Borgarfulltrúi
f. 19. júní 1988
Dóra Björt er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Dóra Björt er formaður Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Dóra Björt er fædd í Reykjavík á kvenréttindadaginn 19. júní 1988.
Það er metnaður Pírata að gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegri stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Píratar gera gott betra. Við gerum græn plön og framkvæmdir enn grænni svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport. Við hleypum sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist. Það skiptir máli að fólk geti treyst kerfum samfélagsins.