Stefnumótun og þingmál

Félagsmenn móta stefnur Pírata.

Stefnumótunarferli Pírata fer fram á þann hátt að fyrst er stefna rædd og unnin á málefnafundum í málefnahópi, svo er hún kynnt á félagsfundi og þar er kosið um hvort hún skuli fara inn í kosningakerfi Pírata á vefnum. Ef hún kemst þar inn þá er hún til umræðu þar í nokkra daga. Að því loknu stendur rafræn kosning yfir í nokkra daga.

Yfirlit yfir samþykktir í kosningakerfi Pírata

Stefnumál Pírata eru öll aðgengileg í vefkosningakerfi flokksins, ásamt upplýsingum um kosninguna sjálfa. Stefnur Pírata koma frá félagsmönnum. Á öllum stigum er hvatt til lýðræðislegar málsmeðferðar í samræmi við lög Pírata. Allar stefnur má endurskoða hvenær sem er í samræmi við fyrrgreint ferli.