og tali

Tryggjum jafnt aðgengi ólíkra hópa að samfélaginu

 • Innleiðum Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
 • Þrýstum á uppfærslu reglugerða er varða mannvirkjamál í takt við lög um kynrænt sjálfræði.
 • Stuðlum að almennri vitundarvakningu um gæði fjölbreytileikasamfélagsins.
 • Styðjum við inngildingu (e. inclusion) og jafnt aðgengi fjölbreyttra hópa og menningarheima að samfélaginu og tækifærum.
 • Vinna skal gegn margþættri mismunun og styrkja stöðu jaðarhópa, svo sem hinsegin fólks og kvenna af erlendum uppruna og allra þeirra sem eiga undir högg að sækja. Stuðla skal að valdeflingu þeirra með betra aðgengi að upplýsingum um réttindi og úrræði sem eru í boði á viðeigandi tungumáli.
 • Aukum sýnileika félagsmiðstöðva og eflum þær sem samfélagshús í hverfum fyrir alla aldurshópa.
 • Vinnum gegn fordómum með frekari blöndun mismunandi hópa í starfsemi sveitarfélagsins.
 • Nýtum félagsstarf fullorðinna sem vettvang til umfjöllunar um fjölbreytileika og virðingu fyrir mismunandi skoðunum. Tryggjum að félagsstarf á vegum borgarinnar fagni fjölbreytileikanum.
 • Endurskoðum félagsstarf fullorðinna byggt á fyrirliggjandi greiningum til að tryggja nægt aðgengi, fjölbreytileika og gæði starfsins

Stuðlum að jöfnu aðgengi og jafnrétti í skóla-, frístunda- og tómstundastarfi

 • Íþrótta- og tómstundafélög sem fá styrki frá sveitarfélaginu fylgi virkri jafnréttisstefnu sveitarfélagsins.
 • Íþróttahreyfingin skal vera aðgengileg fyrir öll óháð kyni, kynhneigð, uppruna, færni, efnahag eða annarri stöðu.
 • Veitum góðar upplýsingar um íþróttir og tómstundir á öðrum tungumálum en íslensku.
 • Veitum börnum og ungmennum nægan stuðning til íþrótta- og tómstundaiðkunar óháð færni með þeim hætti sem hentar hverjum einstaklingi.
 • Tryggjum að starfsfólk íþrótta- og tómstundafélaga fái virka og endurtekna jafnréttis- og hinseginfræðslu.
 • Gerum móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku gjaldfrjálsa.
 • Aukum jafnréttis-, hinsegin-, kynja- og kynfræðslu í skólum og tryggjum að öll börn hljóti slíka fræðslu á mismunandi stigum skólakerfisins.
 • Eflum Jafnréttisskólann verulega.
 • Þrýstum á að háskólanemar í kennslu- og uppeldisfræði og kennarar í símenntun hljóti fullnægjandi fræðslu í kynja-, kyn- hinsegin- og jafnréttismálum.
 • Þrýstum á framleiðslu góðra námsgagna fyrir jafnréttis-, hinsegin-, kynja- og kynfræðslu.
 • Styrkjum hinsegin félagsmiðstöðina til að efla fræðslu- og félagsstarf í samstarfi við ríkið og í breiðu samstarfi sveitarfélaga.
 • Styðjum við að félagsmiðstöðvar verði almennt hinseginvænni.
 • Vinna skal gegn ofbeldi, einelti og öllu misrétti í skólaumhverfinu, sérstaklega skal huga að stafrænu ofbeldi og auka fræðslu um það

Styðjum við að sveitarfélög sem vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins og séu til fyrirmyndar varðandi jafnrétti á starfsstað og vellíðan og ánægju í starf

 • Sýnum frumkvæði í að bjóða innflytjendum og umsækjendum um alþjóðlega vernd upp á mannsæmandi aðstæður og aðbúnað þar sem unnið er gegn félagslegri einangrun.
 • Sveitarfélög skulu veita innflytjendum, flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd aðstoð við að þekkja sín réttindi. Neyðarúrræði skulu ávallt vera í boði óháð lögheimili eða stöðu fólks, svo sem skorti á kennitölu. Engin skulu þurfa að sofa á götunni.
 • Öll þau eiga lögheimili í Reykjavík og hafa náð kosningaaldri ættu að hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum óháð uppruna.
 • Ávallt skal leitast við að draga úr fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna með viðeigandi fræðslu.
 • Styðjum við grasrótarstarfsemi sem ýtir undir samfélagsþátttöku og virkni fólks af erlendum uppruna á öllum aldri.
 • Styrkjum tengsl og samvinnu við mismunandi hópa innflytjenda, stuðlum að trausti milli þeirra og þjónustustofnanna. Þróum áfram og eflum starfsemi brúarsmiða og sendiherra mismunandi hópa.
 • Helsta forsenda virkrar þátttöku er aðgengi að upplýsingum. Stóreflum viðleitni sveitarfélaga til að koma upplýsingum til innflytjenda í samstarfi við ríkið.

Styrkjum stöðu innflytjenda og fólks af erlendum uppruna, fjölgum tækifærum og stöndum vörð um réttindi þeirra

 • Stuðlum að fjölbreytni í mannauð borgarinnar og vinnum gegn óútskýrðum og útskýrðum launamun með því að uppfæra ráðningarferla, hvetja fjölbreytta hópa til þess að sækja um sem og að tryggja góða upplýsingagjöf um réttindi og fjarlægja óþarfar hindranir úr vegi framgöngu í starfi.
 • Stuðlum að heilbrigði og vellíðan starfsfólks í hvívetna með metnaðarfullu mannauðsstarfi.
 • Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar í að bjóða upp á gott starfsumhverfi fyrir fólk með skerta starfsgetu.
 • Eflum nám sem styður samfélags- og íslenskufærni innflytjenda. Slíkt nám skal vera aðgengilegt án tillits til efnahagsstöðu.
 • Innkaupastefna skal gera kröfu um að verktakar sem samið er við skrifi undir ábyrgð á því að allir starfsmenn þeirra, undirverktaka og starfsmannaleiga fái laun, tryggingar og önnur kjör í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga. Þannig má vinna gegn félagslegu undirboði og jaðarsetningu.
 • Nám, menntun og reynslu erlendis frá þarf að meta af sanngirni og þrýsta þarf á að ríkið bjóði upp á skilvirkt mat á því.
 • Eigum samtal við ríkið um breytingar á lögum sem geri mögulegt að taka á því þegar kjörnir fulltrúar ganga harkalega fram gegn starfsfólki og embættisfólki.

4. Umhverfis- skipulags og samgöngustefna

4. Umhverfis- skipulags og samgöngustefna

 • Öll ákvarðanataka sveitarfélaga taki mið af markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum.
 • Drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda, aukum kolefnisbindingu og vinnum gegn hamfarahlýnun.
 • Reykjavík verði hluti af kolefnishlutlausu borgarsamfélagi höfuðborgarsvæðisins.
 • Hlúum að líffræðilegum fjölbreytileika með vernd og endurheimt lífríkis, náttúru og vistkerfa.
 • Landnotkun og nýting náttúruauðlinda séu sjálfbær.
 • Samgönguinnviðir snúist fyrst og fremst um að flytja fólk fremur en bíla.
 • Sköpum samfélag þar sem ekki er nauðsynlegt að eiga bíl. Bíllaus lífsstíll verði
 • ekki jaðarsport heldur ákjósanlegur valkostur allra sem búa í Reykjavík.
 • Aukum valfrelsi í samgöngum með aðgengi að fjölbreyttum vistvænum ferðamátum og þjónustu í nærumhverfi með blandaðri byggð.
 • Tryggjum gæði byggðar, mannvænt, grænt og lifandi borgarskipulag við alla uppbyggingu og þróun borgarrýmis.
 • Skipulagsmál séu unnin með faglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum á opinn og gagnsæjan hátt á forsendum langtímahagsmuna almennings.
 • Stuðlum að bættum loftgæðum, hljóðvist og lýðheilsu með tækifærum til útiveru, aðgengi að heilnæmu umhverfi og náttúru í þéttbýli.
 • Styðjum við uppbyggingu húsnæðis í samræmi við þarfir íbúa í samstarfi sveitarfélaga og ríkis.
 • Uppbygging fyrir efnaminni hópa sé ekki á kostnað umhverfis- eða lífsgæða.

Þétting byggðar og samgönguskipulag fyrir loftslagið, fólk og framtíðina

 • Breytum ferðavenjum:
  • Hröðum uppbyggingu Borgarlínu.
  • Ekki verði farið í umferðaraukandi framkvæmdir.
  • Þétting byggðar haldist í hendur við góðar almenningssamgöngur og áhrifasvæði Borgarlínu. Ný byggð í Keldnalandi rísi samhliða Borgarlínutengingu, ellegarverði bíllaus.
  • Mislæg gatnamót gerð víkjandi og kveðið á um endurhönnun þeirra fyrir vistvæna ferðamáta.
  • Tryggjum aðgengi fyrir gangandi og hjólandi á framkvæmdatíma, öruggar hjáleiðir þar sem pláss fyrir bíla er tekið undir gangandi og hjólandi. Skom að setja þrengri tímamörk á lokun umferðar vegna framkvæmda og innheimta gjöld eftir þann tíma.
  • Við vetrar- og vorþjónustu skal setja hjóla- og göngustíga framar í forgangsröðun svo að fólk komist leiðar sinnar gangandi og hjólandi allt árið.
  • Reykjavík verði leiðandi í aðgengi vistvænna ferðamáta á öllum sínum starfsstöðvum.
  • Skipulag og hraðatakmarkanir taki mið af því að fækka slysum og auka öryggistilfinningu gangandi og hjólandi. Reykjavík verði skilgreind sem 50 km’ hámarkshraðasvæði.
  • Innleiðum stafræna lausn sem sameinar alla þjónustuaðila á sviði samgangna.
  • Fléttum saman almenningssamgöngur alls staðar á landinu.
  • Sveitarfélög bjóði upp á fjarvinnu, störf án staðsetningar og opin vinnurými fyrirborgarstarfsfólk í úthverfum, til að draga úr óþarfa ferðalögum.
  • Unnið skuli að því að draga úr óþarfa skutli og auka sveigjanleika í ferðatímameð fjölbreyttum leiðum eins og að tryggja örugga samgönguinnviði í kringumskóla- og frístundastarf, nýta frístundarútur eftir þörfum og skoða skipulag þjónustu s.s. skólatíma barna og tímasetningar íþróttaæfinga.
  • Tryggjum gjaldfrjálsar og aðgengilegar almenningssamgöngur fyrir börn upp að 18 ára aldri.
  • Komum aftur á næturstrætó.
 • Þróum bíllausa byggð með frelsi frá bílaeign:
  • Við þróun og uppbyggingu nýrra hverfa sé ávallt ávallt gengið út frá bílleysi og skal sérstaklega rökstutt hvar bílar skuli komast um. Ekki sé sjálfkrafa gengið út frá að því götur séu bílagötur.
  • Fjölgum bíllausum svæðum þar sem umferð er beint í burtu nema fyrir íbúa ogaðföng rekstraraðila, svo sem í Kvos og miðborg. Einnig skal skoða möguleika ágöngugötum í fleiri hverfum.
  • Fækkum bílastæðum og komum á gjaldskyldu víðar.
  • Virkir ferðamátar séu í forgangi í öllu skipulagi, það er að hönnun, umhverfi og öryggi sé á forsendum þeirra sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur og að óheimilt sé að leiða slíka ferðamáta í krókaleiðir og útúrdúra.
  • Fjölgum markvisst vistgötum og þrengjum bílagötur í íbúðarhverfum, drögum markvisst úr umferðarhraða og stuðlum þannig að lækkun hlutfalls bílferða.
  • Bílastæði á yfirborði verði víkjandi. Þegar kemur að því að koma bílum fyrir verði bílastæði samnýtt og litið til uppbyggingar miðlægra bílastæðahúsa.
  • Auknar kröfur verði gerðar um fjölda og gæði hjólastæða.
  • Styðjum við fjölbreytt deilihagkerfi í samgöngum svo að íbúar geti ferðast um
   borgina án þess að þurfa að eiga farartæki.
  • Efling hverfiskjarna og fjölgun íbúða haldist í hendur við gönguvænt umhverfi og
   tengingu við helstu samgönguæðar.
  • Bætum við ákvæði um aðbúnað og aðgengi nýrra hverfa að nauðsynlegum grænum innviðum svo sem göngustígum, hjólastígum, almenningssamgöngum, matvöruverslun, svo tryggja megi að innviðir séu til staðar áður en fólk flytur inn.
 • Sköpum sterka hjólreiðamenningu og bætum í fjárfestingu á öruggum og góðum innviðum fyrir hjólreiðar:
  • Setjum upp hjólahraðbrautir milli hverfa og sveitarfélaga.
  • Leggjum beina og óhindraða hjólastíga sem eru aðskildir frá göngustígum.
  • Fullgert hjólanet tengi öll hverfi innbyrðis, sem og milli hverfa og sveitarfélaga.
  • Gerum ráð fyrir öruggum og yfirbyggðum skammtímahjólastæðum í grennd við verslun, þjónustu og íbúðir og fjárhagslegum hvötum því tengt.
  • Stuðlum að uppbyggingu aðgengilegra almenningshjólageymsla og að góðar hjólageymslur séu staðsettar á jarðhæð fjölbýlishúsa.
  • Aukum fjármagn sem fer í árlega uppbyggingu hjólastíga.
 • Samin verði skýr umgjörð um borgarhönnun og gæði byggðar sem innleiði markmið aðalskipulags um græna byggð í deiliskipulagi þar sem kveðið er á um, svo dæmi séu tekin:
  • Meirihluti borgarrýmis í skipulagi og hönnun skal fara undir vistvæna ferðamáta þar sem skilgreint er nægt hlutfall gróðurþekju.
  • Skilgreind séu viðmið um umhverfisgæði svo sem óskerta breidd gangstétta, víkjandi 90° stæði og víkjandi bílastæði á yfirborði.
  • Gert er ráð fyrir næga jarðvegsþykkt á bílakjöllurum fyrir gróður.
  • Algild hönnun og aðgengi fyrir alla.
  • Greiningar og kvaðir um til dæmis næg birtuskilyrði, skuggavarpsgreiningar og loftgæði, heilnæmt umhverfi, takmörkun á hljóðmengu, vindgreiningar á háum húsum og umhverfissálfræðilegt mat.
 • Klárum Hverfisskipulag fyrir öll hverfi í borginni.
 • Við útfærslu stórra stofnvegaframkvæmda, svo sem Sundabrautar, sé brugðist við með mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir umferðaraukningu, í þágu loftslagsins og mannlífsins í borginni.
 • Til að tryggja ákvörðunarvald sem næst notendum og samræmda sýn á vegakerfið er réttast að sveitarfélögin verði veghaldarar á vegum innan þéttbýlis í auknum mæli. Yfirfærslu vega verður að fylgja nauðsynlegt fjármagn.
 • Miðstöð innanlandsflugsins skal flytjast úr Vatnsmýrinni sem allra fyrst svo hægt verði að undirbúa þar mikilvæga húsnæðisuppbyggingu.
 • Styðjum við orkuskipti í samgöngum með áherslu á góða innviði fyrir rafhjól, rafskútur, aðrar vistvænar örflæðislausnir ásamt rafbílum auk fjárhagslegra hvata til slíkrar uppbyggingar.
 • Unnið skal að sátt um sambúð og öryggi allra vegfarenda

Húsnæði fyrir öll og gæði byggðar

 •  Hröðum uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík.
 • Húsnæðisuppbygging haldist í hendur við uppbyggingu Borgarlínu þar sem áhersla verður lögð á húsnæði fyrir tekjulægri hópa og ungt fólk.
 • Sköpum hvata til uppbyggingar húsnæðis á viðráðanlegu verði.
 • Stuðlum að uppbyggingu heimavistar fyrir nemendur sem vilja koma til Reykjavíkur til að stunda framhaldsskólanám í samstarfi við ríkið.
 • Mikilvægt er að tryggja félagslega blöndun í öllum hverfum og aðgengi allra að húsnæði sem hentar á viðráðanlegu verði. Á hverju uppbyggingarsvæði verði að lágmarki 25% íbúða úthlutað til uppbyggingar ódýrari íbúða í samvinnu við óhagnaðardrifin leigufélög.
 • Félagslegum íbúðum verði fjölgað sem hlutfall af heildaruppbyggingu og unnið ísameiningu að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta.
 • Tryggja að uppbygging fjölbreytts húsnæðis með tilliti til stærðar og búsetuforms haldist í hendur við þörf og framtíðarmöguleika.
 • Ýtt verði undir fjölbreytt búsetuform eins og til dæmis smáhýsi og hópbúsetu.
 • Leggjum áherslu á að um alla borg megi finna blandaða byggð, til að gera íbúum kleift að sækja þjónustu, stunda atvinnu og njóta lifandi umhverfis í nálægð við heimili sín.
 • Uppbygging taki mið af eldri byggð í grónum hverfum.
 • Vinna verður markvisst að jafnvægi og aukinni framleiðni á húsnæðismarkaði og að hið opinbera fjárfesti veglega í niðursveiflu til sveiflujöfnunar á markaði og styttingar byggingartíma.
 • Stuðlum að innleiðingu samræmdar stafrænnar lausnar sem heldur utan um allt framboð
  á leiguhúsnæði.
 • Beitum okkur fyrir innleiðingu staðla og byggingareglugerðar sem stuðli að bættum loftgæðum innanhúss og komi í veg fyrir myglu.
 • Komum í veg fyrir að fólk neyðist til að búa við óleyfisbúsetu en tryggjum jafnframt öryggi fólks sem býr við slíkar aðstæður, til dæmis með bættum eftirlitsheimildum og eftirfylgni með brunavörnum.
 • Stuðlað sé að fjölbreytileika í götumynd í mannlegum mælikvarða í stað einsleits umhverfis með meðal annars með fjölbreytileika í lóðarstærðum, aðkomu fjölbreyttra uppbyggingaraðila og að forðast sé að sameina lóðir í gróinni byggð.

Fagleg, lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð

 • Skipulagsmál séu unnin með faglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum með opnum og gagnsæjum hætti og langtímahagsmuni almennings að leiðarljósi frekar en sérhagsmuni einstaka hagsmunaaðila.
 • Bætum upplýsingagjöf í skipulagsmálum til íbúa og hagsmunaaðila með aðgengilegri og skiljanlegri skipulagsgögnum.
 • Byggjum ákvarðanir í skipulagi á þverfaglegum sjónarmiðum þar sem mismunandi deildir og svið hafi tækifæri til aðkomu og umsagnar á fyrstu stigum vinnunnar þegar nýtt skipulag er í undirbúningi. Aukum aðkomu borgarhönnunar að skipulagsvinnu.
 • Stafrænni umbreytingu í skipulagsmálum verði lokið. Skipulags- og umsóknarferlar verði rýndir, endurskoðaðir og einfaldaðir með það að markmiði að bæta þjónustu, minnka sóun, auka gagnsæi og jafnræði.
 • Gengið sé lengra en lög kveða á um við kynningu umfangsmikilla breytinga innan hverfanna svo sem við undirbúning stærri bygginga sem hafi áhrif á umhverfið.
 • Leitað verði fjölbreyttra leiða til að styðja við þátttöku íbúa í skipulagi.
 • Lóðaúthlutanir fari eftir gagnsæjum og skýrum ferlum og miðist að því að dreifa eignarhaldi á húsnæði.
 • Eflum samstarf um umhverfis-, skipulags- og samgöngumál sveitarfélaga á milli svo setja megi aukinn kraft í skýra stefnu til framtíðar.

Eflum grænan rekstur sveitarfélaga

 • Gagnsæi og upplýsingar eru forsenda aðgerða og því ber að mæla og birta vistspor allrar starfsemi sveitarfélagsins.
 • Beitum hringrásarhugsun í átt að kolefnishlutleysi í öllum innkaupum með grænni innkaupastefnu. Samfélagsábyrgð og sjálfbærnimarkmið verði hluti af forsendum útboða.
 • Stuðlum að auknu framboði vistvænnar fæðu, þannig að grænkerafæði sé valkostur í öllum mötuneytum á vegum sveitarfélagsins, dregið sé úr matarsóun og hlutdeild óumhverfisvænnar fæðu á matseðlum, til dæmis dýraafurða.
 • Rafvæðum hafnir til að draga úr kolefnislosun skipa.
 • Notum tæknina, nýjar lausnir og gagnaöflun til að bæta þjónustu og nýta betur tíma og fjármagn.
 • Nýtum jákvæða hvata til ábyrgrar umhverfishegðunar og lágmörkum vistspor við framkvæmdir, til dæmis með notkun vistvottanna.
 • Þegar kemur að útfærslu á gjaldtöku skal miða að því að þau borgi sem menga.

Styrkjum hringrásarhagkerfið og skilvirka nýtingu auðlinda

 • Drögum úr úrgangsmyndun og matarsóun.
 • Aukum hlutfall endurnýtingar og endurvinnslu með fjölbreyttum leiðum og grænum hvötum eins og með:
  • Aukinni meðvitund um vinnslu efnisstrauma með gagnsæi og fræðslu.
  • Að staðsetja móttökustöðvar og aðra starfsemi á fjölbreyttum stöðum til að fólk þurfi ekki að eiga bíl til að komast í Sorpu.
  • Fjölgun vandaðra grenndarstöva.
  • Notendavænni þjónustu á endurvinnslustöðvum.
  • Grænum verðskrám sem stuðli að aukinni flokkun.
  • Samhæfingu flokkunar milli sveitarfélaga.
  • Þróun nytjamarkaðsmenningar víðsvegar í borginni.
  • Endurskoðun dreifingu nytjamuna til og frá endurvinnslustöðvum til að hámarka endurnýtingu.
  • Að styrkja íbúa til að útfæra betri sorpgeymslur þar sem nauðsyn krefur til að
   geta tekið við stærri tunnum/gámum eða djúpgámum.
 • Leigjum eða lánum frekar en eigum og styðjum við viðgerðaþjónustu, deilihagkerfi og áhaldaleigur þar sem boðið er upp á nauðsynleg tól, tæki og leiðbeiningar fyrir notendur úti í hverfunum, til dæmis á bókasöfnum og félagsmiðstöðvum.
 • Stuðlum að skilvirkri orku- og auðlindanýtingu og samvinnu í orkumálum.
 • Hættum að urða virkan úrgang og komum á fót sameiginlegri sorpbrennslu sveitarfélaga.
 • Endurnýjum fráveituinnviði, skólpdælu- og skólphreinsistöðvar til að koma í veg fyrir mengun vegna skólprennslis í sjó.
 • Stuðlum að tilraunum með verðmætasköpun úr skólpi og úrgangi.
 • Nýtum tæknina til að stuðla að skilvirkri sorpheimtu í almannarými.
 • Notum blágrænar ofanvatnslausnir sem víðast í nýrri byggð og við þróun gróinna hverfa svo hreinsa megi ofanvatn og draga úr mengun, endurhlaða grunnvatnsstöðu, minnka flóðahættu og auka líffræðilegan fjölbreytileika.

Styrkjum stjórnsýslu sveitarfélaga í umhverfis- og loftslagsmálum

 • Vinnum að samræmingu aðgerða og stefna sveitarfélaga í umhverfismálum á byggðasvæðum til að hámarka skilvirkni og slagkraft.
 • Nýtum samþykktir sveitarstjórna og greinargerðir í aðalskipulagi til að ná fram ítarlegum markmiðum í mengunarvörnum og vistvæns skipulags.
 • Skoðum kosti samræmingar heilbrigðiseftirlits á öllu höfuðborgarsvæðinu.
 • Styðjum við róttækar raddir íbúa og hagsmunasamtaka í umhverfis- og loftslagsmálum með því að fara fram á færslu valdheimilda til innri ákvarðanatöku frá ríki til sveitarfélaga.

Græn svæði, græn byggð og heilnæmt umhverfi

 • Drögum úr svifryksmengun og bætum loftgæði með því að minnka notkun nagladekkja, svo sem með því að rukka fyrir notkun þeirra og með því að breyta ferðavenjum.
 • Stefnt verði að því að takmarka bílaumferð þegar slæm loftgæði ógna heilsu fólks og koma upp neyðarferli þegar loftgæði stefna í að verða hættuleg (gráir dagar).
 • Ókeypis verði í almenningssamgöngur á gráum dögum.
 • Öll hafi greiðan aðgang að grænum svæðum sem henta til útivistar í sínu nærumhverfi.
 • Endurheimtum vistkerfi og votlendi, bæði í borgarlandi og í samráði við aðra landeigendur innan borgarmarka.
 • Tryggjum grænt og manneskjuvænt umhverfi á uppbyggingarsvæðum og látum malbik og hellur markvisst víkja fyrir grænum svæðum.
 • Fjölgum trjám og gróðri við götur, í almenningsrýmum og á öðru landi innan borgarinnar. Sköpum skýran ramma um borgartré þar sem við ávörpum fjölda trjáa, tegundir, viðhald og rótarvænt burðarlag.
 • Íbúar og heilsa þeirra skulu ætíð njóta vafans við ákvarðanir er varða staðsetningu mengandi atvinnustarfsemi.
 • Styðjum við garð- og matjurtarækt í þéttbýli

5. Lýðræðis menningar og nýsköpunarstefna

5. Lýðræðis menningar og nýsköpunarstefna

 • Styrkjum lýðræðisleg vinnubrögð og lýðræðisþátttöku íbúa.
 • Verum öflugt aðhaldsafl gegn spillingu og bregðumst við af ábyrgð þegar mál koma upp.
 • Tökum upplýstar ákvarðanir sem byggja á vönduðum gögnum og vísindalegri nálgun.
 • Stuðlum að framsýnni nýsköpunarmenningu í takt við samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingar.
 • Nýtum hugvitið, tæknina og stafræna umbreytingu til að bæta líf íbúa og nútímavæða þjónustu
 • Uppfærum þjónustu í takt við fjölbreyttar þarfir íbúa byggt á virku notendasamráði og notendaprófunum og pössum að engin sitji eftir.
 • Setjum samfélagslega nýsköpun á oddinn, byggjum upp menningu, ferla og aðstöðu sem gera borgina aðgengilegri, kvikari og sveigjanlegri.
 • Stöndum vörð um aðgengi að menningu og listum sem grunnstoð lýðræðisins.
 • Hagnýtum gögn og gagnavinnslu til að bæta þjónustu, aðgengi að upplýsingum og skapa virði fyrir íbúa.
 • Minnkum vesen, sóun og mengun og aukum aðgengi.
 • Styðjum við hugmyndaauðgi, fjölbreytileika, nýsköpun og listsköpun.

Minnkum vesen, sóun og mengun með nútímavæddri, notendamiðaðri og stafrænni þjónustu

 • Innleiðum notendamiðaða þjónustuhugsun í samræmdri framlínuþjónustu þvert áborgina. Tryggjum að íbúanum mæti eitt viðmót í allri þjónustu.
 • Tryggjum samfellu í þjónustu svo að fólk þurfi ekki alltaf að byrja upp á nýtt í hvert skipti sem það hefur samband við borgina.
 • Fjárfestum í tæknilegum innviðum borgarinnar í takt við ströngustu alþjóðlegu kröfur og stuðlum þannig að áframhaldandi þjónustuumbreytingu og stafrænni vegferð.
 • Áfram verði unnið að mikilvægum umbreytingarverkefnum eins og stafrænni innritun í leikskóla og stafrænum þjónustuferlum í skipulagsmálum.
 • Prófum okkur í auknum mæli áfram með tæknilausnir sem geta einfaldað störfin, bætt þjónustu og lífsgæði og dregið úr mengun.
 • Aðlögum stjórnsýsluna að þörfum borgarbúans, kennum ungu fólki á stjórnsýsluna og aukum færni eldra fólks í að sækja þjónustu á netinu.

Stóreflum gagnsæi og upplýsingaaðgengi í stjórnsýslu og nýtum gögn til upplýstrar ákvarðanatöku

 • Aukum gagnsæi og rekjanleika í ákvarðanatöku og ferlum.
 • Verum leiðandi við birtingu opinna gagna og tryggjum að þau séu aðgengileg, auðfinnanleg og auðveld í notkun. Tryggjum skýrt eignarhald sveitarfélagsins á gögnum og afurðum.
 • Styrkjum gagnainnviði enn frekar og þróum áfram vöruhús gagna og gagnavinnslustöð.
 • Bætum við notkun fjölbreyttari gagna eins og frá hlutanetinu (e. Internet of things) og eflum getu borgarinnar til að vinna með fjölbreyttari gögn.
 • Samþættum og bætum aðgengi að þeim gögnum sem er að finna í gagnagrunnum, svo sem mælaborði borgarbúa, Framkvæmdasjá, Borgarvefsjá og opnu bókhaldi.
 • Þróum áfram og innleiðum að fullu Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og rekjanleika ákvarðana.
 • Tryggjum aðgengi almennra íbúa, borgarfulltrúa og fjölmiðla að gögnum til að stuðla að virku aðhaldi og yfirsýn. Innleiðum skýra upplýsingastefnu sem kveður á um þetta í öllu stjórnkerfinu.
 • Styðjum við frjálsan og opinn hugbúnað og innleiðum notkun véllæsilegra gagna í öllu stjórnkerfinu.
 • Tryggjum örugga og vandaða meðferð gagna í samræmi við persónuverndarlög.
 • Tryggjum að upplýsingar um fjármál sveitarfélagsins, dótturfyrirtækja og byggðasamlaga séu sem aðgengilegastar.
 • Innleiðum nýja styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga með stafrænu og aðgengilegu umsóknarferli.
 • Aðgengi að fundargerðum dótturfyrirtækja verði tryggt og fundargögn birt á vefnum samhliða fundargerðum.
 • Stundum nútímalega og vandaða skjalavörslu í öllu borgarkerfinu þar sem bæði skammtíma- og langtímavarðveisla skjala samræmist lögum og reglum með áherslu á aðgengi að gögnum.
 • Við höfum öflugar varnir gegn tölvuárásum.
 • Tryggjum gott upplýsingaaðgengi óháð tungumáli eða fötlun þar sem auðskilið tungumáler viðmiðið. Allar mikilvægar upplýsingar séu aðgengilegar á íslensku, ensku og pólsku eins og vefsíður, umsóknareyðublöð og aðrar lykilupplýsingar.

Eflum lýðræðislega þátttöku íbúa og lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar

 • Styrkjum þátttökulýðræði og aukum aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum. Eflum Hverfið mitt og íbúaráðin og aukum samráð við íbúa um mál sem þá varða.
 • Þróum áfram og innleiðum sameinaða lýðræðisgátt, einföldum þjónustuna við íbúann sem og kerfin að baki og tryggjum gott og notendamiðað aðgengi.
 • Innleiðum lýðræðisstefnu Reykjavíkur og mikilvægar aðgerðir hennar sem og hringrás lýðræðislegra vinnubragða í öllu stjórnkerfinu sem snýst um að hlusta, rýna, breyta og miðla.
 • Tryggjum fjölbreyttar leiðir íbúa til áhrifa og pössum að innsendum hugmyndum og ábendingum sé svarað. Nýtum ábendingar markvisst til að bæta ferla og þjónustu.
 • Innleiðum markviss og gagnsæ vinnubrögð við samráð innan ráða, nefnda, stjórnsýslu, dótturfyrirtækja og byggðasamlaga.
 • Lengjum boðunarfresti ráða og nefnda svo fulltrúar hafi fullnægjandi tíma til undirbúnings.
 • Nýtum tæknina til að bæta upplýsingamiðlun um skipulags- og stjórnsýslumál og gerum tilraunir með upptökur kynninga í ráðum sem verði gerðar aðgengilegar almenningi og íbúaráðum ásamt öðrum fundargögnum.
 • Gerum skipulagsgögn aðgengilegri svo að fólk þurfi ekki að vera sérfræðingar í skipulagsmálum til að taka upplýstar ákvarðanir. Látum kynningarskjöl ávallt fylgja fundargögnum.
 • Eflum lýðræðislega aðkomu kjörinna fulltrúa og íbúa að byggðasamlögum og eflum samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlegan rekstur og úrlausnarefni.
 • Beitum okkur fyrir lækkun kosningaaldurs við sveitarstjórnarkosningar niður í 16 ár og útvíkkun kosningaréttar fyrir innflytjendur.

Tryggjum faglegheit og jafnræði í vinnubrögðum og veitum öflugt aðhald gegn spillingu

 • Tryggjum að boðið sé upp á skilvirka uppljóstrunargátt þar sem gætt er að nafnleynd og þar sem málum er fylgt markvisst eftir.
 • Opin og gagnsæ ferli séu viðhöfð í kringum sölu á auðlindum sveitarfélagsins og eigna almennings, svo sem við útdeilingu lóða eða eignasölu.
 • Viðhöfum gagnsæja og faglega ferla og tryggjum óháðar og ópólitískar ráðningar í störf og embætti.
 • Tryggjum óhæði í verkferlum sem og ásýnd.
 • Þjónusta umboðsmanns borgarbúa og ráðgjafaþjónusta fyrir íbúa sé öflug og aðgengileg almenningi. Styrkjum og skýrum þær leiðir sem íbúar hafa til að leita stuðnings og réttar síns innan stjórnkerfisins í gegnum umboðsmann, sviðin sjálf og þar fyrir utan.
 • Auglýsum störf og endurskoðum frávik frá þeirri meginreglu með því að setja skýrari skorður um meðal annars skammtímaráðningar.
 • Þrýstum á að sett verði lög sem geri hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sveitarfélaga
  að kröfu.

Stuðlum að aukinni nýsköpun og tryggjum jafnræði, gagnsæi og sjálfbærni í innkaupa- og útboðsferlum

 • Stuðlum að aðgengilegri heildaryfirsýn yfir öll innkaup og útboð.
 • Komum á auknu samstarfi um innkaupa- og útboðsferla og samræmdum miðlægum innkaupum.
 • Leggjum áherslu á aðgengi og sveigjanleika með aukinni notkun innkaupa- og útboðsferla sem ýta undir nýsköpun og þróun, meðal annars með útboðum á áskorunum og virku samtali í stað fyrirfram skilgreindra lausna.
 • Prófum okkur áfram og gefum okkur svigrúm til þess að prófa lausnir áður en við læsum okkur inni í stórum innkaupum.
 • Stuðlum að fjölbreytni meðal þátttakenda og sem jöfnustu aðgengi meðal mismunandi birgja í innkaupa- og útboðsferlum og hugmyndasamkeppnum, þannig að tryggt sé að þátttaka í opinberum innkaupum verði á færi minni aðila eins og sprotafyrirtækja.
 • Í fjárhagsáætlun verði tilgreint að ákveðum hluti af fjárheimildum starfseininga verði varið í umbóta- og nýsköpunarverkefni.

Sköpum umbóta- og nýsköpunarmenningu innan starfsstaða til hagsbóta fyrir íbúa

 • Höldum áfram að kúlturhakka borgina, eflum nýsköpunarmenningu þvert á svið og þéttum samstarf út á við. Stuðlum að því að menningin endurspeglist í jákvæðu viðmóti gagnvart nýjum hugmyndum og skapandi lausnum. Innleiðing nýjunga og tækni nær ekki settu markmiði nema að mannauður og menning þróist með.
 • Hvetjum og veitum svigrúm til nýsköpunar og tilrauna innan starfseininga með fjölbreyttum leiðum, t.d. með aðgengi að fjármagni fyrir skapandi lausnir, nýsköpunarfræðslu til að efla færni og hugarfar, skapandi samvinnurýmum og að ákveðinn tími sé tileinkaður nýsköpun.
 • Vinnum gegn valdboðshugsun þannig að raddir allra heyrist og hugmyndir þeirra komist í ferli, til að kynda undir lýðræðislegri og skapandi hugsun.
 • Stuðlum að virkri umbótamenningu innan stjórnsýslunnar, til dæmis með tilraunum á starfsstöðvum með nafnlausa hugmyndakassa og úrvinnslu innan eininga.
 • Sköpum vettvang þar sem starfsfólk og íbúar byggja ofan á hugmyndir hvers annars með upplýsingum, rannsóknum og lausnum í tengingu við samanteknar samfélagslegar áskoranir borgarinnar og gerum það aðgengilegt sem verkefnabanka innan háskóla- og frumkvöðlasamfélagsins.

Sköpum öfluga og samkeppnishæfa háskólaborg og styðjum við lifandi þekkingar- og nýsköpunarsamfélag með fjölbreyttum atvinnutækifærum innan borgarmarkanna

 • Sköpum alþjóðlega samkeppnishæft háskólasvæði í framúrskarandi nútímaborg með vistvænum samgöngum, fjölbreyttri menningu, listum, og þjónustu til að laða að okkur alþjóðlega þekkingu.
 • Leggjum áherslu á aðlaðandi nýsköpunarumhverfi fyrir frumkvöðla og gerum vistkerfi nýsköpunar í Reykjavík sérstaklega aðgengilegt fyrir konur og aðra hópa sem hallar á.
 • Eflum og þróum innviði fyrir klasasamvinnu þvert á atvinnulífið með sérstaka áherslu á samfélagsklasa í Vatnsmýri sem alþjóðlega miðstöð þekkingar, rannsókna og kennslu á sviði samfélagslegrar og grænnar nýsköpunar.
 • Leggjum grunn að skapandi háskólasamfélagi með aðgengi fyrir tilraunir nemenda, rannsakenda, frumkvöðla, opinberra stofnana og atvinnulífs, meðal annars með uppbyggingu framsýns tilraunasvæðis.
 • Tryggjum stuðning við sprotafyrirtæki og samfélagsleg verkefni á öllum stigum með því að styðja við nýsköpunarhraðla og lausnamót á sem flestum sviðum ásamt stuðningi við ráðstefnur og viðburði innan nýsköpunarvistkerfisins.
 • Stuðlum að tengslamyndun og þekkingayfirfærslu milli frumkvöðla, mentora og fjárfesta með aðgengi að vaxtarfjármagni.
 • Förum í greiningarvinnu á stofnun fjárfestingarsjóðs á vegum borgarinnar sem hefði það að markmiði að fjárfesta í opinberri- og samfélagslegri nýsköpun á framkvæmda- og vaxtarstigi.
 • Styðjum uppbyggingu frumkvöðlasetra og skapandi samvinnurýma í úthverfum borgarinnar í tengingu við þjónustukjarna.
 • Gerumst fýsileg staðsetning fyrir búsetu þeirra sem stunda fjarvinnu.
 • Eflum innlent og alþjóðlegt samstarf um nýsköpun, styrkjaumsóknir og rannsóknir.
 • Aukum samstarf við Nýsköpunarsjóð námsmanna um framboð af sumarstörfum út frá áskorunum og lærdómstækifærum sem sveitarfélögin standa frammi fyrir.
 • Eflum deili-, og hringrásarhagkerfið í víðum skilningi. Styðjum við fjölbreytta leiguþjónustu með aðgangi að tækjum og tólum sem stuðli að endurnýtingu, og hvetji til nýsköpunar og uppgötvunar.
 • Stofnum vettvang til eflingar vistkerfis nýsköpunar með þátttöku helstu hagsmunaaðila eins og ríkis, sveitarfélaga, fjárfesta, menntakerfisins, verkalýðsfélaga, atvinnulífs og frumkvöðla.
 • Stundum virkt og reglulegt samráð við nýsköpunarsamfélagið til að stuðla að viðeigandi stuðningi í takt við þarfir.

Eflum menntakerfið sem stökkpall frjórrar hugmyndaauðgi, sköpunar og gagnrýnnar hugsunar

 • Tryggjum samfellda fræðslu um og þátttöku í nýsköpun á öllum stigum menntakerfisins með áherslu á hagnýtingu grunnrannsókna og virka samsköpun milli opinberra stofnanna og atvinnulífs.
 • Eflum deilihagkerfis-, og nýsköpunarþróunarsetur (til dæmis FabLab) í tengingu við skóla, félagsmiðstöðvar og bókasöfn.
 • Hugað verði að aukinni lýðræðis- og jafnréttisfræðslu og kennslu í gagnrýninni og skapandi hugsun í stað utanbókarlærdóms. Hlúð verði að samfélags-, hugvísinda- og skapandi greinum og vægi þeirrar menntunar fyrir fjórðu iðnbyltinguna.
 • Hvetjum til símenntunar kennara og annars starfsfólks í takt við tækni- og samfélagsbreytingar.

Sköpum frelsi og jöfn tækifæri til að njóta og skapa menningu og list

 • Styðjum við jafnt aðgengi að fjölbreyttri menningu og list fyrir öll óháð efnahag, aldri, uppruna eða stöðu að öðru leyti og stöndum vörð um öfluga jafnréttisstefnu og inngildingu í menningarmálum.
 • Hlúum að grasrót í menningarstarfi.
 • Eflum sýnilega sem ósýnilega innviði menningar og lista.
 • Stöndum vörð um okkar menningararf og alla hringrás safnaflórunnar frá þróun sýninga yfir í góðar geymslur, rakamæla og gott utanumhald eins og nauðsyn krefst.
 • Stöndum með frjálsu upplýsinga-, hugmynda- og sköpunarflæði þvert á samfélög og landamæri.
 • Eflum fjölmenningarstarf og hlúum að menningu innflytjenda svo hún auðgi og frjóvgi þá menningu sem fyrir er.
 • Styrkjum aðgang að menningu með aðstoð tækninnar.
 • Tryggjum gagnsæi í öllum styrkjaferlum á menningarsviði.
 • Stöndum gegn allri ritskoðun á menningu.
 • Stöndum vörð um rétt listafólks til að fá greitt fyrir vinnu sína.